Fréttir: nóvember 2023

29.11.2023 : Erasmus+ býður í aðventukaffi

Fimmtudaginn 7. desember kl. 14:30 hjá Rannís, Borgartúni 30.

Langar þig að fræðast um Erasmus+ áætlunina og þau tækifæri sem eru í boði með óformlegu kaffispjalli á aðventunni?

Lesa meira

29.11.2023 : Hljóðritasjóður seinni úthlutun 2023

Alls bárust 180 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar á umsóknarfresti 15. september 2023. Stjórn Hljóðritasjóðs veitir samtal 24 milljónum til 70 hljóðritunarverkefna í þessari úthlutun.  

Lesa meira

28.11.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2024

Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2024. Alls munu 4,3 milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af 13 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti. 

Lesa meira

28.11.2023 : Creative Europe vinnustofa um samstarfsverkefni

Creative Europe / Rannís – býður til vinnustofu um umsóknarferil evrópskra samstarfsverkefna fimmtudaginn 7. desember næstkomandi kl. 10:00 

Lesa meira

24.11.2023 : Auglýst er eftir umsóknum í nýjan Tónlistarsjóð

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Rannís að sinna fyrstu úthlutun nýs Tónlistarsjóðs fyrir hönd, og í samvinnu við, Tónlistarmiðstöð. Umsóknarfrestur rennur út 12. desember 2023, kl. 15:00.

Lesa meira

24.11.2023 : Námskeið fyrir byrjendur í umsóknaskrifum í Horizon Europe

Sérfræðingar Rannís bjóða upp á tvö námskeið í umsóknarskrifum þann 4. og 5. desember nk. frá klukkan 9:00-12:00. Fyrra námskeiðið verður haldið á staðnum og er takmarkaður sætafjöldi í boði. Seinna námskeiðið er á netinu.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-4-

23.11.2023 : Ísland í fremstu röð, í stuðningi við rannsóknir og þróunarverkefni fyrirtækja, samkvæmt úttekt OECD

Efnahags- og framfarastofnunin (e. Organization for Economic Cooperation and Development; OECD) hefur birt úttekt á áhrifum skattfrádráttar til fyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarverkefna á Íslandi. Rannís sér um að staðfesta rannsóknar- og þróunarverkefni, sem er forsenda þess að fyrirtæki geti sótt skattfrádrátt.

Lesa meira

23.11.2023 : Æskulýðssjóður seinni úthlutun 2023

Æskulýðssjóði bárust alls 14 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 16. október s.l.

Lesa meira

23.11.2023 : Rafrænn kynningarfundur um Nordplus

Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig. Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrk er 1. febrúar 2024 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 8. desember 2023 kl. 10:00 - 11:00. 

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-3-

23.11.2023 : Opið fyrir köll í nýsköpunarsjóð framkvæmdastjórnar ESB

Kynningarfundir verða haldnir 30. nóvember og 7. desember

Lesa meira

22.11.2023 : Opið fyrir umsóknir í Digital Europe

Þann 21. nóvember sl. opnaði fimmta umferð Digital Europe áætlunarinnar og er umsóknarfrestur 21. mars 2024.

Lesa meira

21.11.2023 : Veist þú hvað "cascade" fjármögnun er?

Cascade fjármögnun er ákveðin aðferð Evrópusambandsins til að dreifa opinberu fé og skapa tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að innleiða eða þróa t.d. stafræna tækni.

Lesa meira

21.11.2023 : Ný og uppfærð vefsíða eykur aðgengi að upplýsingum um nám erlendis

Nýr vefur Upplýsingastofu um nám erlendis, Farabara.is , fór í loftið á dögunum í stórlega endurbættri útgáfu sem virkar mun betur í snjalltækjum en áður. Farabara.is er alhliða upplýsingavefur fyrir öll þau sem hyggja á nám erlendis.

Lesa meira

20.11.2023 : Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu og gæðaviðurkenningar eTwinning

Verzlunarskóli Íslands hlaut á dögunum Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu fyrir verkefnið „Technology in Education and Every Day Life – The Path to Digital Citizenship. Verðlaunaafhendingin fór fram þann 14. nóvember á KEX Hostel og við sama tilefni voru veittar gæðaviðurkenningar eTwinning.

Lesa meira
RAN01227

16.11.2023 : Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag hlýtur Evrópumerkið

Þann 14. nóvember fór fram evrópsk verðlaunaafhending fyrir nýsköpun í menntun. Þar veitti forstöðumaður Rannís, Ágúst H. Ingþórsson Evrópumerkið fyrir hönd mennta- og barnamálaráðherra, en það er viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumálakennslu. 

Lesa meira

16.11.2023 : Úthlutun úr Loftslagssjóði

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.  

Lesa meira

14.11.2023 : Alþjóðastarf í starfsmenntun, það borgar sig!

Málstofa um alþjóðastarf í starfsmenntun verður haldin á Nauthóli, mánudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:30. Kynnt verður rannsókn sem gerð var meðal nemenda í starfsmenntun sem hafa farið í starfsþjálfun til Evrópu með styrk frá Erasmus+ áætluninni, en þau telja reynsluna verulega verðmæta, bæði faglega og félagslega. 

Lesa meira
Taeknithrounarsjodur-haustfundur-2023

14.11.2023 : Haustfundur Tækniþróunarsjóðs 2023

Haustfundur Tækniþróunarsjóðs 2023 verður haldinn fimmtudaginn 14. desember, kl. 15:00-16:00 í Grósku.

Lesa meira

9.11.2023 : Samtal um græna styrki á Egilsstöðum

Rannís, Samband íslenskra sveitarfélagaAusturbrú og Eygló standa fyrir opnum fundi um græna styrki á Egilsstöðum þann 30. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
Starfsfólk á bifreiðaverkstæði

8.11.2023 : Framlengdur umsóknarfrestur í Vinnustaðanámssjóð

Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 10. nóvember kl. 15.00.

Lesa meira

8.11.2023 : Rannís kynnir nám á Íslandi í Færeyjum

Rannís tók þátt í kynningardegi sem haldinn var í Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum fyrir nemendur á lokaári í færeyskum framhaldsskólum. Vegleiðingastova Færeyja stóð fyrir viðburðinum og var þetta í tuttugasta sinn sem slíkur viðburður er haldinn. 

Lesa meira

8.11.2023 : Samtal um græna styrki á Ísafirði

Rannís, Samband íslenskra sveitarfélaga og Vestfjarðastofa munu standa fyrir opnum fundi á Ísafirði þann 27. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

7.11.2023 : Ungmenni á Norðurlöndunum krefjast breytinga til sjálfbærni!

Dagana 1.-3.nóvember 2023 fór fram ungmennaráðstefna á vegum verkefnisins Menntun til sjálfbærni sem Rannís leiðir fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar, en ráðstefnan var skipulögð í samvinnu við Samfés. Á ráðstefnunni voru saman komin hátt í 70 ungmenni frá öllum Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðum Norðurlandanna. 

Lesa meira

7.11.2023 : Samstarf milli Bretlands og Íslands á sviði rannsókna á norðurslóðum

Um er að ræða nýtt samstarf (United Kingdom – Iceland Arctic Science Partnership Scheme) fyrir vísindafólk með aðsetur í Bretlandi og Íslandi að sækja sameiginlega um allt að 20 þúsund pund vegna rannsóknaverkefna 2024-2025. 

Lesa meira

6.11.2023 : Samtal um græna styrki á Akureyri

Rannís og Samband Íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við SSNE og Eim, standa fyrir opnum hádegisfundi á Akureyri þann 22. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
NORDPLUS-Keyboard-button

3.11.2023 : Opið er fyrir umsóknir í Nordplus 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2024 er að efla menntasamstarf til að stuðla að samfélagslega sjálfbærri framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2024.

Lesa meira
Morgunverdarfundur-22.11.2023

1.11.2023 : Morgunverðarfundur fyrir náms- og starfsráðgjafa

Euroguidance og Félag náms- og starfsráðgjafa bjóða til morgunverðarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa, miðvikudaginn 22. nóvember.

Lesa meira

1.11.2023 : Styrkir og tækifæri fyrir skapandi greinar innan ESB

Vefstofa fyrir stofnanir, félög og fyrirtæki mánudaginn 6. nóvember næstkomandi kl. 13:00. Nauðsynlegt að skrá sig.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica