Forspárgildi svefngæða á heilsu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.3.2021

Tækniþróunarsjóður Rannís styrkir hagnýt verkefni sem stuðla að samstarfi háskólastofnana og fyrirtækja, með það að markmiði að greiða leið tækninýjunga inn í vöruþróun. Nox Medical, Íslensk erfðagreining og Háskólinn í Reykjavik hafa unnið að þróun nýrra aðferða við greiningu á svefnmælingum. 

Tilgangur verkefnisins var þróa nýjar sjálfvirkar aðferðir til að lesa úr merkjunum og nýta þær með hliðsjón af víðtæku gagnasafni Íslenskrar erfðagreiningar til að meta forspárgildi svefngæða á heilsu.

Íslensk erfðagreining hefur í samvinnu við Nox Medical mælt lífmerki svo sem heilarit, hjartarit, vöðvarit og öndun í svefni hjá um 3000 fullorðnum einstaklingum samhliða söfnun annarra heilbrigðisgagna. Vísindafólk á vegum Nox Medical og Háskólans í Reykjavík unnu úr gögnunum við þróun nýrra aðferða. Afurðir verkefnisins hafa nú þegar verið innleiddar af Nox Medical og verða gefnar út í lækningatækjum þess á vormisseri 2021. Einnig hefur verkefnið stuðlað að mikilli uppbyggingu þekkingar á svefni og úrvinnslu svefnmælinga hjá Háskólanum í Reykjavík, sem hefur nýst við stofnun Svefnseturs Háskólans í Reykjavík og við öflun stórs styrks frá Evrópusambandinu. Fjöldi vísindagreina, fyrirlestra, og veggspjalda hefur verið birtur með niðurstöðum verkefnisins í alþjóðlegum vísindatímaritum og á ráðstefnum.Logo tækniþróunarsjóðs

Samstarfsverkefni sýnir hvernig opinberir rannsóknar- og þróunarstyrkir geta stuðlað að nýsköpun í fyrirtækjum, stutt við sókn í rannsóknarstyriki hjá Evrópusambandinu, og stuðlað að uppbyggingu í háskólum. Nýsköpunarstarf er mikilvægt Nox Medical bæði sem tæki til markaðssetningar og til aðgreiningar á núverandi markaði og í þeirri háleitu vinnu að breyta því hvernig svefnmælingar og greiningar eru framkvæmdar.

HEITI VERKEFNI: Forspárgildi svefngæða á heilsu

Verkefnisstjóri: Halla Helgadóttir, Nox Medical

Styrkþegi: Reykjavík University

Tegund styrks: Hagnýt rannsóknaverkefni

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 45.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica