Fréttir: 2021

24.9.2021 : Veðurstofan og Sævar Helgi hljóta viðurkenningu fyrir vísindamiðlun

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun föstudaginn 24. september 2021. Að þessu sinni hlutu tveir aðilar viðurkenninguna, Veðurstofa Íslands fyrir miðlun  upplýsinga um hvers kyns náttúruvá og Sævar Helgi Bragason, sem hefur miðlað vísindum til almennings á fjölbreyttan hátt, með sérstakri áherslu á að ná til barna og ungmenna.

Lesa meira

24.9.2021 : Afhending viðurkenningar Rannís fyrir vísindamiðlun - útsending hefst kl. 15:00

 

Visindavaka-2019-4_1631189205164

22.9.2021 : Viðurkenning fyrir vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun 2021 verður veitt í beinu streymi frá Nauthóli föstudaginn 24. september kl. 15:00 - 16:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

Lesa meira

22.9.2021 : Falsfréttir og upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum: Hver er staðan á Íslandi?

Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands verður gestur á þriðja og síðasta Vísindakaffi Rannís miðvikudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Lesa meira

20.9.2021 : Bólusetningar, hvaða máli skipta þær?

Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu verður gestur á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Lesa meira

17.9.2021 : Auglýst er eftir styrkjum úr Tónlistarsjóði

Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum til verkefna sem framkvæmd verða á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2022.

Lesa meira

17.9.2021 : Loftslagsógnin - hvaða tæknilausnir eru í farvatninu?

Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands verður gestur á fyrsta Vísindakaffi Rannís mánudaginn 20. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Lesa meira

17.9.2021 : Umsóknarfrestur framlengdur í Jules Verne, vísinda- og tæknisamstarf Íslands og Frakklands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamningsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. Umsóknarfrestur hefur verið framlendur til 22. september.

Lesa meira

16.9.2021 : Úthlutun úr Doktors­nema­sjóði umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins 2021

Stjórn Doktorsnemasjóðs umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra doktorsnemaverkefna fyrir árið 2021. Alls bárust 8 umsóknir í sjóðinn og voru 4 þeirra styrktar eða 50% umsókna.

Lesa meira

16.9.2021 : Upplýsingadagur COST

Þann 1. október nk. stendur COST fyrir rafrænum upplýsingadegi sem er öllum.

Lesa meira
Magnús Lyngdal Magnússon

15.9.2021 : Kallað eftir umsóknum í Innviðasjóð

Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2021, kl. 15:00.

Lesa meira
Picture1_1625139918098

13.9.2021 : Tækifæri í rannsóknum og þróun á sviði jarðvarma

Við viljum vekja athygli á umsóknarfresti forumsókna þann 4. október nk. í sameiginlegt kall GEOTHERMICA Era-Net og JPP SES í verkefnaflokkinn Accelerating the Heating and Cooling Transition.

Lesa meira
Erna Sif Arnardóttir og Martin Ingi Sigurðsson hljóta Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2021

9.9.2021 : Erna Sif Arnardóttir og Martin Ingi Sigurðsson hljóta Hvatningar­verðlaun Vísinda- og tækniráðs 2021

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís í dag. Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti verðlaunin.

Lesa meira

9.9.2021 : Óskað er eftir tilnefning­um til viður­kenningar fyrir vísinda­miðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun 2021 verður veitt í beinu streymi föstudaginn 24. september kl. 15:00, þar sem Vísindavaka er ekki haldin með hefðbundnum hætti í ár. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

Lesa meira

3.9.2021 : Rannsóknaþing 2021 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 9. september kl. 13.00-14.00 undir yfirskriftinni Árangur í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar. Þingið fer fram í beinni útsendingu á netinu frá Grand Hótel Reykjavík.

Lesa meira

2.9.2021 : Vaxtarsproti ársins er 1939 Games

Fyrirtækið 1939 Games hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, afhenti Vaxtarsprotann 2. september sl. í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Lesa meira
Menntarannsoknasj_mynd_an_texta

1.9.2021 : Auglýst er eftir umsóknum í Mennta­rannsókna­sjóð

Menntarannsóknasjóður styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, náms á framhaldsskólastigi og frístundastarfs. Umsóknarfrestur rennur út 1. október, kl. 15:00.

Lesa meira

1.9.2021 : Hugbúnaðarsérfræðingur

Rannís óskar eftir að ráða hugbúnaðarsérfræðing í fullt starf. Starfið felst í hönnun, hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna-, umsýslu- og upplýsingakerfum fyrir Rannís.

Lesa meira

1.9.2021 : Vísindakaffi í Perlunni

Hellt verður upp á hið sívinsæla Vísindakaffi Rannís í kaffihúsi Perlunnar að þessu sinni og verður boðið upp á áhugaverð viðfangsefni sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið. 

Lesa meira

27.8.2021 : Opið er fyrir umsóknir um Evrópumerkið

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningar­málaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er 4. október nk.

Lesa meira

25.8.2021 : Auglýst er eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til föstudagsins 15. október 2021 klukkan 15:00. 

Lesa meira
EEA-grants

25.8.2021 : Tékknesk tengslaráðstefna til að koma á samstarfsverkefnum tengdum menningararfi

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð EES um samstarfsverkefnin er 1. nóvember nk.   
Lesa meira
Magnús Lyngdal Magnússon

25.8.2021 : Útgáfa Vegvísis um rannsóknar­innviði

Fyrsti íslenski vegvísirinn um rannsóknarinnviði var gefinn út um miðjan júlí sl. af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samstarfi við stjórn Innviðasjóðs og Rannís.

Lesa meira

24.8.2021 : Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er til 5. október 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

24.8.2021 : Auglýst eftir umsóknum í Íþróttasjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð vegna verkefna fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 föstudaginn 1. október 2021.

Lesa meira

23.8.2021 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsstyrkur. Umsóknarfrestur er til 15. september 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

20.8.2021 : Auglýst eftir umsóknum um námsorlof kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2022-2023. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en föstudaginn 1. október 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

19.8.2021 : Tækniþróunarsjóður býður til kynningarfunda

Fyrri fundurinn verður haldinn í streymi þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10:00-11:00 og svo endurtekinn miðvikudaginn 25. ágúst kl. 12:00-13:00 (einnig í streymi). Fundirnir eru öllum opnir en nauðsynlegt að skrá þátttöku.

Lesa meira

17.8.2021 : Starfslaun listamanna 2022

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2022 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009

Lesa meira

17.8.2021 : Styrkir úr Sviðslistasjóði fyrir leikárið 2022/2023

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sviðslistasjóði fyrir leikárið 2022/23 samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr.165 .

Lesa meira

16.8.2021 : Auglýst er eftir umsóknum í Hljóðritasjóð

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita, samkvæmt reglum um Hljóðritasjóð.

Lesa meira

16.8.2021 : Auglýst er eftir umsóknum í Bókasafnasjóð

Bókasafnasjóður styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Sjóðnum er heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan.

Lesa meira
Visindavaka-2019-150_1631203177894

10.8.2021 : Vísindavaka 2021 með nýju sniði

Vísindavaka tekur á sig nýja og lágstemmdari mynd á þessu ári, þar sem staðan í faraldrinum gefur ekki tilefni til að halda stóran viðburð. Þess í stað verður leitað nýrra leiða til að vekja athygli almennings á starfi vísindafólks.

Lesa meira
EEA-grants

10.8.2021 : Uppbyggingarsjóður EES í Slóvakíu auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021.

Lesa meira

1.7.2021 : Sumarlokun skrifstofu Rannís

Skrifstofa Rannís verður lokuð vegna sumarleyfa frá 12. júlí til og með 6. ágúst. Við opnum aftur mánudaginn 9. ágúst.

Menntarannsoknasj_mynd

1.7.2021 : Nýr sjóður til styrktar mennta­rannsóknum

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar nýjan sjóð, Menntarannsóknasjóð, sem styrkja mun hagnýtar menntarannsóknir á öllum skólastigum. Lesa meira

30.6.2021 : Tilnefningar til Vaxtarsprotans 2021

Óskað er eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2021. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Lesa meira

30.6.2021 : Skattfrádráttur nýrra rannsókna- og þróunarverkefna 2021

Opið er fyrir umsóknir um skattfrádrátt vegna nýrra rannsókna- og þróunarverkefna 2021. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti (kl. 23:59) þann 1. október nk.

Lesa meira

25.6.2021 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2021

Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs var haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem var öllum opið á Nauthól fimmtudaginn 24. júní kl. 15:00-17:00 undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.

Lesa meira

22.6.2021 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2021

Hinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem er öllum opið fimmtudaginn 24. júní undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica