Igloo - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.10.2022

Fyrsta fasta verkefnisins Igloo sem Tækniþróunarsjóður styrkti er lokið. Igloo er fjármála- og leiguvettvangur á netinu og í appi sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að eiga öruggari viðskipti á leigumarkaði og nota upplýsingar þaðan til að bæta kjör sín á almennum fjáramálavörum og tryggingum.

Verkefnið gekk vonum framar en þegar hafa 15.000 notendur skráð sig inn á Igloo og mánaðarlega heimsækja um 25.000 manns vefinn. Á árinu 2021 voru 2.200 eiginir leigðar út í gegnum vefinn og umsóknir um íbúðir um 22.000 talsins sem eru að meðaltali tíu umsóknir um hverja eign. Ljóst er að gildi (e. value) notenda, bæði leigusala og leigutaka, er mikið því leigutakar eiga auðvelt með að finna eignir og leigusalar eiga auðvelt með að leigja út eignir með öruggum hætti.

Logo tækniþróunarsjóðs

Ávinningur leigutaka og leigusala er mikill en sé miðað við þær eignir sem notendur leigðu eða tóku á leigu í gegnum vefinn hefur þjóðhagslegur ávinningur verið allt að 500 milljónir á árinu 2021 sem fyrst og fremst skapast af gangsærri leigumarkaði, fríum lausnum, minni áhættu við útleigu og betri nýtingu húsnæðis.

Samstarf við notendur lausnanna er ríkt en daglega hafa starfsmenn Igloo samband við notendur sem koma oftar en ekki með ábendingar sem þróunarteymið tekur til greina og bætir. Með því móti hafa núverandi tæki og tól á veflausninni batnað og ný orðið til sem ekki var fyrirséð fyrr en raunverulegir notendur fóru að kalla eftir þeim. Igloo á í samstarfi bæði við einstaklinga á leigumarkaði sem og stór og smá fyrirtæki. Unnið er að lausnum fyrir alla þessa aðila en vert er að nefna þróun lausna fyrir stórnotendur sem hófst eftir að fyrsta verkári lauk.

HEITI VERKEFNIS: Igloo

Verkefnisstjóri: Vignir Már Lýðsson

Styrkþegi: Leiguskjól ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 15.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica