Framlengdur umsóknarfrestur í Vinnustaðanámssjóð

8.11.2023

Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 10. nóvember kl. 15.00.

  • Starfsfólk á bifreiðaverkstæði

Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna vinnustaðanáms á tímabilinu 1. janúar 2023 til 31. október 2023.Um er að ræða breytingu á tímabili styrkja frá fyrri úthlutunum og verða nóvember og desember til úthlutunar á næsta ári. 

Uppfærður umsóknarfrestur er 10. nóvember 2023, kl. 15:00.

Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi.

Umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á síðu Vinnustaðanámssjóðs

Vinnustaðanámssjóður









Þetta vefsvæði byggir á Eplica