Þátttakendur í COST nýsköpunarverkefni (CIG) funda á Íslandi

6.10.2023

Dagana 6.-8. september 2023 hittust um 50 vísindamenn og sérfræðingar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma fyrir CIG verkefnið " IMproving Preclinical Assessment of Cardioprotective Therapies " (IMPACT), sem hefur hlotið nýsköpunarstyrk (Innovation Grant) innan COST áætlunarinnar (European Cooperation in Science and Technology) sem styrkt er af Evrópusambandinu.

  • Hópur fólks stillir sér upp á mynd

Verkefnið sem hófst árið 2022 lauk með fundinum í Reykjavík. Gestgjafi og skipuleggjari var George Kararigas, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 

Forveri IMPACT var COST verkefnið „Realising the therapeutic potential of novel cardioprotective therapies" (EU-CARDIOPROTECTION) , og eru bæði þessi verkefni undir stjórn prófessors Derek Hausenloy.

Verkefni sem hljóta nýsköpunarstyrk innan Cost eru verkefni sem eru talin líkleg til að ná árangri við að tengja grunnrannsóknir við markaðinn. Hvort sem um er að ræða vöru, bætta þjónustu eða samfélagslegan ávinning. 

Um nýsköpunarstyrk COST verkefna 

In English









Þetta vefsvæði byggir á Eplica