Umsókn og mat umsókna

Umsókn er rafræn í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Umsóknarfrestur vegna umsókna um starfslaun listamanna, sem úthlutað verður í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009, er í byrjun október ár hvert (3. október, klukkan 15:00 árið 2022). Rafrænt umsóknareyðublað er aðgengilegt eigi síðar en um miðjan ágúst.


Listamenn eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.

Nokkur atriði sem hafa ber í huga

  • Umsóknir eru einstaklingsumsóknir og nota þarf rafræn skilríki við gerð þeirra.
  • Sviðslistahópar sækja um í launasjóð sviðslistafólk í gegnum umsókn Sviðslistasjóðs .
  • Ef við á þarf að tilgreina umsóknarnúmer samtarfslistamanna í umsóknum.
  • Skrifa má umsókn á ensku.
  • Ætli listamaður að sækja um úr fleiri en einum launasjóði, þarf að senda eina umsókn fyrir hvern sjóð.
  • Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður áfanga- eða lokaskýrslu að hafa verið skilað vegna fyrri starfslauna. Sjá nánar um skýrsluskil.

Við mat á umsóknum er notaður matskvarði umsókna :

Vinna/verkefni sem liggja til grundvallar umsókn (50%)

  • Listrænt gildi verka
  • Eru verk vel skilgreind?
  • Eru verk áhugaverð?

Ferill listamanns (30%)

  • Hefur listamaður fengið afgerandi viðurkenningu eða verk hans vakið almenna athygli?
  • Hafa verk viðkomandi verið sýnd, flutt eða birt opinberlega?
  • Er viðkomandi að hasla sér völl með áhugaverðri umsókn?

Verk- og tímaáætlun (20%)

  • Er vinnulýsing vel skilgreind?
  • Er vinnulýsing sannfærandi?
  • Er trúlegt að markmið náist?







Þetta vefsvæði byggir á Eplica