Fréttir: september 2023

30.9.2023 : Með fróðleik í fararnesti hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun

Samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands „Með fróðleik í fararnesti“ hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís laugardaginn 30. september. Um er að ræða fræðandi gönguferðir í náttúrunni þar sem fræða- og vísindafólk HÍ miðlar af þekkingu sinni til almennings, barna og ungmenna um fjölbreyttar rannsóknir, ekki síst á lífríki og umhverfi. Með fróðleik í fararnesti leggur áherslu á markvissa og skemmtilega fræðslu til almennings um leið og boðið er upp á hreyfingu og samveru fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira

29.9.2023 : Til hamingju með daginn vísindafólk!

Heill heimur vísinda laugardaginn 30. september kl. 13:00-18:00 á Vísindavöku í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!

Lesa meira

28.9.2023 : Áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Vakin er athygli á því að áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Guangzhou í Kína, 3. - 6. desember 2023. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum. 

Lesa meira
Robert Askew, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, við kortlagningu í Lóni sumarið 2023. Brunnhorn og Vestrahorn í baksýn.

28.9.2023 : Vísindakaffi Breiðdalsvík - Jarðgæði frá bújörðum til háfjalla

Fimmtudaginn 29. september kl. 17:00 stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands fyrir Vísindakaffi í Gamla kaupfélaginu.

Lesa meira

27.9.2023 : Vísindakaffi á Hólmavík - Á þjóðsagnaslóðum á Norður-Ströndum

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa stendur fyrir Vísindakaffi fimmtudaginn 28. september kl. 20:00 í Sauðfjársetrinu Sævangi.

Lesa meira

27.9.2023 : Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe

Dagana 17. og 18. október 2023 stendur framkvæmdastjórn ESB fyrir upplýsingadegi og tengslaráðstefnu um köll ársins 2024 í klasa 5; loftslagsmál, orka og samgöngur (Climate, Energy and Mobility). Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira

26.9.2023 : Evrópski tungumáladagurinn er 26. september

Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval tungumála sem fólk lærir á lífsleiðinni. Aukin tungumálakunnátta veitir okkur betri innsýn inn í ólíka menningarheima og bætir samfélagslega færni okkar. Evrópski tungumáladagurinn er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.

Lesa meira

20.9.2023 : Spennandi vefstofur framundan

Við hlökkum til að taka á móti umsóknum um fjölbreytt verkefni í Erasmus+ og ESC. Þann 4. október nk. kl. 10 að íslenskum tíma rennur út frestur til að sækja um styrki til fjölbreyttra verkefna í Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC).

Lesa meira

20.9.2023 : Dulin virkni Eurovision

Síðasta Vísindakaffið þann 27. september verður tekin fyrir hin sívinsæla Eurovision keppni, en Baldur Þórhallsson prófessor við HÍ og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í alþjóðasamskiptum, munu fjalla um dulda virkni Eurovision. Vísindakaffið er haldið í Bóksasamlaginu Skipholti 19 og hefst klukkan 20:00.

Lesa meira

19.9.2023 : Heilahreysti alla ævi: Hvað getur þú gert?

María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur mun fjalla vítt og breitt um heilahreysti á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 26. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu Skipholti 19.

Lesa meira

19.9.2023 : Hvernig getum við eflt norrænan tungumálaskilning?

Í gær, mánudaginn 18. september, hófst ráðstefna á vegum Nordplus. Norræn tungumál verða í brennidepli á ráðstefnu sem haldin verður á vegum Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, 18.-20. september í Hveragerði. Þar munu leiða saman hesta sína fulltrúar allra sem starfa að miðlun og kennslu norrænna tungumála, en einnig þau sem leggja áherslu á rannsóknir og eflingu opinberra minnihlutatungumála á Norðurlöndunum, og er markmiðið að koma á fót samstarfsverkefnum milli landanna.

Lesa meira

18.9.2023 : Geta tölvur skapað? Spjall um skapandi gervigreind

Fyrsta Vísindakaffi Rannís verður tileinkað gervigreind en Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mun fjalla um hana 25. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira

15.9.2023 : Framlengdur umsóknarfrestur í Jules Verne, vísinda- og tæknisamstarf Íslands og Frakklands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamningsins. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 1. október 2023. 

Lesa meira

12.9.2023 : Nýtt myndband Creative Europe um þátttöku Íslands

Creative Europe kvikmynda og menningaráætlun ESB hefur gefið út myndband sem sýnir yfirlit kvikmynda og menningarverkefna áætlunarinnar með íslenskri þátttöku síðastliðin 7 ár. 

Lesa meira

12.9.2023 : Óskað eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt á Vísindavöku 2023 sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 30. september. Viðurkenningin verður afhent við opnun Vísindavöku kl. 13:00.

Lesa meira

8.9.2023 : Vaxtarsproti ársins 2023 er Hopp

Fyrirtækið Hopp hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal þann 7. september síðastliðinn. 

Lesa meira

7.9.2023 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna verður haldin á vegum framkvæmdastjórnar ESB 26.-28. september nk. í tengslum við vinnuáætlun Horizon Europe á sviði matvælaframleiðslu, lífhagkerfis, náttúruauðlinda, landbúnaðar og umhverfismála.

Lesa meira
Annika-og-Agust-undirritun-Faereyjar

5.9.2023 : Aukin áhersla á vestnorrænt samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar með samningi við Færeyjar

Rannís og Rannsóknaráð Færeyja hafa gert með sér samkomulag um að styrkja samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar á milli landanna tveggja.

Lesa meira

5.9.2023 : NordForsk rannsóknaverkefni á sviði grænna umskipta

Á vegum NordForsk hefur verið opnað fyrir umsóknir um verkefnastyrki innan Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á sviði grænna umskipta. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2023.

Lesa meira

5.9.2023 : Þriðja verkefnið undir íslenskri forystu hlýtur úthlutun úr LIFE

Á dögunum skrifuðu Íslensk nýorka, Eimur, Vestfjarðastofa og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra undir samning vegna 225 milljóna króna (1,5 milljónir evra) styrks úr LIFE, umhverfis- og loftlagsáætlun Evrópusambandsins.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica