Auglýst eftir umsóknum um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna

21.8.2023

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2023. Umsóknarfrestur er 2. október 2023 kl. 24:00.

Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Umsóknir:

Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, handbók skattfrádráttar, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu Skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna.

Bráðabirgðaákvæði framlengd fyrir rekstrarárin 2023-2024/gjaldaárin 2024-2025.

Fyrir rekstrarárin 2020 og 2021 komu til sérstök bráðbirgðaákvæði í lögum nr. 152/2009, sem voru hluti af auknum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki vegna Covid-19 sem Alþingi samþykkti í maí 2020. Samkvæmt þessum ákvæðum nam skattfrádrátturinn 35% af styrkhæfum kostnaði að hámarki 1.1 milljarð kr. í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja.

Þessi bráðabirgðaákvæði hafa verið framlend tvisvar á árinu 2022, þannig að eftir seinni breytinguna  gildir að hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti árin 2024 og 2025 (vegna verkefna á árunum 2023 og 2024) skal áfram vera 1,1 milljarður kr. (eftir tímabundna lækkun 2022 í 1 milljarð kr.) og þar af skal heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200 miljónir kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- eða þróunarvinnu skv. 6. gr. laganna.

Hámark skattafrádráttar getur því orðið allt að 385.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 275.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum árin 2024 og 2025 (vegna verkefna sem framkvæmd eru og sótt er um á árunum 2023 og 2024).

Hugtakið lítið og meðalstórt fyrirtæki (SME) í tengslum við framangreind hámörk og endurgreiðsluhlutföll.

Þegar hámörk og endurgreiðsluhlutföll eru ákvörðuð, er áréttað að horfa þarf til heildarsamstæðu og eignarhalds þess fyrirtækis sem sækir um og hvort önnur fyrirtæki innan sömu samstæðu sækja einnig um skattfrádrátt.

Rannís leggur til að umsækjendur fari í gegnum sjálfsmat/útreikninga til að sannreyna rétta stærðaflokkun fyrirtækisins. Hægt er að nálgast rétta skilgreiningu og verklag til staðfestingar á stærð fyrirtækisins, á neðangreindum veftenglum (kemur einnig sjálfvirkt fram í umsókn).


Skoða sjálfsmat/útreikninga   

Einnig er vert að kynna sér vel skilgreiningu ESB/ESA á SME á vef ESB.

Skoða skilgreiningu ESB/ESA

Umsóknir:

Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, handbók skattfrádráttar, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu Skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna.

In English

Þetta vefsvæði byggir á Eplica