Fréttir: febrúar 2022

28.2.2022 : Úthlutun úr Sviðslistasjóði 2022

Umsóknarfrestur í Sviðslistasjóð rann út 4. október 2021, alls bárust 149 umsóknir. Sótt var um ríflega 891 milljón króna og að auki 1.789 mánuði til listamannalauna.

Lesa meira

28.2.2022 : NordForsk auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum í áætlunina Sjálfbær landbúnaður og loftslagsbreytingar. Heildarfjármagn til úthlutunar er alls 63,5 milljónir norskra króna og hámarksfjárhæð styrks sem hægt er að sækja um eru 10 milljónir norskra króna. Umsóknarfrestur er 19. maí nk.

Lesa meira

28.2.2022 : Frestun á umsóknarfresti Hagnýtra rannsóknarverkefna

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur verið ákveðið að fresta umsóknarfresti Hagnýtra rannsóknarverkefna um eina viku, eða til 7. mars kl. 15:00. 

25.2.2022 : Rannís hlýtur jafnlaunavottun

Rannís hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi Rannís uppfylli kröfur Jafnlaunastaðalsins og með jafnlaunavottuninni hefur Rannís öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Lesa meira
EEA-grants

24.2.2022 : Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum

Um er að ræða annan áfanga í áætluninni Business Innovation Greece sem miðar að því að þróa og örva samstarf Grikklands við Ísland, Liechtenstein og Noreg.

Lesa meira

24.2.2022 : Tækifæri til sóknar á sviði bláa hagkerfisins með evrópskum samstarfsaðilum

Um er að ræða fyrirtækjastefnumót og viðburð á vegum Uppbyggingarsjóðs EES sem haldinn er í Aþenu Grikklandi og rafrænt dagana 10. og 11. maí nk.

Lesa meira
02g63349

23.2.2022 : 374 milljónir endurgreiddar vegna bókaútgáfu árið 2021

Árið 2021 voru afgreiddar 732 umsóknir. Heildarkostnaður sem taldist endurgreiðsluhæfur var rúmar 1.495 m.kr. og var fjórðungshlutur endurgreiddur til útgefenda, alls tæpar 374 m.kr.

Lesa meira

18.2.2022 : Uppbyggingarsjóður EES auglýsir eftir umsóknum

Um er að ræða styrki fyrir lettneskt - íslenskt samstarf á sviði barna og æskulýðsmenningar.

Lesa meira

16.2.2022 : Evrópska starfsmenntavikan verður haldin 16.- 20. maí 2022

Starfsmenntavikan er haldin ár hvert og miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í evrópsku starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu.

Lesa meira

11.2.2022 : Sérfræðingur í alþjóða- og nýsköpunar­teymi

Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf í alþjóða- og nýsköpunarteymi. Starfið felur annars vegar í sér vinnu við Digital Europe og Horizon Europe, sem eru upplýsingatækniáætlun og rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins og hinsvegar umsýslu með Tækniþróunarsjóði, ráðgjöf og aðstoð við íslensk fyrirtæki. 

Lesa meira

10.2.2022 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2022

Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Valgerður Jónsdóttir hljóta Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2022 fyrir verkefnið Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá.

Lesa meira

9.2.2022 : Skólar á Norðurlöndum á tímum Covid - hvað höfum við lært?

Þann 17. febrúar nk. frá 14:00 -16:00 standa og NordForsk og QUINT (Quality in Nordic Teaching) fyrir málþingi á netinu þar sem sjónarhorn norrænna vísindamanna, stjórnmálamanna, leiðtoga launþegahreyfinga og skólastjórnenda verða rædd í ljósi heimsfaraldurs.

Lesa meira

8.2.2022 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður. Umsóknarfrestur er 15. mars 2022, kl. 15:00.

Lesa meira

8.2.2022 : Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunar­verðlauna forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 10. febrúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2021. 

Lesa meira

8.2.2022 : Við erum að leita að matsfólki!

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2022.

Lesa meira
Máluð mynd af blómum

7.2.2022 : Auglýst er eftir umsóknum úr Barna­menningar­sjóði

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Lesa meira

4.2.2022 : Opið fyrir umsóknir í Hagnýt rannsókarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu.  Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu. Næsti umsóknarfrestur er 28. febrúar 2022 kl. 15:00.

Lesa meira

1.2.2022 : Nýsköpunarsjóður námsmanna framlengir umsóknarfrest

Framlengdur umsóknarfrestur er til 14. febrúar 2022 kl 15:00.

Lesa meira

1.2.2022 : Tengslaráðstefnur tileinkaðar fimm leiðöngrum Horizon Europe

Tenglaráðstefnurnar verða haldnar dagana 8. febrúar, 10. febrúar og 14. febrúar nk. og er nauðsynlegt að skrá sig. Allir sem eru eru að skoða að sækja um Horizon Europe styrk eru hvattir til að kynna sér tengslaráðstefnurnar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica