Tækniþróunarsjóður: 2021

Picture1_1625139918098

13.9.2021 : Tækifæri í rannsóknum og þróun á sviði jarðvarma

Við viljum vekja athygli á umsóknarfresti forumsókna þann 4. október nk. í sameiginlegt kall GEOTHERMICA Era-Net og JPP SES í verkefnaflokkinn Accelerating the Heating and Cooling Transition.

Lesa meira

31.8.2021 : Sköpunartorg fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög - verkefni lokið

Karolina Fund ehf. hlaut styrk til að markaðssetja lausnir til ríkisstofnana og sveitarfélaga á Íslandi, á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Áhersla var lögð á greiningar á mörkuðum og vörumerki fyrirtækisins, gerð kynningarefnis og stafræna sölusókn.

Lesa meira

23.8.2021 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsstyrkur. Umsóknarfrestur er til 15. september 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

19.8.2021 : Tækniþróunarsjóður býður til kynningarfunda

Fyrri fundurinn verður haldinn í streymi þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10:00-11:00 og svo endurtekinn miðvikudaginn 25. ágúst kl. 12:00-13:00 (einnig í streymi). Fundirnir eru öllum opnir en nauðsynlegt að skrá þátttöku.

Lesa meira

17.8.2021 : Frosthreinsun vökva - verkefni lokið

Sprenging hefur orðið í umræðu og verkefnum í Evrópu um kolefnisfótspor, vatnsnotkun og umhverfismál. Um 70% af vatninu í Evrópu er notað við matvælaframleiðslu og 25% af kolefnisfótspori Evrópu er vegna matvælaframleiðslu. 

Lesa meira

16.8.2021 : CGRP hemill til meðferðar á Psoriasis - verkefni lokið

Nepsone has now finished a two year grant period with Tækniþróunarsjóður working on a new treatment for psoriasis. 

Lesa meira

16.8.2021 : Markaðssetning umhverfisvæns áburðar - verkefni lokið

Atmonia ehf. lauk í lok apríl 2021 verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Tilgangur verkefnisins var að þróa viðskiptasambönd fyrir tækni Atmonia sem er í þróun og kemur á markað á næstu árum. 

Lesa meira

16.8.2021 : Kælisótthreinsun á fersku kjöti - verkefni lokið

Þróað hefur verið kerfi til þess að fækka bakteríum á kjúklingi og kæla kjúkling við vinnslu. Markmið verkefnisins var að vera með frumgerðir á lokastigi og hefur það tekist. IceGun kerfið er í daglegri notkun í 4 verksmiðjum og verið er að ljúka framleiðslu á nýjum viðbótum fyrir kerfið. 

Lesa meira

12.8.2021 : Samvinnulausn fyrir gististaði - verkefni lokið

Sprotafyrirtækið Spectaflow ehf., í samstarfi við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Godo, opnaði þjónustu sína Pronto inn á markaðstorg þýsku bókunarþjónustunar Beds24 sem er með 30 þúsund gististaði í 140 löndum

Lesa meira

11.8.2021 : Skýjalausn Men&Mice - verkefni lokið

Men&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana. Þessar skammstafanir standa fyrir ákveðnar grunnþjónustur í netkerfum sem oft eru tengdar saman og eiga það sameiginlegt að hjálpa fyrirtækjum að fá betri innsýn í hvað er að gerast á netinu hjá þeim og stjórna því með öruggum hætti

Lesa meira

11.8.2021 : Súrþang - verkefni lokið

Í verkefninu Súrþang var þróuð aðferð til þess að gerja þang. Markmiðið var að nýta súrþang sem fóðurbæti í laxeldi. 

Lesa meira

11.8.2021 : Lumina - verkefni lokið

Lumina Medical Solutions hlýtur styrk til þess að þróa fjöltyngt sjúkraskráningarkerfi. Lausnin gerir læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag

Lesa meira

11.8.2021 : SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum - verkefni lokið

Nú er verkefninu „SustainCycle – Lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum“ lokið. Að verkefninu stóðu Sæbýli, Matís, Háskóli Íslands og Centra. Markmið verkefnisins var að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. 

Lesa meira

5.8.2021 : Öryggiskrossinn – Merkingar fyrir flugbrautir - verkefni lokið

Öryggiskrossinn (e. The Safety Kross) er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum flugvalla tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin hér á landi úr nýstárlegum en gamalreyndum efnivið – neti sem venjulega er notað til fiskveiða. Einkaleyfi hefur fengist fyrir vörunni hér á landi og er einkaleyfisumsókn fyrir Bandaríkjamarkað í ferli. 

Lesa meira

2.7.2021 : Gæðavaktari fyrir þrívíddarprentiðnað - verkefni lokið

Fyrirtækið Euler ehf. hefur frá árinu 2019, með stuðningi Tækniþrjóunarsjóðs, þróað rauntíma gæðavöktunarkerfi fyrir málm þrívíddarprentiðnað. Afurðin, sem nefnist ,,gæðavaktarinn‘‘ er vél- og hugbúnaðar gæðaeftirlitslausn fyrir iðnaðarþrívíddarprentara sem með aðstoð nýjustu framförum í myndgreiningu sinnir sjálfvirku gæðaeftirlit á meðan prentun stendur og stuðlar að frekari innleiðingu þrívíddarprentstækni í iðnaði.

Lesa meira

30.6.2021 : Tilnefningar til Vaxtarsprotans 2021

Óskað er eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2021. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Lesa meira

25.6.2021 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2021

Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs var haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem var öllum opið á Nauthól fimmtudaginn 24. júní kl. 15:00-17:00 undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.

Lesa meira

22.6.2021 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2021

Hinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fyrir boðsgesti og í streymi sem er öllum opið fimmtudaginn 24. júní undir yfirskriftinni: Tækni og skapandi greinar og mikilvægi samspils þar á milli.

Lesa meira

16.6.2021 : BlueBio-ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy – Unlocking the Potential of Aquatic Bioresources (BlueBio) er samstarfsnet 17 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís

Lesa meira

16.6.2021 : Eyja káranna - Island of Winds - verkefni lokið

Meiri fjölbreytni þarf innan tölvuleikjageirans, bæði í framleiðsluteymum og vörunni sjálfri. Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity er að svara þeirri þörf með sinni fyrstu vöru, tölvuleiknum Island of Winds. Island of Winds verður gefinn út á PC og Playstation 5 á næsta ári.

Lesa meira

3.6.2021 : Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

Lesa meira

28.5.2021 : Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2021

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 73 verkefna, sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri, að ganga til samninga um nýja styrki. 

Lesa meira

25.5.2021 : Tækniþróunarsjóður tekur þátt í Nýsköpunarviku

Nýsköpunarvikan fer fram 26. maí - 2. júní nk. Hátíð er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.

Lesa meira

25.5.2021 : Tilkynnt verður um úthlutanir úr Tækniþróunarsjóði fyrir lok maí

Tilkynningar um úthlutanir í sjóðina Hagnýt rannsóknarverkefni, Markaðsstyrk, Sprota, Vöxt og Fræ/Þróunarfræ verða tilkynntar í síðasta lagi í lok maí 2021.     

Lesa meira

7.5.2021 : Frá urðun til auðlindar: Sorptækni á alþjóðamarkað - verkefni lokið

Ýmir technologies ehf. (áður Lífsdísill ehf.) hefur lokið nýsköpunar- og þróunarverkefninu „Frá urðun til auðlindar – sorptækni á alþjóðamarkað“, með stuðningi Tækniþróunarsjóðs Íslands og í samstarfi við Háskóla Íslands og byggðasamlagið SORPU. 

Lesa meira

26.4.2021 : GEMMAQ - Sjálfvirknivæðing kvarða um kynjahlutföll - verkefni lokið

Verkefni GEMMAQ um sjálfvirknivæðingu kvarða um kynjahlutföll, er hlaut sprotastyrk Tækniþróunarsjóðs á árinu 2019, er lokið. Afurð verkefnisins er svokallaður GEMMAQ Kynjakvarði sem varpar ljósi á kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum og stjórnum félaga á kauphallar mörkuðum með einstöku reitunar- og litakerfi.

Lesa meira

26.4.2021 : Markaðssetning Lulla doll í Evrópu - verkefni lokið

Róró fékk markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að styrkja stöðu vörumerkisins Róró og Lulla doll á Evrópumarkaði. Áhersla var lögð á greiningu á mörkuðum, aukinn sýnileika, uppbyggingu vörumerkisins, aukna dreifingu og samskipti við endursöluaðila og viðskiptavini.

Lesa meira

23.4.2021 : Lucinity ClearLens – Peningaþvættislausnir - verkefni lokið

Skýjalausn Lucinity sem finnur og meðhöndlar peningaþvætti.

Lesa meira

19.4.2021 : Fjaðrandi bátasæti - verkefni lokið

SAFE Seat er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur undanfarin 4 ár unnið að þróun fjaðrandi bátasæti fyrir hraðskreiða báta. Fyrsta vara fyrirtækisins er sérstaklega hönnuð fyrir harðbotna slöngubáta (e. RIB boat). 

Lesa meira

14.4.2021 : Verðmætasköpun úr rauðátu (Calanus finmarchicus) - verkefni lokið

Aukin eftirspurn sjávarafurða hefur síðustu 40 ár valdið aukinni ofveiði fiskistofna í höfum heimsins. Til þess að sporna við þessari neikvæðu þróun hefur fiskveiðistjórnun byggð á vísindum verið notuð í auknum mæli sem hefur leitt til samdráttar í útgefnum kvóta margra fisktegunda. 

Lesa meira

31.3.2021 : Alltaf er opið fyrir að senda inn umsóknir í Fræ og Þróunarfræ

Umsóknir sem berast fyrir 20. apríl nk. munu fara fyrir fagráð sjóðsins í næsta matsferli.

Lesa meira

23.3.2021 : Straumleiðir í Kísilofni, bætt orkunýtni - verkefni lokið

Framleiðsla kísils og kísiljárns fer fram í svokölluðum ljósbogaofnum. Framleiðslan er knúin með rafhitun en þriggja fasa rafstraumur fer milli þriggja skauta, sem stungið er ofan í hráefnin sem fylla ofninn, svokallaða fyllu. Varminn losnar ýmist í ljósboga við allt að 20.000°C, og keyrir áfram orkufrekasta efnahvarfið sem er síðasta þrepið í því að framleiða kísilmálm, eða þegar rafstraumurinn berst um hráefnafylluna ofar í ofninum og knýr áfram efnahvörf á fyrri stigum ferlisins. 

Lesa meira

23.3.2021 : Áhrif leyfðra endotoxin-styrkja á stofnfrumur - verkefni lokið

Tækniþróunarsjóður Rannís styrkir hagnýt verkefni sem stuðla að samstarfi háskólastofnana og ORF Líftækni framleiðir vaxtarþætti (ISOkine®) í fræjum erfðabreyttra byggplantna sem eru seldir til stofnfrumuræktenda víða um heim. 

Lesa meira

22.3.2021 : Hitaþolið oxýtósin - verkefni lokið

Prótín og peptíð þola illa hita, sem takmarkar verulega notkunarmöguleika efnanna. Þessi efni eru almennt geymd í frysti eða kæli, en í stórum hluta heimsins getur verið erfitt að hafa aðgang að kæli, og þar er líftími þessara efna mjög stuttur. 

Lesa meira

10.3.2021 : Forspárgildi svefngæða á heilsu - verkefni lokið

Tækniþróunarsjóður Rannís styrkir hagnýt verkefni sem stuðla að samstarfi háskólastofnana og fyrirtækja, með það að markmiði að greiða leið tækninýjunga inn í vöruþróun. Nox Medical, Íslensk erfðagreining og Háskólinn í Reykjavik hafa unnið að þróun nýrra aðferða við greiningu á svefnmælingum. 

Lesa meira

10.3.2021 : Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól - verkefni lokið

PayAnalytics ehf. hefur lokið verkefninu „Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól“. Tækniþróunarsjóður styrkti verkefnið á árunum 2019 og 2020. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa gagnadrifið ákvarðanatól sem styddi stjórnendur, starfsmenn mannauðsdeilda og ráðgjafa í launatengd um ákvörðunum, með sérstaka áherslu á kynbundinn launamun.

Lesa meira

9.3.2021 : Íslensk fæðuunnin bætiefni unnin úr hliðarafurðum lamba - verkefni lokið

Tilgangur verkefnisins, sem var samstarfsverkefni Pure Natura ehf og MATÍS ohf, var að rannsaka enn frekar hliðarafurðir í íslenskri sauðfjárrækt og þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu á þeim til fæðubótarframleiðslu.

Lesa meira

8.3.2021 : Fiskur framtíðarinnar / Future Fish - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar tækniumbyltandi tilbúnar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum.

Lesa meira

4.3.2021 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Frá og með febrúar 2021 hefur reglum Fræs/Þróunarfræs verið breytt og er nú alltaf opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Eins hefur upphæð hámarksstyrks verið hækkuð í 2.000.000 ISK.

Lesa meira

26.2.2021 : Vel heppnuð rafræn kynning á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti þróunarverkefna

Fundurinn var haldinn í samstarfi við helstu atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica