Fiskur framtíðarinnar / Future Fish - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.3.2021

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar tækniumbyltandi tilbúnar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum.

Logo tækniþróunarsjóðs

Samvinna verkefnishópsins gaf af sér meðal annars eftirfarandi afurðir.

  • þróun á uppskriftum og ferlum til að þrívíddarprennta mismunandi sjávarfang 
  • tilbúnar grunnuppskriftir fyrir 3D prenthylki með sjávarfangi 
  • sýningaruppskriftir /hönnun til að kynna 3D prenntun með sjávarafurðum fyrir framtíðarnotendum (t.d. viðburðir, kennslustofur, ráðstefnur) 
  • námskeið / fræðsluefni til að fræða fólk um notkun þrívíddarprentunar með sjávarfangi almennt og nýtingu vannýttra sjávarafurða

Verkefnið hefur sýnt fram á leið til að skapa verulegan virðisauka, umbreyta aukaafurðum með litlu virði í hágæða vörur með nýstárlegum vinnsluaðferðum. Niðurstöðu þessarar vinnu er hægt að nýta í frekari rannsóknir svo sem hvernig hægt er að aðlaga nýja tækni að flóknum hráefnum eins og aukaafurðum úr sjávarfangi. Niðurstöðurnar geta einnig verið notaðar í veitingarekstri þar sem hægt er að búa til aðlaðandi og næringargóða sérsmíðaða 3D prentaða skammta og rétti úr verðlitlum sjávarafurðum. Þá er hægt að yfirfæra aðferðirnar sem voru þróaðar í verkefninu á önnur flókin og/eða nýstárleg hráefni (t.d. þörunga, einfrumuprótein, skordýr osfrv.) til að útbúa neytendavænar vörur á formi sem höfðar til neytenda.

Samstarfsaðilar verkefnisins þakka Tækniþróunarsjóði fyrir fjárhagslegan stuðning sem hefur verið mjög mikilvægur fyrir framkvæmd verkefnisins.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Þóra Valsdóttir, Matís.

HEITI VERKEFNIS: Fiskur framtíðarinnar / Future Fish

Verkefnisstjóri: Holly T. Kristinsson

Styrkþegi: Matís ohf.

Tegund styrks: Hagnýt rannsóknarverkefni

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 45.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica