Fréttir: 2021

23.12.2021 : Ný skýrsla um þátttöku Íslands í samstafsáætlunum ESB 2014-2020

Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um árangur Íslands í þeim fjórum áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með: Horizon 2020, á sviði rannsókna- og nýsköpunar, Erasmus+ og European Solidarity Corps á sviði menntunar, æskulýðsmála og sjálfboðastarfa og Creative Europe í kvikmyndum og menningu.

Lesa meira

17.12.2021 : Opnunartími Rannís yfir jólin

Rannís mun loka skrifstofunni yfir hátíðarnar frá og með 24. desember og fram yfir áramót.

Við opnum aftur þann 3. janúar 2022. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.   

Pilar Concheiro handhafi Evrópumerksins í tungumálum 2021

16.12.2021 : Nýstárleg spænskukennsla hlýtur Evrópumerkið í tungumálum

Evrópumerkið í tungumálum (European Language Label) var afhent 15. desember við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, en það er veitt annað hver ár á Íslandi fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Viðurkenninguna að þessu sinni hlaut verkefnið Telecollaboration sem er samstarfsverkefni milli spænskudeildar Háskóla Íslands og Háskólans í Barcelona í umsjón Pilar Concheiro, stundakennara við HÍ. 

Lesa meira

13.12.2021 : Uppbyggingarsjóður EES í Póllandi auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tvíhliða samstarfsverkefni á sviði menningar og lista. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar 2022. Styrkupphæðir eru á bilinu 100.000€ - 500.000€

Lesa meira

9.12.2021 : Haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2021

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 63 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri hans að ganga til samninga um nýja styrki. 

Lesa meira

8.12.2021 : Tækniþróunarsjóður úthlutar 3,3 milljörðum til nýrra verkefna á árinu

Haustúthlutunin fer fram í beinni útsendingu frá Grósku fimmtudaginn 9. desember nk. kl. 15:00-15:30.

Lesa meira

7.12.2021 : Rafræn kynning EEN á nýsköpunarstyrkjum Horizon Europe

Kynningin fer fram þann 17. desember nk. kl. 09:00-10:00 og er nauðsynlegt að skrá þátttöku.

Lesa meira

6.12.2021 : Seinni úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2021

Æskulýðssjóði bárust alls 17 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 15. október 2021. Sótt var um styrki að upphæð rúmlega 17 milljónir kr. 

Lesa meira

3.12.2021 : Nýsköpunarsjóður námsmanna auglýsir eftir umsóknum

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2022 kl 15.00.

Lesa meira
Menntarannsoknasj_mynd_an_texta

2.12.2021 : Úthlutun úr Menntarannsóknasjóði 2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Menntarannsóknarsjóði 2021. Alls bárust 23 gildar umsóknir í sjóðinn og hlutu fjórar þeirra styrk að upphæð 72.547.500 kr.

Lesa meira

1.12.2021 : Nordplus auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2022 eru aukið samstarf á öllum námsstigum og undirbúningur að grænni framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2022.

Lesa meira

29.11.2021 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe - félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society)

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 7. og 8. desember nk. í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði félags- og hugvísinda (Culture, Creativity and Inclusive Society).

Lesa meira

25.11.2021 : Stafræn tækifæri fyrir Ísland með nýju DIGITAL Europe áætluninni

DIGITAL Europe er ný styrkjaáætlun ESB sem leggur áherslu á að auka aðgengi að stafrænni tækni til fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila. Í tilefni þess að fyrstu köllin hafa verið birt, bjóða Rannís og fjármála- og efnahagsráðuneytið til kynningar á áætluninni og tengdum stafrænum tækifærum fyrir íslenska aðila þann 2. des. nk.

Lesa meira
Pexels-monstera-7412073

25.11.2021 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2022

Senn líður að lokum þessa viðburðaríka árs hjá Erasmus+ og nýtt ár er handan við hornið. Nú hefur Evrópusambandið tilkynnt um umsóknarfresti sem verða í boði árið 2022 og munu færa íslensku mennta- og æskulýðssamfélagi fjölmörg tækifæri til samstarfs utan landsteinanna. 

Lesa meira

22.11.2021 : Námskeið í jafnréttisáætlunum Horizon Europe (Gender Equality Plan)

Rannís heldur námskeið á netinu 1. desember nk. frá 11:00-12:00 þar sem farið verður yfir jafnréttisáætlanir í Horizon Europe, helstu kröfur og innleiðingarferla.

Lesa meira

18.11.2021 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe - stafræn tækni/digital hluti áætlunarinnar

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 29. nóvember - 3. desember nk. í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði Stafrænnar tækni, iðnaðar og geims.

Lesa meira

18.11.2021 : Arctic Research and Studies 2019 – 2020 framlengt til 31. maí 2022

Áætlunin Arctic Research and Studies 2019 – 2020 veitir sóknarstyrki til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Alltaf er opið fyrir umsóknir.

Lesa meira

18.11.2021 : Sérfræðingur í rannsóknateymi

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís. Starfið felur í sér umsjón með tveimur fagráðum Rannsóknasjóðs; fagráði raunvísinda og stærðfræði og fagráði verkfræði og tæknivísinda, umsjón með Loftslagssjóði og öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnum á þessum fagsviðum með sérstakri áherslu á umhverfismál.

Lesa meira

17.11.2021 : Umsóknarfrestur Bókasafnasjóðs hefur verið framlengdur til 25. nóvember 2021

Athugið að innsendar umsóknir frá því í september eru gildar.

Lesa meira
ESC-CALL-eypbanner-1200x600px

17.11.2021 : European Solidarity Corps auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2022

Evrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2022 í European Solidarity Corps áætluninni sem skapar tækifæri fyrir ungt fólk til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir.

Lesa meira

16.11.2021 : Dagur íslenskrar tungu er í dag

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Við óskum landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Um leið viljum við benda á þrjá sjóði í umsýslu Rannís sem hafa það að markmiði að efla og vernda íslenska tungu.

Lesa meira
Pexels-judit-peter-1766604

11.11.2021 : Vefnámskeið um hvernig forðast megi villur í launauppgjöri í Horizon 2020 verkefnum

Námskeiðið verður haldið 2. desember nk. frá kl. 09:00-11:00 á Youtube. 

Lesa meira
B93A7807

11.11.2021 : Fyrstu samstarfsverkefnum nýrrar áætlunar ýtt úr vör

Á haustmánuðum voru 14 samstarfsverkefni í Erasmus+ valin úr hópi metnaðarfullra umsókna sem bárust Landskrifstofu fyrr á árinu og var þeim hleypt af stokkunum með opnunarfundi í lok október. Þau marka tímamót því þetta eru fyrstu samstarfsverkefni nýs tímabils í Erasmus+ og endurspegla áherslur þess vel.

Lesa meira

1.11.2021 : Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2021.

Lesa meira

1.11.2021 : Opinn kynningarfundur á Patreksfirði

Mennta- og menningarsvið Rannís stendur fyrir opnum kynningarfundi á FLAK á Patreksfirði, miðvikudaginn 3. nóvember kl: 17:00.

Lesa meira

29.10.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Loftslagssjóði

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Umsóknarfrestur er til 9. desember 2021 kl. 15:00.

Lesa meira

26.10.2021 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku fyrir árið 2022 sem eru ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

26.10.2021 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til íslensku­kennslu - viðbótar­úthlutun

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem eru ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Áformað er að verja allt að 150 m.kr. til íslenskukennslu útlendinga árið 2021-22 sem viðbót við fjármagn sem útdeilt er fyrir hvort árið um sig. Úthlutuninni er ætlað að svara aukinni eftirspurn og er miðuð að námskeiðum sem haldin verða síðari hluta árs 2021 og fyrri hluta árs 2022. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

21.10.2021 : Tékkneskt samstarf fyrir íslenska kennara

Uppbyggingarsjóður EES í Tékklandi auglýsir eftir áhugasömum kennurum á öllum skólastigum til að taka þátt í rafrænni tengslaráðstefnu þann 2. desember nk.

Lesa meira

18.10.2021 : Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Ísafjörð heim og býður til hádegisfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 21. október kl. 12:15 – 13:30.

Lesa meira

15.10.2021 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 8. nóvember nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira
Allir saman

14.10.2021 : Dalvíkurskóli og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hljóta Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu

Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu, voru afhent í fyrsta sinn á Íslandi í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 

Lesa meira

14.10.2021 : Stefnt að áframhaldandi velgengni Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins

Framleiðsla metanóls úr CO2 til eldsneytisnotkunar flutningaskipa. Greining á orsökum meðgöngueitrunar sem getur verið lífshættuleg fyrir barnshafandi konur og börn þeirra. Gróðursetning nýrra tegunda plantna á sjálfbæran hátt, sem nýtast sem lífeldsneyti. Þetta eru aðeins fá dæmi um rannsókna- og nýsköpunarverkefni með þátttöku íslenskra aðila sem hafa hlotið styrki úr samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.

Lesa meira

14.10.2021 : Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur í rannsóknaáætlun Evrópusambandsins Horizon Europe

Þann 28. október nk. stendur Rannís og Enterprise Europe Network fyrir námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur Horizon Europe og hvernig þær hafa breyst frá fyrri áætlun Horizon 2020.

Lesa meira
EEA-grants

11.10.2021 : Uppbyggingarsjóður EES í Rúmeníu auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2021.

Lesa meira

11.10.2021 : Upplýsingadagar og tengsla­ráðstefna Horizon Europe

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verða haldnir 25.-29. október í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði Stafrænnar tækni, iðnaðar og geimsHeilbrigðisvísinda og Fæðuöryggis, lífhagkerfis, landbúnaðar og umhverfismála. #HorizonEu

Lesa meira

8.10.2021 : Auglýst er eftir verkefnum er styðja við líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi lands og sjávar

Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 12. október 2021 frá kl. 09:00 - 10:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

Lesa meira

6.10.2021 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ/Þróunarfræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði fyrir Fræ/Þróunarfræ 2021.

Lesa meira
Evrópusamvinna - uppskeruhátíð

1.10.2021 : Samið um þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins

Þann 24. september sl. var tilkynnt formlega um áframhaldandi aðild EES/EFTA ríkjanna að nýrri kynslóð samstarfsáætlana Evrópusambandsins 2021-2027, en Rannís hefur umsjón með helstu áætlunum sem Ísland tekur þátt í. 

Lesa meira
Eurostars-logo

30.9.2021 : Rafrænn kynningarfundur um Eurostars-3

Rannís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bjóða til rafræns kynningarfundar um Eurostars-3, þriðjudaginn 12. október 2021 kl. 14:30–15:30 á Zoom. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica