Ávinningurinn fyrir einstaklinga sem taka þátt í Erasmus+ er vel þekktur og margþættur. Hins vegar hefur minna verið rætt um áhrifin sem þátttaka starfsfólks hefur á stofnanirnar sem það starfar við. Landskrifstofa Erasmus+ stóð nýverið fyrir ráðstefnu um hvernig háskólar geta nýtt ferðir starfsfólks út fyrir landsteinana til að ná markmiðum sínum og skapa umhverfi þar sem alþjóðlegt samstarf er sett í forgrunn.
Lesa meiraVakin er athygli á því að níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin á Akureyri, 14. - 16. október 2024. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum.
Lesa meiraViltu stuðla að þátttöku ungs fólks í alþjóðlegu samstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að verða hluti af æskulýðsteymi Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps. Starfið felur í sér að kynna þau tækifæri sem bjóðast í evrópsku samstarfi fyrir þeim sem starfa með ungu fólki í sjálfboðastörfum og samfélagsverkefnum og hafa umsjón með umsóknum og verkefnum sem styrkt eru af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins. Umsóknarfrestur er liðinn og umsóknaferli í gangi.
Ný úttekt á árangri Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi sýnir fram á jákvæð áhrif áætlananna á íslenskt menntakerfi og æskulýðsstarf. Umsóknarferlið mætti einfalda en þjónusta Landskrifstofu veitir umsækjendum og styrkhöfum mikilvægan stuðning.
Lesa meiraÞróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2024.
Lesa meiraStarfsfólk Rannís hjá Uppbyggingarsjóði EES tók á móti þremur fulltrúum pólska menningarráðuneytisins þann 4. júní síðastliðinn.
Lesa meiraUpplýsingafundurinn er á vegum framkvæmdastjórnar ESB og verður haldinn þann 7. júní 2024.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.