Umsóknir og eyðublöð

Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með yfirstjórn sjóðsins. Rannís annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna fyrir hönd ráðuneytis. Auglýst er eftir umsóknum fjórum sinnum á ári. Umsóknareyðublað sjóðsins er á rafrænu formi. Fyrirtæki og stofnanir senda inn eina umsókn og fylla sérstaklega út upplýsingar fyrir hvern nema. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.


Styrktímabil

Á hverju ári eru tvö styrktímabil. Annarsvegar vegna starfsþjálfunar og vinnustaðanáms á tímabilinu janúar til júní og hinsvegar frá júlí til desember. Umsóknafrestir eru auglýstir á forsíðu rannís og á forsíðu sjóðsins.

  • Fjárhæð styrkja ræðst af framlögum á fjárlögum til málaflokksins og eftirspurn.
  • Veittir eru styrkir til þeirra sem uppfylla skilyrði; grunngjald fyrir hverja viku sem nemandi er í vinnustaðanámi, þó að hámarki 20.000 kr. á viku. Athugið að þessi upphæð getur verið lægri og fer hún eftir eftirspurn og fjölda umsókna. Á fyrri hluta ársins 2015 var styrkupphæðin 12.000 kr. á viku.

  • Styrkir fyrir hvern nema eru veittir til 24 vikna að hámarki á hvorum helmingi ársins.

Umsóknarferlið

  • Sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Rannís.
  • Stofnanir og fyrirtæki senda inn eina umsókn. Hún er tvískipt, þar sem annarsvegar eru upplýsingar um fyrirtækið/stofnunina sem sækir um og hinsvegar upplýsingar fyrir hvern nema.
  • Í umsókn skal útskýra áætlun um vinnustaðanám hvers nema og fyrirsjáanlega framvindu þess.
  • Umsóknir skulu sendar inn rafrænt eigi síðar en kl. 17:00 á síðasti degi umsóknarfrests.

Fylgigögn

  • Afrit af staðfestum náms- eða starfsþjálfunarsamningi.
    Ef samningurinn er til á rafrænu formi skal senda hann sem viðhengi með umsókn. Einnig er heimilt að senda afrit á pappír með hefðbundnum pósti til: Rannís, bt. vinnustaðanámssjóðs, Borgartúni 30, 105 Reykjavík.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica