Mats- og úthlutunarferlið

Allir umsækjendur fá upplýsingar um afgreiðslu styrkja í tölvupósti. Þeir aðilar sem fá styrk að upphæð kr. 1.000.000 eða meira þurfa að gera samning við Rannís (sem áskilur sér þó rétt að gera samning vegna lægri styrkupphæða ef svo ber undir). Við upphaf námskeiðs og þegar gerð samnings er lokið, þ.e. í þeim tilfellum sem það á við, er greitt allt að 40% af heildarvilyrði fyrirfram. Lokagreiðsla fer fram þegar borist hafa fullnægjandi upplýsingar um hvert námskeið, nöfn og kennitölu þátttakenda.

Upphæð styrkveitinga

Styrkir miðast við það fjármagn sem til ráðstöfunar er hverju sinni og eftirspurn. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk er við úthlutun höfð hliðsjón af fjölda þátttakenda hjá viðkomandi fræðsluaðila við uppgjör fyrri styrkveitinga.

Styrkurinn miðast við grunngjald fyrir námskeiðsstund, en gert er ráð fyrir að hver námskeiðsstund sé að lágmarki 40 mínútur. Umsækjendur fá einnig greitt með hliðsjón af fjölda nemendastunda en nemendastundir eru fundnar með því að margfalda fjölda nemenda á námskeiði með lengd þess í námskeiðsstundum. 

Fyrir umsóknir á árinu 2023 hefur styrkupphæð verið ákveðin 2500 kr. fyrir hverja námskeiðsstund og 250 kr. fyrir hverja nemendastund. Gert er ráð fyrir sömu upphæðum fyrir námskeið á árinu 2024 (með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjárlögum).

Styrkurinn miðast þannig við lengd námskeiða og fjölda þeirra nemenda sem sækja þau.

Námsskeiðsstundir vísa til lengdar námskeiða, t.d. 60 stundir. Nemendastundir eru fundnar með því að margfalda heildarfjölda nemenda á námskeiðum með lengd þeirra í námskeiðsstundum.

Dæmi:

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Umsækjandi Fjöldi námsk. Fjöldi nemenda Lengd námskeiða Nemenda-stundir samtals Greitt f. nemenda-stundir Samtals greitt f. nemendur Greitt fyrir námskeið Heildar-greiðsla námsk. Styrkur
NN 7 70 60 stundir 4200
250 kr. 1.050.000 kr. 150.000 kr. 1.050.000 kr. 2.100.000 kr.
  • Nemendastundir í reit 5 eru fundnar með því að margfalda töluna í reit 3 með tölunni í reit 4.
  • Talan í reit 6 er ákvörðuð af ráðuneyti og ræðst af því fjármagni sem til ráðstöfunar er (í þessu dæmi 250 kr.).
  • Talan í reit 7 er fengin með því að margfalda töluna í reit 5 með tölunni í reit 6. Talan í reit 8 er fengin með því að margfalda lengd námskeiðs í reit 4 með grunngjaldi sem ráðuneytið greiðir fyrir námskeiðsstund og ræðst af því fjármagni sem er til ráðstöfunar.
  • Talan í reit 9 er fengin með því að margfalda töluna í reit 8 með fjölda námskeiða í reit 2.
  • Talan í reit 10 er fengin með því að leggja saman fjárhæðirnar í reit 7 og 9.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica