Tækniþróunarsjóður: mars 2021

31.3.2021 : Alltaf er opið fyrir að senda inn umsóknir í Fræ og Þróunarfræ

Umsóknir sem berast fyrir 20. apríl nk. munu fara fyrir fagráð sjóðsins í næsta matsferli.

Lesa meira

23.3.2021 : Straumleiðir í Kísilofni, bætt orkunýtni - verkefni lokið

Framleiðsla kísils og kísiljárns fer fram í svokölluðum ljósbogaofnum. Framleiðslan er knúin með rafhitun en þriggja fasa rafstraumur fer milli þriggja skauta, sem stungið er ofan í hráefnin sem fylla ofninn, svokallaða fyllu. Varminn losnar ýmist í ljósboga við allt að 20.000°C, og keyrir áfram orkufrekasta efnahvarfið sem er síðasta þrepið í því að framleiða kísilmálm, eða þegar rafstraumurinn berst um hráefnafylluna ofar í ofninum og knýr áfram efnahvörf á fyrri stigum ferlisins. 

Lesa meira

23.3.2021 : Áhrif leyfðra endotoxin-styrkja á stofnfrumur - verkefni lokið

Tækniþróunarsjóður Rannís styrkir hagnýt verkefni sem stuðla að samstarfi háskólastofnana og ORF Líftækni framleiðir vaxtarþætti (ISOkine®) í fræjum erfðabreyttra byggplantna sem eru seldir til stofnfrumuræktenda víða um heim. 

Lesa meira

22.3.2021 : Hitaþolið oxýtósin - verkefni lokið

Prótín og peptíð þola illa hita, sem takmarkar verulega notkunarmöguleika efnanna. Þessi efni eru almennt geymd í frysti eða kæli, en í stórum hluta heimsins getur verið erfitt að hafa aðgang að kæli, og þar er líftími þessara efna mjög stuttur. 

Lesa meira

10.3.2021 : Forspárgildi svefngæða á heilsu - verkefni lokið

Tækniþróunarsjóður Rannís styrkir hagnýt verkefni sem stuðla að samstarfi háskólastofnana og fyrirtækja, með það að markmiði að greiða leið tækninýjunga inn í vöruþróun. Nox Medical, Íslensk erfðagreining og Háskólinn í Reykjavik hafa unnið að þróun nýrra aðferða við greiningu á svefnmælingum. 

Lesa meira

10.3.2021 : Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól - verkefni lokið

PayAnalytics ehf. hefur lokið verkefninu „Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól“. Tækniþróunarsjóður styrkti verkefnið á árunum 2019 og 2020. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa gagnadrifið ákvarðanatól sem styddi stjórnendur, starfsmenn mannauðsdeilda og ráðgjafa í launatengd um ákvörðunum, með sérstaka áherslu á kynbundinn launamun.

Lesa meira

9.3.2021 : Íslensk fæðuunnin bætiefni unnin úr hliðarafurðum lamba - verkefni lokið

Tilgangur verkefnisins, sem var samstarfsverkefni Pure Natura ehf og MATÍS ohf, var að rannsaka enn frekar hliðarafurðir í íslenskri sauðfjárrækt og þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu á þeim til fæðubótarframleiðslu.

Lesa meira

8.3.2021 : Fiskur framtíðarinnar / Future Fish - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar tækniumbyltandi tilbúnar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum.

Lesa meira

4.3.2021 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Frá og með febrúar 2021 hefur reglum Fræs/Þróunarfræs verið breytt og er nú alltaf opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Eins hefur upphæð hámarksstyrks verið hækkuð í 2.000.000 ISK.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica