Rannís hefur verið falin umsýsla á seinni úthlutun Tónlistarsjóðs árið 2023.
Umsóknarfrestur: 15. september 2023, kl 15:00
Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir í nýjan Tónlistarsjóð (sem Hljóðritasjóður verður hluti af) fyrir árið 2024 haustið 2023 og verður hann í umsýslu nýrrar Tónlistarmiðstöðvar samkvæmt frumvarpi til laga um tónlist.
Sjá feril málsins á Alþingi .
Sjá kynningu menningarráðherra á frumvarpinu í fyrstu umræðu.
Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita, samkvæmt reglum um Hljóðritasjóð.
Tónlistarmenn, jafnt einstaklingar sem hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðrir er koma að hljóðritun tónlistar.
Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Styrkir úr Hljóðritasjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og ekki lengur en til eins árs í senn. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana sem hljóta regluleg rekstrarframlög né til kynningarverkefna og annarra verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað. Sjóðurinn veitir jafnframt ekki styrki til endurútgáfu, varðveislu, útgáfu safnplata, tónleikaupptaka með áður útgefnu efni, framleiðslu hljóðrita og hönnunar umslaga né til greiðslu ferðakostnaðar, verklauna eða tækjakaupa.
Ekki eru veittir styrkir afturvirkt þ.e. til verkefna sem þegar er lokið en "umsókn vegna hljóðrits sem kemur út eftir að sótt hefur verið um styrk en áður en úthlutun hefur farið fram er gild" (sjá verklagsreglur Hljóðritasjóðs). Stjórn metur umsóknir út frá innsendingardegi umsóknar.
Umsóknum skal skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Styrkir úr Hljóðritasjóði eru veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki til verkefna sem taka lengri tíma en eitt ár.
Hafi umsækjandi þegið styrk úr Hljóðritasjóði þarf að liggja fyrir greinargerð umframkvæmd fyrra verkefnis til að ný umsókn af hans hálfu komi til greina það sama á við ef að verk er í vinnslu þá skal umsækjandi skila inn greinargerð um stöðu verksins.
Ragnhildur Zoëga, s. 515 5838
Óskar Eggert Óskarsson, s. 515 5839
Tekið er á móti fyrirspurnum á hljodritasjodur(hja)rannis.is