Opið fyrir umsóknir í Hagnýt rannsókarverkefni

4.2.2022

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu.  Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu. Næsti umsóknarfrestur er 28. febrúar 2022 kl. 15:00.

Hagnýt rannsóknarverkefni er fyrir háskóla, opinberar rannsóknastofnanir og opinber fyrirtæki og er hámarkstími verkefnis 3 ár. 

Styrkupphæð getur numið allt að 45 milljónum króna samanlagt á þremur árum. 

Lágmarks mótframlag aðalumsækjanda getur aldrei farið niður fyrir 20% af heildarkostnaði hans við verkefnið. Ef meðumsækjandi er lítið fyrirtæki þá getur mótframlag fyrirtækis ekki farið undir 20% af kostnaði við verkefnið, 25% ef fyrirtækið er meðalstórt og 35% ef fyrirtækið er stórt.

Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís. 

Nánari upplýsingar eru að finna á vef sjóðsins.

Myndband frá 2021 um Hagnýt rannsóknarverkefni:

Kynningarmyndband









Þetta vefsvæði byggir á Eplica