Fréttir: desember 2022

23.12.2022 : Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Rannís lokar skrifstofunni yfir hátíðirnar frá og með 24. desember og fram yfir áramót. Við opnum aftur þriðjudaginn 3. janúar 2023. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. 

Lesa meira

21.12.2022 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð fyrir árið 2023. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2023 kl. 15:00. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sjóðurinn styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og Aðalnámskrá.

Lesa meira

21.12.2022 : Opið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vinnustaðanámssjóði. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámsskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2023 kl. 15:00. 

Lesa meira

21.12.2022 : Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe: Félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society)

Upplýsingadagur og tengslráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verða haldnir 17. janúar og 18. og 19. janúar 2023 í tengslum við vinnuáætlun klasa 2. Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira

21.12.2022 : Upplýsingadagar Leiðangra (Missions) í Horizon Europe

Upplýsingadagar Framkvæmdastjórnar ESB verða haldnir 17. janúar og 18. janúar 2023 í tengslum við vinnuáætlun Leiðangra. Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira

21.12.2022 : Úthlutun námsorlofa kennara og stjórnenda í framhaldsskólum

Námsorlofsnefnd hefur skv. reglugerð 762/2010 um námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla veitt orlof til alls 39 stöðugilda fyrir veturinn 2023 - 2024.

Lesa meira
LL_logo_blk_screen

17.12.2022 : Úthlutun listamannalauna 2023

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2023. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun. 

Lesa meira

13.12.2022 : Nýsköpunarsjóður námsmanna auglýsir eftir umsóknum

Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 13. febrúar nk. klukkan 15:00. Var áður 6. febrúar 2023 kl 15:00. 
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.

Lesa meira

13.12.2022 : Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe: Heilbrigðismál (Health)

Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 19. janúar og 20. janúar 2023 í tengslum við vinnuáætlun klasa 1 um heilbrigðismál. Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira
Styrkthegar

12.12.2022 : Styrkur frá Tækniþróunarsjóði ákveðinn gæðastimpill fyrir vörur og þjónustu í þróun

Áhrifamat Tækniþróunarsjóðs fyrir árin 2014-2018 var kynnt á haustfundi sjóðsins í Grósku í dag. Í matinu kemur meðal annars fram að styrkur úr sjóðnum leiddi til nýrra frumgerða á vöru eða þjónustu hjá 91% styrkþega.

Lesa meira
Untitled-design-8-

12.12.2022 : Nordplus Café: Um næsta umsóknarfrest

Mánudaginn 9. janúar kl. 12:00 verður haldinn rafrænn kynningarfundur um næsta umsóknarfrest í Nordplus. Fundurinn kemur til með að fjalla um og fara yfir góð ráð varðandi umsóknarskrif. Vinsamlegast skráið þátttöku hér fyrir föstudaginn 6. janúar 2023.

Lesa meira

11.12.2022 : Rafrænn upplýsingadagur European Innovation Council (EIC)

Vinnuáætlun Evrópska nýsköpunarráðsins 2023 verður kynnt á heilsdags netviðburði þann 13. desember 2022 milli kl. 8:30 – 16:00. 

Lesa meira

8.12.2022 : Creative Europe: Styrkir til fjölmiðlaverkefna-samstarf/ Journalism Partnerships

Creative Europe styrkir aukið samstarf fjölmiðla sem meðal annars á að leiða til nýjunga í viðskiptaháttum, framleiðslu og dreifingu.

Lesa meira

8.12.2022 : Rafrænir upplýsingadagar - styrkir í Creative Europe MEDIA

Um er að ræða rafræna upplýsingamiðlun og leiðbeiningar á styrkjamöguleikum innan áætlunarinnar og standa yfir frá desember 2022 til febrúar 2023.

Lesa meira

7.12.2022 : Haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 60 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri að ganga til samninga um nýja styrki.

Lesa meira

7.12.2022 : Haustfundur Tækniþróunarsjóðs

Haustfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn mánudaginn 12. desember, kl. 15:00-16:00 í Grósku.

Lesa meira

5.12.2022 : Alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn er í dag!

Af því tilefni býður Rannís upp á kynningarpartý í Stúdentakjallaranum milli kl.20:00 - 22:00 á evrópsku sjálfboðastarfi fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Starfsfólk Rannís mun kynna tækifærin og evrópskir sjálfboðaliðar sem staðsettir eru á Íslandi munu kynna sín verkefni. Boðið verður upp á léttar veitingar og spunahópurinn Eldklárar og eftirsóttar verða með spunaatriði um sjálfboðaliðastarf á ensku.

Lesa meira

5.12.2022 : Upplýsingadagar Rannís fyrir Horizon Europe

Rannís stendur fyrir opnum kynningarfundum á netinu um Horizon Europe í desember 2022 og janúar 2023!

Lesa meira

2.12.2022 : Upplýsingadagur Horizon Europe: Víðtækari þátttaka og efling evrópska rannsóknasvæðisins (Widera)

Upplýsingadagur Framkvæmdastjórnar ESB verður haldinn 12. desember nk. um nýja vinnuáætlun 2023-2024. Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica