Umsóknareyðublað

Umsókn er rafræn í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Umsóknarfrestur

Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna sem úthlutað er árið 2017 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til 30. september 2016, kl. 17:00, en þá er aðgangi lokað. Umsóknir teljast ekki gildar fyrr en búið er að staðfesta þær í síðasta lið umsóknar í umsóknarkerfinu og senda þær inn. Umsækjendur fá svar í janúar.

Skrifa má umsókn á ensku.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Áherslur stjórnar og breytingar á úthlutunarreglum frá fyrra ári

Hámarkslengd starfslauna er 24 mánuðir
Ekki er lengur hægt að sækja um listamannalaun til 36 mánaða. Stjórn sjóðsins telur eðlilegra að listamaður sæki aftur um laun ef ekki hefur náðst að ljúka verkefninu á meðan á launatímabili stóð.  

Sýnileiki listamannalauna
Launþegar sjóðsins eiga að geta þess við birtingu umsóknaverka sinna að þeir hafi notið listamannalauna. Með auknum sýnileika sjóðsins eflist vitund almennings um mikilvægi listamannalauna.

Ferðastyrkjum verður ekki úthlutað
Stjórn listamannalauna hefur ákveðið að úthluta ekki ferðastyrkjum í ár með það fyrir augum að efla nýliðun. Hægt er að fella verkefni sem krefjast ferðalaga inn í almennar umsóknir til sjóðsins. 

Nýliðun
Stjórn Listamannalauna hefur það að markmiði að 5% af mánaðarfjölda hvers sjóðs sé úthlutað til einstaklinga sem aldrei hafa hlotið laun úr sjóðnum áður.

Breytingar á umsóknarferli frá fyrra ári

Ferðastyrkir
Í ár verða  ferðastyrkir ekki veittir samkvæmt ákvörðun stjórnar. Hægt er að fella ferðalög sem tengjast verkefnum inn í almennar umsóknir til sjóðsins.

Fylgigögn með umsóknum
Stjórn listamannalauna ákvað eftirfarandi breytingar er varða fylgigögn með umsóknum:
Aðeins verður tekið við rafrænum gögnum – hámarksstærð skráa er 25 mb og hámarksfjöldi skráa er 5. Einnig er hægt að setja veftengla inn á sérstakan reit í umsókn.

Launasjóður sviðslistafólks og styrkir til atvinnuleikhópa
Stjórn sjóðsins hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um að gefa kost á því að umsóknir til leiklistarráðs (frá atvinnuleikhópum) geti jafnframt nýst sem umsóknir til listamannalauna, launasjóðs sviðslistafólks. Eftir sem áður verða sér umsóknarnúmer fyrir báðar tegundir umsókna og öll umsýsla verður aðskilin.

Atvinnuleikhópur sem hyggst sækja um styrk til atvinnuleikhóps og listamannalauna gerir það í gegnum umsóknarform atvinnuleikhópa

Sviðslistahópur sem hyggst einungis sækja um listamannalaun, sækir um flokkinn skilgreint samstarf.

Við mat á umsóknum er horft á eftirfarandi þætti:

Verkefni sem liggja til grundvallar umsókn

  • Listrænt gildi verkefna
  • Eru verkefnin vel skilgreind?
  • Eru verkefnin áhugaverð?

Ferill listamanns

  • Hefur listamaður fengið afgerandi viðurkenningu?
  • Hafa verk hans/hennar/þeirra verið sýnd, flutt eða birt opinberlega?
  • Er hann/hún/þau að hasla sér völl með áhugaverðri umsókn?

Verk- og tímaáætlun

  • Er áætlunin vel skilgreind?
  • Er áætlunin sannfærandi?
  • Er trúlegt að markmið náist?

Sýniseintök umsókna

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica