Tækniþróunarsjóður: 2021

16.6.2021 : BlueBio-ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy – Unlocking the Potential of Aquatic Bioresources (BlueBio) er samstarfsnet 17 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís

Lesa meira

16.6.2021 : Eyja káranna - Island of Winds - verkefni lokið

Meiri fjölbreytni þarf innan tölvuleikjageirans, bæði í framleiðsluteymum og vörunni sjálfri. Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity er að svara þeirri þörf með sinni fyrstu vöru, tölvuleiknum Island of Winds. Island of Winds verður gefinn út á PC og Playstation 5 á næsta ári.

Lesa meira

3.6.2021 : Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

Lesa meira

28.5.2021 : Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2021

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 73 verkefna, sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri, að ganga til samninga um nýja styrki. 

Lesa meira

25.5.2021 : Tækniþróunarsjóður tekur þátt í Nýsköpunarviku

Nýsköpunarvikan fer fram 26. maí - 2. júní nk. Hátíð er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.

Lesa meira

25.5.2021 : Tilkynnt verður um úthlutanir úr Tækniþróunarsjóði fyrir lok maí

Tilkynningar um úthlutanir í sjóðina Hagnýt rannsóknarverkefni, Markaðsstyrk, Sprota, Vöxt og Fræ/Þróunarfræ verða tilkynntar í síðasta lagi í lok maí 2021.     

Lesa meira

7.5.2021 : Frá urðun til auðlindar: Sorptækni á alþjóðamarkað - verkefni lokið

Ýmir technologies ehf. (áður Lífsdísill ehf.) hefur lokið nýsköpunar- og þróunarverkefninu „Frá urðun til auðlindar – sorptækni á alþjóðamarkað“, með stuðningi Tækniþróunarsjóðs Íslands og í samstarfi við Háskóla Íslands og byggðasamlagið SORPU. 

Lesa meira

26.4.2021 : GEMMAQ - Sjálfvirknivæðing kvarða um kynjahlutföll - verkefni lokið

Verkefni GEMMAQ um sjálfvirknivæðingu kvarða um kynjahlutföll, er hlaut sprotastyrk Tækniþróunarsjóðs á árinu 2019, er lokið. Afurð verkefnisins er svokallaður GEMMAQ Kynjakvarði sem varpar ljósi á kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum og stjórnum félaga á kauphallar mörkuðum með einstöku reitunar- og litakerfi.

Lesa meira

26.4.2021 : Markaðssetning Lulla doll í Evrópu - verkefni lokið

Róró fékk markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að styrkja stöðu vörumerkisins Róró og Lulla doll á Evrópumarkaði. Áhersla var lögð á greiningu á mörkuðum, aukinn sýnileika, uppbyggingu vörumerkisins, aukna dreifingu og samskipti við endursöluaðila og viðskiptavini.

Lesa meira

23.4.2021 : Lucinity ClearLens – Peningaþvættislausnir - verkefni lokið

Skýjalausn Lucinity sem finnur og meðhöndlar peningaþvætti.

Lesa meira

19.4.2021 : Fjaðrandi bátasæti - verkefni lokið

SAFE Seat er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur undanfarin 4 ár unnið að þróun fjaðrandi bátasæti fyrir hraðskreiða báta. Fyrsta vara fyrirtækisins er sérstaklega hönnuð fyrir harðbotna slöngubáta (e. RIB boat). 

Lesa meira

14.4.2021 : Verðmætasköpun úr rauðátu (Calanus finmarchicus) - verkefni lokið

Aukin eftirspurn sjávarafurða hefur síðustu 40 ár valdið aukinni ofveiði fiskistofna í höfum heimsins. Til þess að sporna við þessari neikvæðu þróun hefur fiskveiðistjórnun byggð á vísindum verið notuð í auknum mæli sem hefur leitt til samdráttar í útgefnum kvóta margra fisktegunda. 

Lesa meira

31.3.2021 : Alltaf er opið fyrir að senda inn umsóknir í Fræ og Þróunarfræ

Umsóknir sem berast fyrir 20. apríl nk. munu fara fyrir fagráð sjóðsins í næsta matsferli.

Lesa meira

23.3.2021 : Straumleiðir í Kísilofni, bætt orkunýtni - verkefni lokið

Framleiðsla kísils og kísiljárns fer fram í svokölluðum ljósbogaofnum. Framleiðslan er knúin með rafhitun en þriggja fasa rafstraumur fer milli þriggja skauta, sem stungið er ofan í hráefnin sem fylla ofninn, svokallaða fyllu. Varminn losnar ýmist í ljósboga við allt að 20.000°C, og keyrir áfram orkufrekasta efnahvarfið sem er síðasta þrepið í því að framleiða kísilmálm, eða þegar rafstraumurinn berst um hráefnafylluna ofar í ofninum og knýr áfram efnahvörf á fyrri stigum ferlisins. 

Lesa meira

23.3.2021 : Áhrif leyfðra endotoxin-styrkja á stofnfrumur - verkefni lokið

Tækniþróunarsjóður Rannís styrkir hagnýt verkefni sem stuðla að samstarfi háskólastofnana og ORF Líftækni framleiðir vaxtarþætti (ISOkine®) í fræjum erfðabreyttra byggplantna sem eru seldir til stofnfrumuræktenda víða um heim. 

Lesa meira

22.3.2021 : Hitaþolið oxýtósin - verkefni lokið

Prótín og peptíð þola illa hita, sem takmarkar verulega notkunarmöguleika efnanna. Þessi efni eru almennt geymd í frysti eða kæli, en í stórum hluta heimsins getur verið erfitt að hafa aðgang að kæli, og þar er líftími þessara efna mjög stuttur. 

Lesa meira

10.3.2021 : Forspárgildi svefngæða á heilsu - verkefni lokið

Tækniþróunarsjóður Rannís styrkir hagnýt verkefni sem stuðla að samstarfi háskólastofnana og fyrirtækja, með það að markmiði að greiða leið tækninýjunga inn í vöruþróun. Nox Medical, Íslensk erfðagreining og Háskólinn í Reykjavik hafa unnið að þróun nýrra aðferða við greiningu á svefnmælingum. 

Lesa meira

10.3.2021 : Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól - verkefni lokið

PayAnalytics ehf. hefur lokið verkefninu „Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól“. Tækniþróunarsjóður styrkti verkefnið á árunum 2019 og 2020. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa gagnadrifið ákvarðanatól sem styddi stjórnendur, starfsmenn mannauðsdeilda og ráðgjafa í launatengd um ákvörðunum, með sérstaka áherslu á kynbundinn launamun.

Lesa meira

9.3.2021 : Íslensk fæðuunnin bætiefni unnin úr hliðarafurðum lamba - verkefni lokið

Tilgangur verkefnisins, sem var samstarfsverkefni Pure Natura ehf og MATÍS ohf, var að rannsaka enn frekar hliðarafurðir í íslenskri sauðfjárrækt og þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu á þeim til fæðubótarframleiðslu.

Lesa meira

8.3.2021 : Fiskur framtíðarinnar / Future Fish - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar tækniumbyltandi tilbúnar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum.

Lesa meira

4.3.2021 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Frá og með febrúar 2021 hefur reglum Fræs/Þróunarfræs verið breytt og er nú alltaf opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Eins hefur upphæð hámarksstyrks verið hækkuð í 2.000.000 ISK.

Lesa meira

26.2.2021 : Vel heppnuð rafræn kynning á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti þróunarverkefna

Fundurinn var haldinn í samstarfi við helstu atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni.

Lesa meira

25.2.2021 : Starborne fyrir snjalltæki - verkefni lokið

Solid Clouds er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki sem er að framleiða tölvuleikinn Starborne fyrir snjalltæki fyrir alþjóðlegan markað. 

Lesa meira

24.2.2021 : Bætt meðhöndlun bolfiskafla - verkefni lokið

Rannsóknar- og þróunarverkefnið „Bætt meðhöndlun bolfiskafla“ snéri að þarfagreiningu fyrir bestu meðhöndlun og frágang bolfisksafla um borð í skipum með það að markmiði að skila hágæða hráefni til framhaldsvinnslu. 

Lesa meira

23.2.2021 : Gagnvirkt fyrirbyggjandi hitaeftirlitskerfi - verkefni lokið

Kalor Metrics er nýsköpunar fyrirtæki sem sérhæfir sig í myndgreiningu við notkun hitamyndavéla. 

Lesa meira

18.2.2021 : Rafræn kynning á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti rannsóknar- og þróunarverkefna

Kynningarfundinum verður streymt á netinu þann 23. febrúar nk. kl. 13.00. Fundurinn er öllum opinn og ekki er þörf á að skrá sig.

Lesa meira

12.2.2021 : Mysa í vín - verkefni lokið

Mysa í vín er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar ehf., Matís ohf. og Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að finna og besta leið til að nýta og umbreyta mjólkursykurvökva (laktósa) úr mysu í etanól. 

Lesa meira

5.2.2021 : Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð

Um er að ræða fyrirtækjastyrkina Sprota, Vöxt-Sprett og Markaðsstyrk. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2021 kl. 15.00.

Lesa meira

2.2.2021 : Rannís tekur þátt í UTmessunni 2021

UTmessan er haldin 1. - 6. febrúar 2021 í rafheimum. Rannís tekur þátt í ráðstefnudeginum föstudaginn 5. febrúar. Við kynnum helstu sjóði og verkefni til nýsköpunar og þróunar sem eru í umsjón Rannís. Hægt verður að spjalla við starfsfólk í beinni og fá svör við spurningum.

Lesa meira

29.1.2021 : Kynningarfjarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir rafrænum kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9.00-10.30 með yfirskriftinni Nú er tækifæri til að ná lengra með Tækniþróunarsjóði. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Lesa meira

20.1.2021 : Erlend markaðssókn exMon - verkefni lokið

Expectus Software hefur undanfarin 10 ár þróað hugbúnaðarlausnina exMon sem hjálpar stjórnendum fyrirtækja að fyrirbyggja tekjuleka, minnka óþarfa kostnað og tryggja gæði gagna í viðskiptakerfum. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica