Fréttir: október 2023

30.10.2023 : Creative Europe auglýsir styrki til samstarfsverkefna

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2024 og markmiðið er að efla nýsköpun á öllum sviðum skapandi greina.

Lesa meira
Agust_hjortur_ingthorsson-1200x800px

27.10.2023 : Einhyrningar og opinber stuðningur við rannsóknir og nýsköpun

Fyrr á þessu ári var fyrirtækið Kerecis selt til danskra aðila fyrir um 1.3 milljarða dollara eða um 180 milljarða íslenskra króna og varð þannig fyrsti íslenski einhyrningurinn. Það hugtak varð til í Kísildalnum og er notað um sprotafyrirtæki sem seld eru fyrir meira en einn milljarð dollara. Hugtakið á væntanlega að gefa til kynna að hið ævintýralega hafi gerst – því eins og öll vita þá eru einhyrningar ekki til nema í þjóðtrú og ævintýrum.

Lesa meira
Nyskopunarthing3

26.10.2023 : PayAnalytics hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023

Hugbúnaður til að greina launagreiðslur og mæla og loka launabilum.

Lesa meira
Menntarannsoknasj_mynd_an_texta

26.10.2023 : Auglýst er eftir umsóknum í Mennta­rannsókna­sjóð

Menntarannsóknasjóður Mennta- og barnamálaráðuneytis styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs. Umsóknarfrestur rennur út 23. nóvember, kl. 15:00.

Lesa meira

20.10.2023 : Íslenskukennsla fyrir útlendinga

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er 5. desember 2023.

Lesa meira

19.10.2023 : Umsóknarfrestir í CE MEDIA 2023 og 2024 fyrri hluta árs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nokkra sjóði CE MEDIA. Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa Rannís þegar vinna við umsóknir hefst. Einnig er lykilatriði að hefja vinnu við umsóknir hið fyrsta.

Lesa meira
Myndir-2023-73

10.10.2023 : Matthias Baldursson Harksen bar sigur úr býtum á VísindaSlammi

Fjórir keppendur kepptu í lifandi vísindamiðlun á VísindaSlammi Rannís á dögunum og fengu áhorfendur að kjósa besta vísindamiðlarann.

Lesa meira
NTh23-samf-1024x768

9.10.2023 : Nýsköpunarþing 2023 - Líf í lífvísindum

Nýsköpunarþing 2023 verður haldið fimmtudaginn 26. október í Grósku frá kl. 13:30-15.00.

Lesa meira
Hópur fólks stillir sér upp á mynd

6.10.2023 : Þátttakendur í COST nýsköpunarverkefni (CIG) funda á Íslandi

Dagana 6.-8. september 2023 hittust um 50 vísindamenn og sérfræðingar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma fyrir CIG verkefnið " IMproving Preclinical Assessment of Cardioprotective Therapies " (IMPACT), sem hefur hlotið nýsköpunarstyrk (Innovation Grant) innan COST áætlunarinnar (European Cooperation in Science and Technology) sem styrkt er af Evrópusambandinu.

Lesa meira
Fyrirtækjastyrkur Fræ

6.10.2023 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ og Þróunarfræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði  Fræ/Þróunarfræ fyrir árið 2023.

Lesa meira

4.10.2023 : Vísindavaka mikilvægur viðburður til að opna huga ungs fólks á vísindum og rannsóknastarfi á Íslandi

Heill heimur vísinda var í boði fyrir gesti Vísindavöku í Laugardalshöllinni þar sem okkar fremsta vísindafólk sýndi og sagði frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt.

Lesa meira

4.10.2023 : Guðrún Jónsdóttir Bachmann hlaut heiðursviðurkenningu Rannís fyrir ötult starf í þágu Vísindavöku

Allt frá upphafi Vísindavöku á Íslandi hefur Guðrún verðið ómissandi drifkraftur í undirbúningi og framkvæmd Vísindavöku. Rannís vill með viðurkenningunni þakka Guðrúnu fyrir frábært samstarf og innblástur á sviði vísindamiðlunar í gegnum árin. 

Lesa meira

3.10.2023 : Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe - félags- og hugvísindi

Dagana 18.-19. október stendur framkvæmdastjórn ESB fyrir upplýsingadegi og tengslaráðstefnu um næstu köll í klasa 2, félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society). Um er að ræða viðburð á netinu. 

Lesa meira

2.10.2023 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 11. til 19. október nk. í tengslum við vinnuáætlun klasa 4, stafræn tækni, iðnaður og geimur (Digital, Industry & Space). Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica