Umsóknareyðublað og mat umsókna

Umsókn er rafræn í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Umsókn - sýniseintak

Sýniseintak umsóknar

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur vegna umsókna um starfslaun listamanna, sem úthlutað verður árið 2020 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009, er til miðnættis 1. október 2019 en þá verður aðgangi lokað. Umsækjendur fá svar í janúar. Rafrænt umsóknareyðublað verður aðgengilegt um miðjan ágúst nk.

Skrifa má umsókn á ensku.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Við mat á umsóknum er horft á eftirfarandi þætti:

Verk sem liggja til grundvallar umsókn

  • Listrænt gildi verka
  • Eru verk vel skilgreind?
  • Eru verk áhugaverð?

Ferill listamanns

  • Hefur listamaður fengið afgerandi viðurkenningu eða verk hans vakið almenna athygli?
  • Hafa verk viðkomandi verið sýnd, flutt eða birt opinberlega?
  • Er viðkomandi að hasla sér völl með áhugaverðri umsókn?

Vinnulýsing

  • Er vinnulýsing vel skilgreind?
  • Er vinnulýsing sannfærandi?
  • Er trúlegt að markmið náist?Þetta vefsvæði byggir á Eplica