Notkun þorskroðs við munnholsaðgerðir - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.10.2021

Árið 2019 ákvað Tækniþróunarsjóður að styrkja verkefni Kerecis þar sem unnið er að þróun á vörum til notkunar sem ígræðsluefni í munnholi.

Styrkurinn gerði Kerecis kleift að þróa og rannsaka roð sem viðgerðarefni við skurðaðgerðir í munnholi og voru niðurstöður einkar jákvæðar. Þróunarverkefnið er mikilvægt í vegferð Kerecis í að breikka tækni- og vörugrunn fyrirtækisins, en þorri tekna fyrirtækisins kemur frá meðhöndlun á ýmiskonar húðskaða.

Logo tækniþróunarsjóðsÞrátt fyrir tafir af völdum kórónuveiruheimsfaraldursins hefur verkefnið skilað góðum árangri og má þar nefna leyfisveitingar frá Bandarísku matvæla- og lyfjastofnuninni og birtingu á vísindagrein í The International Journal of Perodontics and Restorative Dentistry. Gert er ráð fyrir birtingu fleiri greina í framtíðinni um niðurstöður verkefnisins m.a. í samvinnu við þekkta rannsakendur við Tufts og New York háskóla í Bandaríkjunum.

Niðurstöður verkefnisins eru mikilvægur áfangi í undirbúning Kerecis að markaðssetningu og markaðsleyfum fyrir vörur til munnholsviðgerða á heimsvísu.

Kerecis er brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvef og græða. Vörur fyrirtækisins eru framleiddar á Ísafirði, vöruþróun fer fram í Reyjavík og sölu- og markaðsstarf á Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Svisslandi

HEITI VERKEFNIS: Notkun þorskroðs við munnholsaðgerðir.

Verkefnisstjóri: Gunnar Jóhansson

Styrkþegi: Kerecis ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 25.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica