Umsóknarfrestur vegna umsókna um starfslaun listamanna, sem úthlutað verður árið 2020 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009, er til miðnættis 1. október 2019 en þá verður aðgangi lokað. Umsækjendur fá svar í janúar. Rafrænt umsóknareyðublað verður aðgengilegt um miðjan ágúst nk.
Skrifa má umsókn á ensku.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.
Verk sem liggja til grundvallar umsókn
Ferill listamanns
Vinnulýsing