Hvernig á að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Marie Curie áætlun Horizon Europe?

2.5.2023

Þann 9. og 10. maí nk. standa Rannís og Félag rannsóknastjóra fyrir námskeiði um hvernig skrifa eigi árangursríkar umsóknir í Marie Curie áætlun Horizon Europe. 

  • Marie-Curie-Horizon-Europe-Namskeid-mai-2023

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur, matsferli og önnur grundvallaratriði við skrif umsókna í MSCA áætlunina. Náskeiðið stendur frá 9:00-17:00 báða dagana.

Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað umsækjendum, verkefnastjórum, jafnt sem rannsóknastjórum og öðrum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í MSCA áætlun Horizon Europe.

Marie Skłodowska-Curie áætlunin (MSC) veitir styrki til þjálfunar doktorsnema, nýdoktora og starfandi vísindamanna og er skilyrði að þjálfun fari fram í öðru landi en heimalandi.

Háskólar, stofnanir og fyrirtæki sækja um styrki í samstarfsnetum en styrkirnir eru ætlaður til þjálfunar doktorsnema og nýdoktora. Einnig geta nýdoktorar (með hámark 7 ár frá doktorsgráðu) sótt um einstaklingsstyrki fyrir þjálfun og rannsóknastöðu um allan heim.

Nánari upplýsingar um Marie Curie áætlunina

Leiðbeinandi: Jitka Erylmaz, sérfræðingur hjá EFMC með áherslur á MSCA prógrammið.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 30

Staður: Reykjavik Edition Hótelið, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Námskeiðsgjald: Kr. 80.000,-* 

Innifalið: Námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffiveitingar.

*Aðilar í Félagi rannsóknastjóra greiða 65.000 kr.

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Þetta vefsvæði byggir á Eplica