Nordplus Café: Um næsta umsóknarfrest

12.12.2022

Mánudaginn 9. janúar kl. 12:00 verður haldinn rafrænn kynningarfundur um næsta umsóknarfrest í Nordplus. Fundurinn kemur til með að fjalla um og fara yfir góð ráð varðandi umsóknarskrif. Vinsamlegast skráið þátttöku hér fyrir föstudaginn 6. janúar 2023.

  • Untitled-design-8-

 Við munum fara í gegnum ferlið, umsóknarkerfið Espresso og hvað á að hafa í huga þegar skrifuð er umsókn. Ef þið hafið í huga að sækja um styrk til verkefna eða viljið heyra meira um umsóknarferlið þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið kunnið að hafa. Starfsfólk Nordplus verður á staðnum og svarar öllum spurningum sem þið kunnið að hafa.

Fundurinn fer fram á ensku. Vinsamlegast skráið þátttöku hér fyrir föstudaginn 6. janúar 2023.

Nánar á Nordplusonline.org

Nordplus á Facebook
Þetta vefsvæði byggir á Eplica