Íslensk fæðuunnin bætiefni unnin úr hliðarafurðum lamba - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.3.2021

Tilgangur verkefnisins, sem var samstarfsverkefni Pure Natura ehf og MATÍS ohf, var að rannsaka enn frekar hliðarafurðir í íslenskri sauðfjárrækt og þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu á þeim til fæðubótarframleiðslu.

Hráefnin voru rannsökuð með tilliti til næringarinnihalds, hreinleika, öryggis og lífvirkni auk þess sem þau voru rannsökuð með tilliti til fýsileika, þ.e. vinnsluferla og kostnaðar.

Logo tækniþróunarsjóðsPure Natura sem hefur frá árinu 2017 framleitt og selt fæðubótarefni úr íslenskum innmat og jurtum fór fyrir verkefninu. Fyrirtækið setti sér það markmið að hægt væri að nýta enn fleiri hráefni úr dilkaslátrun til fæðubótar . Nú í lok tveggja ára verkefnis, hafa fjórar nýrar vörur verið þróaðar, allar úr vannýttum íslenskum hráefnum.

Verkefnið skilaði dýrmætum upplýsingum um hliðarafurðir í sauðfjárrækt, efnainnihaldi þeirra , hreinleika og lífvirkni. Upplýsingar sem nýttar hafa verið af vöruþróunarteymi Pure Natura og endurspeglast í þeim vörum sem nú eru tilbúnar til dreifingar á markaði.

Pure Natura mun nýta þessa þekkingu til áframhaldandi útflutnings á íslenskum innmat í formi bætiefna, í samkeppni við erlenda framleiðendur, sem nýta hráefni úr nautgriparækt. Í dag framleiðir fyrirtækið bætiefni undir vörumerki Pure Natura, en einnig fyrir Hunter and Gather foods í Bretlandi. Stefnt er að því að stórauka útflutningsverðmæti íslenskra hliðarafurða í þessu formi á komandi árum með enn frekari sölu á vörumerki Pure Natura í Bandaríkjunum og Bretlandi en einnig með því að framleiða fyrir fleiri erlend fyrirtæki, vörur sem seldar verða undir þeirra vörumerkjum.

Sjá: Íslensk ofurfæða - Pure Natura

HEITI VERKEFNIS: Íslensk fæðuunnin bætiefni unnin úr hliðarafurðum lamba

Verkefnisstjóri: Hildur Þóra Magnúsdóttir

Styrkþegi: Pure Natura ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica