Tækniþróunarsjóður: 2022

23.5.2022 : Svífandi göngustígakefi - verkefni lokið

Íslenskur arkitekt og alþjóðlegur brúarhönnuður sameinuðu krafta sína til að hanna umhverfisvæna leið til að vernda náttúru og hámarka upplifun gesta á smekklegan hátt. 

Lesa meira

23.5.2022 : Vindorkuframleiðsla fyrir flutningsskip - verkefni lokið

Sidewind stefnir að því að búa til raunhæfan grænan valkost sem gerir flutningaskipum kleift að framleiða rafmagn og létta þar af leiðandi af álagi vélarinnar

Lesa meira

26.4.2022 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 2. maí nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira

12.4.2022 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ og Þróunarfræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði Fræ/Þróunarfræ fyrir árið 2022.

Lesa meira

22.3.2022 : Snjallveski og stafrænum pössum komið á íslenskan markað - verkefni lokið

Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga við almenning. Verkefnið miðar að því að bjóða upp á stafræna þjónustu á formi stafrænna korta og miða sem hægt er að geyma í Apple Wallet og SmartWallet. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa.

Lesa meira

22.3.2022 : Vélnám við flokkun sögulegra ljósmynda - verkefni lokið

Sumarið 2020 gekk IMS til samstarfs við Tækniþróunarsjóð að fengnu vilyrði um 2ja ára Vaxtarstyrk. Tilgangurinn var að þróa nákvæm algrím til flokkunar á gömlum ljósmyndum, að nýta nýjustu tækni á sviði gervigreindar og vélarnáms til að minnka tímann og auka nákvæmni þess að flokka, votta og verðmeta ljósmyndirnar.

Lesa meira

18.3.2022 : Vendill - verkefni lokið

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið LearnCove hefur á undanförnum árum þróað alþjóðlegan fræðsluhugbúnað með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. Sérstaða hugbúnaðarins felst í því að skólar, fræðsluaðilar og fyrirtæki geta miðlað miðlægu efni sínu þannig að það mæti þörfum hins endanlega notanda hvort sem það er nemandi í grunnskólakerfinu, fullorðnir nemendur framhaldsfræðslu eða starfsmenn í atvinnulífinu. 

Lesa meira

16.3.2022 : Alþjóðleg markaðssetning NeckCare - verkefni lokið

Nýverið fékk NeckCare Holding ehf. styrk frá RANNÍS til alþjóðlegrar markaðsetningar á vörum sínum. Félagið hefur í hyggju að nota styrkupphæðina sem nam 10 MKR til að efla sókn sína inn á erlenda markaði. 

Lesa meira

16.3.2022 : COSEISMIQ - verkefni lokið

COSEISMIQ verkefnið var samstarfsverkefni fimm evrópskra rannsóknarstofnana og Orkuveitu Reykjavíkur. Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) voru eina íslenska stofnunin en Háskólinn í Zürich (ETHZ) leiddi verkefnið. Það snerist um að þróa aðferðir til að geta fylgst með og jafnvel haft áhrif á jarðskjálftavirkni í tengslum við vinnslu og niðurdælingu á nýttum jarðhitasvæðum.

Lesa meira

8.3.2022 : HEATSTORE - verkefni lokið

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undanfarin þrjú ár verið þáttakandi í HEATSTORE verkefninu sem styrkt var af Geothermica sjóðnum. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem skoðaði varmageymslu neðanjarðar sem tól til þess að mæta breytingum á framboði og eftirspurn eftir orku. 

Lesa meira

23.2.2022 : YAY smáforrit og markaðstorg fyrir gjafabréf - verkefni lokið

YAY ehf. lýkur við verkefnið YAY smáforrit og markaðstorg fyrir gjafabréf sem hlaut Fyrirtækjastyrk-Vöxt haustið 2019.

Lesa meira

23.2.2022 : Binding úrgangsefna með umhverfisvænu sementslausu steinlími - verkefni lokið

Verkefnið gekk út á fullnýtingu úrgangsefna og betri nýtingu hráefna í kísiljárniðnaðinum. Leitað var leiða til að nota ný hráefni (aukaafurðir og úrgangsefni) til kísilmálmvinnslu. Efnin sem komu til athugunar voru öll á því formi að nauðsynlegt var að köggla þau svo mögulegt sé að nota þau inn á ljósbogaofna kísilmálmsframleiðslu. 

Lesa meira

22.2.2022 : Markaðssókn í Evrópu og Bandaríkjunum - verkefni lokið

PayAnalytics hefur lokið markaðsverkefninu Markaðssókn í Evrópu og Bandaríkjunum sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Tilgangur markaðsverkefnisins var að styrkja nafn PayAnalytics í Bandaríkjunum og á völdum markaðssvæðum í Evrópu.

Lesa meira

22.2.2022 : Cities that Sustain Us 3-Sjálfbærar borgir framtíðarinnar 3 - verkefni lokið

ENVRALYS er fyrirtæki sem á rætur að rekja til Háskólans í Reykjavík og er afsprengi rannsóknar- og þróunarverkefnisins Sjálfbærar borgir framtíðarinnar, sem hófst árið 2014. 

Lesa meira

21.2.2022 : Ljósvirk hvötun afoxunar köfnunarefnis í ammóníak - verkefni lokið

Verkefnið Ljósvirk hvötun afoxunar köfnunarefnis í ammóníak var metnaðarfullt áhættusamt verkefni. Verkefnið var unnið í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands, Atmonia ehf, Grein Research ehf, Ludwig Maxmillian Universität og Queen Mary University London.

Lesa meira

21.2.2022 : Eyja káranna - verkefni lokið

Fyrirtækið Parity hefur unnið að framleiðslu á tölvuleiknum Island og Winds sem verður gefinn út á PC og Playstation 5 á næsta ári. Markmið fyrirtækisins er að framleiða og gefa út tölvuleiki með áherslu á fjölbreytni, bæði í framleiðsluteyminu sjálfu og vörunni sjálfri.

Lesa meira

21.2.2022 : Gervigreindur stílisti - verkefni lokið

Alþjóðlegur markaður með fatnað á netinu er gríðarlega stór og er áætlað að tekjur verði um 1 trilljón dollarar árið 2025. Aukin meðvitund um umhverfisáhrif vegna sóunar og að kolefnisspor myndast með skilum eykur áhuga fólks á þjónustu persónulegs stílista og að á hagkvæman hátt nálgast daglegan fatnað, stíl og fataskáp

Lesa meira

14.2.2022 : Memaxi Link – samskiptagátt í velferðarþjónustu - verkefni lokið

Memaxi Link heldur utan um samskipti og samþættingu þjónustu milli ólíkra starfsstöðva í velferðarþjónustu sem allar veita sama þjónustuþeganum aðstoð og þjónustu.

Lesa meira

8.2.2022 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður. Umsóknarfrestur er 15. mars 2022, kl. 15:00.

Lesa meira

7.2.2022 : Nýstárlegur flokkur sýklalyfja - verkefni lokið

Akthelia hefur náð þeim áfanga að sýna fram á virkni lyfjavísisins AKT-011 í E. coli sýkingartilraun í músum. Verkefnið sem var unnið með stuðningi Tækniþróunarsjóðs stóð í rúmlega 2 ár. Gerðar voru fjölmargar rannsóknir á eiginleikum, virkni og eituráhrifum lyfjavísa Aktheliu.

Lesa meira

4.2.2022 : Alein Payments - snjöll greiðslumiðlun - verkefni lokið

Alein Pay lýkur verkefninu Alein Payments - snjöll greiðslumiðlun, sem Tækniþróunarsjóður styrkti á árunum 2019-2021.

Lesa meira

4.2.2022 : Opið fyrir umsóknir í Hagnýt rannsókarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu.  Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu. Næsti umsóknarfrestur er 28. febrúar 2022 kl. 15:00.

Lesa meira

31.1.2022 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 15. febrúar nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira

26.1.2022 : Hugbúnaður til atferlisþjálfunar - Beanfee - verkefni lokið

Beanfee er hugbúnaður sem býður notendum upp á að þjálfa nær hvaða hegðun sem er. Til þjálfunar beitir Beanfee ýmsum aðferðum, svo sem hvata- og afrekskerfum, ásamt því að virkja nærumhverfi notandans honum til stuðnings.

Lesa meira

11.1.2022 : Örugg sveigjanleg griptöng fyrir skurðaðgerðir - verkefni lokið

Undanfarin ár hefur Reon unnið að þróun á tækni til að lágmarka skaða sem hlýst af meðhöndlun viðkvæmra vefja í speglunaraðgerðum. Það eru þær aðgerðir sem framkvæmdar eru í gegnum litla skurði á sjúklingnum þar sem myndavél og mjóum löngum verkfærum er komið fyrir, svokallaðar speglunaraðgerðir.

Lesa meira

10.1.2022 : Astrid XR - verkefni lokið

Á undanförnum tveimur árum hefur Gagarín unnið að lausnum fyrir söfn, sýningar og skóla þar sem sýndar- og viðbótarveruleikatækni er notuð til þess að koma flóknum sögum á framfæri á áhrifaríkan hátt. Verkefnið hlaut styrk Tækniþróunarsjóðs árin 2019-2021.

Lesa meira

10.1.2022 : Erlend markaðssókn RetinaRisk áhættureiknisins - verkefni lokið

Risk ehf. hefur þróað og framleitt RetinaRisk hugbúnaðinn sem reiknar út á áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum. RetinaRisk áhættureiknirinn er byggður upp á áratuga alþjóðlegu samstarfi og víðtækum klínískum rannsóknum á yfir 25 þúsund einstaklingum með sykursýki. Tækniþróunarsjóður styrkti fyrirtækið til þróunar á áhættureikninum sem og til markaðssetningar erlendis.

Lesa meira

4.1.2022 : Námshugbúnaður fyrir fjórðu iðnbyltinguna - verkefni lokið

Gervigreind skipar sífellt stærri sess í lífi og starfi landsmanna. Tæknin verður sífellt fullkomnari, en að sama skapi er sífellt stærri áskorun fyrir landsmenn að skilja á hverju hún byggir og að nýta möguleika hennar til fulls.

Lesa meira

4.1.2022 : Samfélagsgróðurhús Íslands - verkefni lokið

Samfélagsgróðurhús ehf. hefur hannað nýja gerð gróðurhúsa sem byggja á einingahúsasmíði og þróað nýstárlegan möguleika í verslun, uppsetningu og ræktun.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica