Fréttir: 2021

18.6.2021 : Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2021

Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2021 en umsóknarfrestur rann út 29. apríl síðastliðinn.

Lesa meira

16.6.2021 : BlueBio-ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy – Unlocking the Potential of Aquatic Bioresources (BlueBio) er samstarfsnet 17 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís

Lesa meira

15.6.2021 : Tónlistarsjóður- seinni úthlutun 2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2021.

Lesa meira

15.6.2021 : Upplýsingadagar Rannís fyrir Horizon Europe

Dagana 21. júní - 30. júní stendur Rannís fyrir opnum kynningarfundum á netinu um Horizon Europe þar sem farið verður yfir þjónustu Rannís og helstu áherslur hvers klasa (cluster). Fundirnir eru einkum ætlaðir starfsfólki háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja.

Lesa meira

8.6.2021 : Tækifæri fyrir íslenska grunnskóla

Uppbyggingarsjóður EES í Króatíu auglýsir eftir áhugasömum íslenskum grunnskólum til að taka þátt í tvíhliða samstarfsverkefnum með króatískum skólum.

Lesa meira

7.6.2021 : Nýtt tímabil Creative Europe 2021-2027

Yfir 60% aukning verður á framlagi til Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, sem gildir frá 2021 til 2027. Með því vill áætlunin leggja sitt af mörkum svo menningargeirinn nái sér aftur á strik eftir heimsfaraldurinn.

Lesa meira
1622716115671_ING_38192_51346.eps_1800_2000

3.6.2021 : Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði fyrir árið 2021

Alls barst sjóðnum 51 umsókn þar sem samtals var sótt um 1.047 milljónir króna. Sótt var um samtals 462 milljónir til 6 verkefna á vegvísi, og um 585 milljónir til 45 verkefna utan vegvísis.

Lesa meira

3.6.2021 : Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

Lesa meira

2.6.2021 : Opið fyrir skráningu á rafræna Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga

Dagarnir verða haldnir 23.-24. júní nk. og eru öllum opnir og fara eingöngu fram á netinu. Yfirskrift þeirra er Mótum framtíðina saman

Lesa meira

1.6.2021 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2021

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2021.

Lesa meira

28.5.2021 : Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2021

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 73 verkefna, sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri, að ganga til samninga um nýja styrki. 

Lesa meira

28.5.2021 : Ársskýrsla Rannís 2020 er komin út

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2020 er komin út. Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar. 

Lesa meira
Máluð mynd af blómum

28.5.2021 : Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum til 37 verkefna 2021

Þann 28. maí var tilkynnt um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands, sem nú veitir styrki til barnamenningar í þriðja sinn frá stofnun sjóðsins. Sjóðurinn styrkir 37 metnaðarfull verkefni og er heildarupphæð úthlutunarinnar 90 milljónir króna. Alls bárust 113 umsóknir og var sótt um rúmlega fjórfalda þá upphæð sem sjóðurinn hafði til úthlutunar eða rúmar 373 milljónir króna.

Lesa meira

28.5.2021 : Opnað fyrir þátttöku í 40 ný COST verkefni

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp alþjóðleg samstarfsnet rannsókna og nýsköpunar á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

Lesa meira

25.5.2021 : Tækniþróunarsjóður tekur þátt í Nýsköpunarviku

Nýsköpunarvikan fer fram 26. maí - 2. júní nk. Hátíð er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.

Lesa meira

25.5.2021 : Tilkynnt verður um úthlutanir úr Tækniþróunarsjóði fyrir lok maí

Tilkynningar um úthlutanir í sjóðina Hagnýt rannsóknarverkefni, Markaðsstyrk, Sprota, Vöxt og Fræ/Þróunarfræ verða tilkynntar í síðasta lagi í lok maí 2021.     

Lesa meira

20.5.2021 : Tækifæri til samstarfs við Króatíu á sviði menntamála á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Uppbyggingarsjóður EES í Króatíu auglýsir eftir áhugasömum aðilum hjá grunn- og framhaldsskólum og sveitarfélögum á Íslandi til að taka þátt í tengslaráðstefnu 26. maí nk.

Lesa meira

18.5.2021 : Sigrún Pálsdóttir hlýtur Evrópsku bókmenntaverðlaunin árið 2021

Evrópsku bókmenntaverðlaunin „The European Union Prize for Literature (EUPL)“ eru árlega veitt til evrópskra rithöfunda. Í ár fá rithöfundar frá 13 Evrópulöndum verðlaunin og var niðurstaða kynnt 18. maí. Þar var tilkynnt að Sigrún Pálsdóttir hlyti verðlaunin fyrir skáldsögu sína Delluferðin.

Lesa meira

17.5.2021 : Fyrri úthlutun úr Hljóðritasjóði árið 2021

Á umsóknarfresti 15. mars 2021 bárust alls 180 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er það metfjöldi umsókna í einni lotu. Sótt var um styrki að upphæð um það bil 140 milljóna króna.

Lesa meira

14.5.2021 : Bendum á samstarfsvettvang um European Digital Innovation Hub á Íslandi

Íslensk stjórnvöld vinna nú að undirbúningi á þátttöku Íslands í áætlun Evrópusambandsins um stafræna Evrópu (DIGITAL Europe). Áætlunin varir frá 2021 til 2027 og er gert ráð fyrir að aðild Íslands verði staðfest um mitt árið 2021.

Lesa meira

14.5.2021 : Fjölbreytt sumarstörf hjá Rannís

Rannís auglýsir eftir 10 námsmönnum í sumarstörf. Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki stjórnvalda og Vinnumálastofnunar. Umsóknarfrestur er til 21. maí n.k.

Lesa meira
EEA-grants

12.5.2021 : Tækifæri til sóknar á sviði nýsköpunar og orku með rúmenskum fyrirtækjum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Miðvikudaginn 19. maí og fimmtudaginn 20. maí 2021 verður haldinn vefviðburður þar sem íslenskum fyrirtækjum gefst færi á að tengjast fyrirtækjum í Rúmeníu og ræða mögulegt samstarf. 

Lesa meira

12.5.2021 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2021, en umsóknarfrestur rann út 25. mars sl.

Lesa meira

12.5.2021 : Úthlutun Nordplus 2021

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni nærri 8,6 milljónum evra til 256 verkefna og samstarfsneta sem hefjast á árinu 2021.  Alls barst 331 umsókn og sótt var um heildarstyrk upp á 14,8 milljónir evra.

Lesa meira

11.5.2021 : Byrjendanámskeið í umsóknarkerfi Horizon Europe

Þann 27. maí nk. býður Framkvæmdastjórn ESB upp á opið námskeið á netinu fyrir byrjendur í umsóknarkerfi Horizon Europe.

Lesa meira

10.5.2021 : Umsóknarfrestur í nám og þjálfun 11. maí framlengdur til 18. maí

Umsóknarfrestur Erasmus+ í nám og þjálfun hefur verið færður til 18. maí.

Lesa meira

7.5.2021 : Auglýst er eftir umsóknum í doktorsnemasjóð umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir styrkárið 2021

Sjóðurinn styrkir rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2021, kl 15:00.

Lesa meira

7.5.2021 : Tafir hafa orðið á opnun í Horizon Europe

Rannís mun birta upplýsingar um framvindu mála um leið og þær berast. 

Lesa meira

5.5.2021 : Nýtt ráðstefnurit um Vísindaviku norðurslóða

Út er komið ráðstefnurit vegna Vísindaviku norðurslóða sem haldin var dagana 27. mars til 2. apríl, 2020. Ráðstefnuritið er gefið út í samvinnu við Rannís – Rannsóknamiðstöð Íslands, Alþjóðlegu Norðurskautsvísindanefndina (IASC) og Rannsóknaþing Norðursins við Háskólann á Akureyri. Skoða og sækja ráðstefnuritið

Lesa meira
1a-01_1620061629039

3.5.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2022

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2021, kl. 15:00.

Lesa meira
Photo by Ivan Samkov from Pexels

21.4.2021 : Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon Europe

Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið á netinu í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon Europe fimmtudaginn 27. maí næstkomandi kl. 10:00-12:45.

Lesa meira

20.4.2021 : Framhaldsnámskeið í umsóknarskrifum fyrir Horizon Europe

Þann 21. apríl nk. býður Framkvæmdastjórn ESB upp á opið framhaldsnámskeið á netinu í að skrifa árangursríkar umsóknir í Horizon Europe.

Lesa meira

14.4.2021 : Úthlutun úr Vinnustaðanámssjóði 2020

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar Vinnustaðanámssjóðs úthlutað styrkjum til vinnustaðanáms fyrir árið 2020.

Lesa meira

14.4.2021 : Vefstofur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps vorið 2021

Tækifærin í mennta- og æskulýðsstarfi í Evrópu eru bæði mörg og fjölbreytt, ekki síst í ár þegar nýtt tímabil í Evrópusamstarfi hefur hafið göngu sína.

Lesa meira

13.4.2021 : Vel heppnuð opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB

Ný tækifæri í Evrópusamstarfi voru kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. apríl kl. 14:00-16:00, þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB í umsjón Rannís, var hleypt af stokkunum.

Lesa meira

10.4.2021 : Framlengdur umsóknafrestur í Innviðasjóð

Stjórn Innviðasjóðs hefur samþykkt að færa umsóknarfrest í sjóðinn til föstudagsins 23. apríl kl. 15:00.

Lesa meira

9.4.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði

Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. 

Lesa meira
Ungt brosandi fólks

8.4.2021 : Æskulýðssjóður - fyrri úthlutun 2021

Æskulýðssjóði bárust alls 29 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 15. febrúar s.l. Sótt var um styrki að upphæð 24.211.000 kr. 

Lesa meira
It-all-starts

26.3.2021 : Nýtt Erasmus+ tímabil er hafið

Mikil tímamót eru í Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála, en nýrri kynslóð Erasmus+ áætlunarinnar hefur verið ýtt úr vör eftir nokkuð langan aðdraganda. Umsækjendur hér á landi geta nú farið að kynna sér hvað ber hæst í Erasmus+ á tímabilinu 2021-2027 og auglýst hefur verið eftir umsóknum fyrir árið 2021. Áætlunin verður kynnt hér á landi á opnunarhátíð sem verður streymt frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica