Umsókn og mat umsókna

Umsókn er rafræn í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Umsóknarfrestur vegna umsókna um starfslaun listamanna, sem úthlutað verður í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009, er í byrjun október ár hvert (2. október, klukkan 15:00 árið 2023).
Að fylla út umsókn - leiðbeiningarmyndband


Listamenn eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.

Nokkur atriði sem hafa ber í huga

 • Umsóknir eru einstaklingsumsóknir og nota þarf rafræn skilríki við gerð þeirra.
 • Sviðslistahópar sækja um í launasjóð sviðslistafólks í gegnum umsókn Sviðslistasjóðs .
 • Ef við á þarf að tilgreina umsóknarnúmer samtarfslistamanna í umsóknum.
 • Skrifa má umsókn á ensku.
 • Ætli listamaður að sækja um úr fleiri en einum launasjóði, þarf að senda eina umsókn fyrir hvern sjóð.
 • Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður áfanga- eða lokaskýrslu að hafa verið skilað vegna fyrri starfslauna. Sjá nánar um skýrsluskil.

Við mat á umsóknum er notaður matskvarði umsókna :

Vinna/verkefni sem liggja til grundvallar umsókn (50%)

 • Listrænt gildi verka
 • Eru verk vel skilgreind?
 • Eru verk áhugaverð?

Ferill listamanns (30%)

 • Hefur listamaður fengið afgerandi viðurkenningu eða verk hans vakið almenna athygli?
 • Hafa verk viðkomandi verið sýnd, flutt eða birt opinberlega?
 • Er viðkomandi að hasla sér völl með áhugaverðri umsókn?

Verk- og tímaáætlun (20%)

 • Er vinnulýsing vel skilgreind?
 • Er vinnulýsing sannfærandi?
 • Er trúlegt að markmið náist?

Launagreiðslur ef úthlutun fæst

Í umsókn er beðið um bankaupplýsingar og áætlaðan upphafsmánuð vinnu. Fáist úthlutun hefjast launagreiðslur í áætluðum upphafsmánuði nema óskað sé eftir öðru. Hægt er að senda inn beiðni um að fresta töku launa en það þarf að gerast fljótlega eftir að úthlutun er tilkynnt.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica