Miriam Petra, sérfræðingur hjá Rannís, er tilnefnd í flokki brautryðjanda sem hafa stuðlað að fjölbreytileika, jafnrétti, inngildingu og réttinum að tilheyra í sínum samfélögum. Rannís er tilnefnt í flokki fyrirtækja og stofnana sem fjölbreyttur vinnustaður þar sem allar raddir fá að heyrast, starfsfólk hefur jöfn tækifæri, dafnar og er metið að verðleikum.
Lesa meira
Námskeiðið er um ungmennaskipti í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar og er fyrir íþróttafélög, íþróttahreyfingar, íþróttasamtök. Námskeiðið fer fram þann 12. september næstkomandi.
Lesa meira
Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er 16. október 2023 klukkan 15:00.
Lesa meira
Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.
Lesa meira
Umsóknarfrestur um undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, norræn tungumál er 2. október 2023.
Lesa meira
Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, mánudaginn 2. október 2023.
Lesa meira
Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 16. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira
Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2023. Umsóknarfrestur er 2. október 2023 kl. 24:00.
Lesa meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2024-2025. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en 6. október næstkomandi, kl. 15:00.
Lesa meira
Euroguidance og Eurodesk á Íslandi bjóða upp á kynningu á tækifærum sem Rannís býður upp á, á vegum Landskrifstofu Erasmus+ , European Solidarity Corps og Nordplus .
Lesa meira
Þann 28. ágúst næstkomandi kl. 12:00 verður rafrænn upplýsingafundur haldinn um næsta umsóknarfrest í Nordplus en þá verður hægt að sækja um styrk til að fara í undirbúningsheimsóknir.
Lesa meira
Auglýst er eftir umsóknum tengdum orkuskiptum. Bendum einnig á margskonar viðburði og fundi tengda kallinu.
Lesa meira
Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 5. október 2023, kl. 15:00.
Lesa meira
Landskrifstofu Erasmus+ var heiður að taka þátt í hápunkti Hinsegin daga 2023, Gleðigöngunni, þann 12. ágúst. Sólin skein skært og fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. En þó að Hinsegin dögum sé lokið er vert að hafa í huga yfirskrift þeirra allt árið um kring: Baráttan er ekki búin. Hún heldur áfram svo lengi sem misrétti fyrirfinnst í samfélaginu og til að leggja henni lið eru ýmsir styrkir í boði.
Lesa meira
Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu. Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, 2. október 2023.
Lesa meira
Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki
til starfsemi atvinnusviðslistahópa 2024/25. Umsóknarfrestur er til 2. október 2023 kl. 15:00
Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestur er til 15. september 2023 kl. 15:00
Lesa meira
Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður. Umsóknarfrestur er 15. september 2023, kl. 15:00.
Lesa meira
Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 24. ágúst næstkomandi verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.
Lesa meira
Í tilefni framkvæmdadaga Horizon (Horizon Implementations Days) er boðið upp á þrjá fundi á netinu í október næstkomandi.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.