Creative Europe auglýsir styrki til samstarfsverkefna

30.10.2023

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2024 og markmiðið er að efla nýsköpun á öllum sviðum skapandi greina.

Fyrir hverja: Stofnanir, félög og fyrirtæki á sviði menningar og skapandi greina. Kjarni áætlunar að verkefni hafi skýra evrópska tengingu/evrópska vídd.

 1. Samstarfsverkefni (Small scale) minnst þrjú samstarfslönd og styrkur allt að 200.000 evrur og 80% framlag
 2. Samstarfsverkefni (Medium scale) minnst fimm samstarfslönd og styrkur allt að 1.000.000 evrur og 70% framlag.

  Nánari upplýsingar

Leitað er eftir nýsköpun á öllum sviðum skapandi greina, t.d. tækninýjungar og leiðir til að nálgast mismunandi markhópa, þjóðfélagshópa, dreifðar byggðir og miðlun milli landa í Evrópu.

Nýsköpun getur átt við félagslegt jafnrétti, kynjajafnrétti, jafnt aðgengi, inngildingu. Berjast gegn loftslagsvá, heilsufarsógnum þá sérstaklega geðheilbrigði ungs fólks.

Annað tveggja markmiða komi fram í verkefnisumsókn:

 1. Evrópskt samstarf í sköpun og miðlun evrópskrar menningar og lista, auk þess að koma listafólki á framfæri landa á milli.
 2. Nýsköpun, evrópskar skapandi greinar styrki og næri hæfileikafólk sem leiði til atvinnusköpunar og vaxtar.

Úthlutanir til íslenskra þátttakenda: Úthlutanir | Rannsóknamiðstöð Íslands (rannis.is)

Skilgreind forgangsatriði umsækjendur velji amk. eitt af neðangreindum atriðum

 1. Aukið aðgengi og þátttaka í menningu og listum
 2. Félagsleg inngilding
 3. Sjálfbærni
 4. Rafrænar lausnir
 5. Alþjóðleg vídd/samstarf
 6. Árleg skilgreind forgangsatriði / 2024 Stuðningur við Úkraínska menningar og listasviðið

Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á ensku í samvinnu við nokkur Evrópulönd 8. nóvember kl. 14:00 - Skráning

Væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að leita nánari upplýsinga og aðstoðar.

Rafræn vefstofa sérfræðinga Rannís um styrki og tækifæri fyrir skapandi greinar innan ESB verður haldin mánudaginn 6. nóvember kl. 13:00 - Frétt á vef Rannís
Þetta vefsvæði byggir á Eplica