Fréttir og tilkynningar

Hér birtast upplýsingar um ýmislegt er varðar upplýsinga- og kynningarstarf í tengslum við Horizon Europe, s.s. kynningarfundi, námskeið, árangur o.fl.

HE_EU_horizontal_banner_600x100_1617723200121

Evrópska rannsóknaráðið (ERC) birti þann 22 febrúar sl. fyrstu vinnuáætlun rannsóknaáætlunar Evrópusambandsins Horizon Europe, ásamt upplýsingum um umsóknarfresti.

Námskeið: Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon Europe 27. maí

Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. Á Írlandi heldur námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon Europe fimmtudaginn 27. maí næstkomandi kl. 10:00-12:45.

Námskeiðið fer fram á ensku og er opið öllum nema ráðgjöfum. Námskeiðið er sniðið að umsækjendum og verkefnastjórum, jafnt sem rannsóknastjórum og öðum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Námskeiðið er haldið á Zoom og er þátttökugjaldið 16.000 kr. Ekki er búið að opna fyrir skráningu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica