Fréttir: mars 2022

31.3.2022 : Creative Europe styrkir bókmenntaþýðingar

Áætlunin veitir útgefendum styrki til þýðinga, kynninga og dreifinga skáldverka til annarra landa. Næsti umsóknarfrestur er 31. maí 2022. 

Lesa meira

30.3.2022 : Stafgrænt Ísland í Evrópu – Kynning í Grósku

Þann 5. apríl kl. 13:30 verður haldin kynning á European Digital Innovation Hub (EDIH) og Digtial Europe styrktaráætluninni í Grósku. 

Lesa meira

29.3.2022 : Gagnatorg Rannís opnar

Í dag var Gagnatorgi Rannís hleypt af stokkunum, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunarmála opnaði Gagnatorgið formlega fyrir hönd Rannís. 

Lesa meira

21.3.2022 : Einstakur árangur Íslands í rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020

Síðla árs 2021 gaf Rannís úr skýrsluna Þátttaka Íslands í samstarfs­áætlunum Evrópusambandsins 2014-2020. Í skýrslunni er meðal annars að finna upplýsingar um árangur Íslands í Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. 

Lesa meira

18.3.2022 : Auglýst eftir styrkjum úr Tónlistarsjóði

Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarfólki og tónsköpun þess.

Lesa meira

17.3.2022 : Auglýst eftir umsóknum í Markáætlun í tungu og tækni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Markáætlun í tungu og tækni fyrir styrkárin 2022-2024. Umsóknarfrestur er 28. apríl 2022 kl. 15:00.

Lesa meira

14.3.2022 : Creative Europe styrkir lista- og menningarverkefni á öllum sviðum

Umsóknarfrestur samstarfsverkefna í menningarhluta Creative Europe hefur verið framlengdur til 5. maí nk. 

Lesa meira

10.3.2022 : Rannís tekur þátt í nýju verkefni um raunfærnimat

Austurríska verkefnið INterconnection/INnovation/INclusion: Austrian contributions to the EHEA 2030 (3-IN-AT-PLUS) hlaut nýverið styrk úr þeim hluta Erasmus+ áætlunarinnar sem ætlað er að styðja yfirvöld á Evrópska háskólasvæðinu við að ná markmiðum Bologna ferlisins. 

Lesa meira

10.3.2022 : Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Umsóknarfrestur er 7. apríl 2022, kl. 15:00.

Lesa meira

8.3.2022 : Heimsókn háskóla-, iðnaðar og nýsköpunaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar heimsótti Rannís á dögunum og fræddist um fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar.

Lesa meira
Gj7ekdky_1646670272355

8.3.2022 : NOS-HS auglýsir eftir umsóknum um vinnusmiðjur

NOS-HS, samstarfsnefnd norrænna rannsóknaráða á sviði hug- og félagsvísinda, býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja. Umsóknarfrestur er 28. apríl 2022.

Lesa meira
03c05777

7.3.2022 : Opnað fyrir umsóknir um námsstyrki í nýjan UK-Iceland Explorer sjóð

UK-Iceland Explorernámsstyrkjasjóðurinn er liður í auknu samstarfi milli Íslands og Bretlands á sviði menntunar, rannsókna, nýsköpunar og geimvísinda, en samkomulag þess efnis var undirritað síðastliðið sumar. Umsóknarfrestur er 7. apríl kl. 15:00.

Lesa meira

4.3.2022 : Opnað fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt

Opnað hefur verið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna sem staðfest voru 2021. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2022.  

Lesa meira

4.3.2022 : Kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð EES – tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki

Rannís, Íslandsstofa og Orkustofnun standa að kynningarfundi í Sjávarklasanum og rafrænt þriðjudaginn 8. mars nk. frá 13:00-14:00 um tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.

Lesa meira

4.3.2022 : Vel heppnaður fundur um áskoranir samtímans, leiðangra innan Horizon Europe

Þann 24. febrúar sl. stóð Rannís fyrir kynningar- og samráðsfundi með stjórnendum lykilráðuneyta, forsvarsmönnum stofnana og hagaðila til að fjalla um leiðangra, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB sem beinast að loftslags- og umhverfisbreytingum

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica