Tékkneskt samstarf fyrir íslenska kennara

21.10.2021

Uppbyggingarsjóður EES í Tékklandi auglýsir eftir áhugasömum kennurum á öllum skólastigum til að taka þátt í rafrænni tengslaráðstefnu þann 2. desember nk.

Tilgangurinn með tengslaráðstefnunni er að auðvelda leit að samstarfsaðilum og undirbúning og þróun umsókna í Uppbyggingasjóð EES fyrir næsta umsóknarfrest sem er í febrúar 2022. Um er að ræða 12-18 mánaða tvíhliða samstarfsverkefni tékkneskra skóla með samstarfsaðilum frá Íslandi, Noregi og/eða Liechtenstein. Styrkupphæð hvers verkefnis er á bilinu 20.000 € – 150.000 €.

Tengslaráðstefnan verður leidd af tékkneskum aðilum og fer fram á ensku þann 2. desember kl. 12:00 - 14:00. Þemað er alþjóðlegt samstarf og sérstök áhersla er lögð á inngildingu, lýðræði og borgaravitund. Hægt er að sækja um samstarfsverkefni sem innihalda heimsóknir kennara, skipulagningu vinnustofa fyrir nemendur og kennara, gerð nýs námsefnis og m.fl

Áhugasöm vinsamlega skrái sig fyrir 19. nóvember nk. 

Skrá þátttöku

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi með því markmiði að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu.

  • Boðsbréf á tengslaráðstefnuna, pdf .
  • Upplýsingar um umsóknarfrestinn í febrúar, pdf.

EEA-grants

Þetta vefsvæði byggir á Eplica