Mennta- og barnamálaráðuneyti fer með yfirstjórn sjóðsins. Rannís annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna fyrir hönd ráðuneytis. Umsóknareyðublað sjóðsins er á rafrænu formi. Fyrirtæki og stofnanir senda inn eina umsókn og fylla sérstaklega út upplýsingar fyrir hverja námsbraut. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.
Styrktímabilið er frá 1. janúar til 31. október, ár hvert. Umsóknafrestir eru auglýstir á forsíðu Rannís og á forsíðu sjóðsins.
Veittir eru styrkir til þeirra sem uppfylla skilyrði og fer upphæð eftir eftirspurn og fjölda umsókna.