Tækniþróunarsjóður: ágúst 2021

31.8.2021 : Sköpunartorg fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög - verkefni lokið

Karolina Fund ehf. hlaut styrk til að markaðssetja lausnir til ríkisstofnana og sveitarfélaga á Íslandi, á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Áhersla var lögð á greiningar á mörkuðum og vörumerki fyrirtækisins, gerð kynningarefnis og stafræna sölusókn.

Lesa meira

23.8.2021 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsstyrkur. Umsóknarfrestur er til 15. september 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

19.8.2021 : Tækniþróunarsjóður býður til kynningarfunda

Fyrri fundurinn verður haldinn í streymi þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10:00-11:00 og svo endurtekinn miðvikudaginn 25. ágúst kl. 12:00-13:00 (einnig í streymi). Fundirnir eru öllum opnir en nauðsynlegt að skrá þátttöku.

Lesa meira

17.8.2021 : Frosthreinsun vökva - verkefni lokið

Sprenging hefur orðið í umræðu og verkefnum í Evrópu um kolefnisfótspor, vatnsnotkun og umhverfismál. Um 70% af vatninu í Evrópu er notað við matvælaframleiðslu og 25% af kolefnisfótspori Evrópu er vegna matvælaframleiðslu. 

Lesa meira

16.8.2021 : CGRP hemill til meðferðar á Psoriasis - verkefni lokið

Nepsone has now finished a two year grant period with Tækniþróunarsjóður working on a new treatment for psoriasis. 

Lesa meira

16.8.2021 : Markaðssetning umhverfisvæns áburðar - verkefni lokið

Atmonia ehf. lauk í lok apríl 2021 verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Tilgangur verkefnisins var að þróa viðskiptasambönd fyrir tækni Atmonia sem er í þróun og kemur á markað á næstu árum. 

Lesa meira

16.8.2021 : Kælisótthreinsun á fersku kjöti - verkefni lokið

Þróað hefur verið kerfi til þess að fækka bakteríum á kjúklingi og kæla kjúkling við vinnslu. Markmið verkefnisins var að vera með frumgerðir á lokastigi og hefur það tekist. IceGun kerfið er í daglegri notkun í 4 verksmiðjum og verið er að ljúka framleiðslu á nýjum viðbótum fyrir kerfið. 

Lesa meira

12.8.2021 : Samvinnulausn fyrir gististaði - verkefni lokið

Sprotafyrirtækið Spectaflow ehf., í samstarfi við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Godo, opnaði þjónustu sína Pronto inn á markaðstorg þýsku bókunarþjónustunar Beds24 sem er með 30 þúsund gististaði í 140 löndum

Lesa meira

11.8.2021 : Skýjalausn Men&Mice - verkefni lokið

Men&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana. Þessar skammstafanir standa fyrir ákveðnar grunnþjónustur í netkerfum sem oft eru tengdar saman og eiga það sameiginlegt að hjálpa fyrirtækjum að fá betri innsýn í hvað er að gerast á netinu hjá þeim og stjórna því með öruggum hætti

Lesa meira

11.8.2021 : Súrþang - verkefni lokið

Í verkefninu Súrþang var þróuð aðferð til þess að gerja þang. Markmiðið var að nýta súrþang sem fóðurbæti í laxeldi. 

Lesa meira

11.8.2021 : Lumina - verkefni lokið

Lumina Medical Solutions hlýtur styrk til þess að þróa fjöltyngt sjúkraskráningarkerfi. Lausnin gerir læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag

Lesa meira

11.8.2021 : SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum - verkefni lokið

Nú er verkefninu „SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum“ lokið. Að verkefninu stóðu Sæbýli, Matís, Háskóli Íslands og Centra. Markmið verkefnisins var að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. 

Lesa meira

5.8.2021 : Öryggiskrossinn – Merkingar fyrir flugbrautir - verkefni lokið

Öryggiskrossinn (e. The Safety Kross) er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum flugvalla tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin hér á landi úr nýstárlegum en gamalreyndum efnivið – neti sem venjulega er notað til fiskveiða. Einkaleyfi hefur fengist fyrir vörunni hér á landi og er einkaleyfisumsókn fyrir Bandaríkjamarkað í ferli. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica