Skýjalausn Men&Mice - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

11.8.2021

Men&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana. Þessar skammstafanir standa fyrir ákveðnar grunnþjónustur í netkerfum sem oft eru tengdar saman og eiga það sameiginlegt að hjálpa fyrirtækjum að fá betri innsýn í hvað er að gerast á netinu hjá þeim og stjórna því með öruggum hætti

Net fyrirtækja verður sífellt flóknara þar sem fyrirtæki eru í síauknum mæli að nota skýjaþjónustur til að geta brugðist við nýjum kröfum sem og til að tryggja rekstraröryggi tölvukerfa.

Logo tækniþróunarsjóðsSkýjaþjónusturnar eru því orðnar stór hluti af rekstri upplýsingatæknikerfa fyrirtækja í dag. Þessi þróun hefur aukið öryggi og veitt kerfisstjórnendum svigrúm til að sníða kerfin að þörfum fyrirtækisins hverju sinni. Samræmt umhverfi veitir notendum betra aðgengi gagna og stöðugar nýjungar bætast við án flækjustigs. Áskorunin felst þó í því að hafa fullkomna yfirsýn og stjórn á flóknum netvinnviðum í síbreytilegu umhverfi. DNS skýjaþjónusta spilar hér lykilhlutverki.

DNS skýjaþjónusta tryggir uppitíma á þjónustunni og hefur bein áhrif á kostnað kerfisins með auknum einfaldleika. Samfara flutningi á þjónustum, gögnum og búnaði í skýið eru fyrirtæki í raun að framlengja net fyrirtækjanna inn í skýjaþjónusturnar. Við þessa framlengingu er mikilvægt að stýring á netum í skýinu lúti sömu lögmálum og stýring á staðarnetum fyrirtækja (IPAM). Þetta er oft vandkvæðum bundið fyrir fyrirtæki þar sem þau nota mismunandi tól til að stýra umhverfum.

Lausnin á þessari hindrun og flækjustigi er skýjalausnin Micetro CloudLink. Micetro CloudLink veitir kerfisstjórnendum og notendum leyfi og aðgengi til að tengjast mörgum skýjaþjónustum í gegnum eitt viðmót á einfaldan hátt. Viðmótið gerir þeim kleypt að stýra öllum sínum DNS þjónustum, bæði á staðarneti og í skýjaþjónustum frá sama stað. Það sama á við um net fyrirtækisins sem eru dreifð á milli margra staðarneta og skýjaþjónusta.

CloudLink er ný viðbót við hugbúnað Men&Mice, Micetro, sem var hönnuð með það að markmiði að auka afköst og öryggi í samskiptum við skýjaþjónustur fyrir DNS og IPAM. Útfærsla og endurbætur á stuðningi við skýjaþjónustur byggir á viðbótum (e. plugin), sem gerir Men&Mice kleift að bregðast hratt við nýjum kröfum notenda og bættu framboði skýjaþjónusta. Notendur geta á hraðvirkan og öruggan hátt nýtt sér alla þá möguleika sem skýjaþjónustur færa með lágmarks kostnaði og áhættu.

CloudLink forritseiningin er til sem sjálfstætt kerfi fyrir utan núverandi staðarnets Micetro lausn. Micetro viðheldur gögnum varðandi skýjaþjónustur sem notandi hefur sett upp en öll útfærsla og samskipti gagnvart skýjaþjónustum er falin fyrir Micetro. Forritaskil (e. API) CloudLink hafa verið hönnuð til að vera nógu almenn svo að Micetro þurfi ekki að hafa neina vitneskju um undirliggjandi skýjaþjónustur sem CloudLink á samskipti við. Micetro fær upplýsingar frá CloudLink yfir þær skýjaþjónustur sem eru studdar að hverju sinni og endanotandi getur notað allar þær skýjaþjónustur sem studdar eru af CloudLink. Þetta býður okkur upp á að uppfæra skýjaþjónustur og bæta við nýjum án þess að röskun verði á þjónustu til notenda.

Mikil reynsla og þekking hefur byggst upp út frá verkefninu sem er mikilvægur þáttur í áframhaldandi þróun á hugbúnaði sem er í skýinu.

HEITI VERKEFNIS: Skýjalausn Men&Mice

Verkefnisstjóri: Davíð Már Daníelsson

Styrkþegi: Men&Mice ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks:. 49.978.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica