Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2021

28.5.2021

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 73 verkefna, sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri, að ganga til samninga um nýja styrki. 

Í boði voru styrktarflokkarnir Hagnýt rannsóknaverkefni, Fræ, Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur. Alls bárust 459 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 16%. Haft verður samband við verkefnastjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Í þessari úthlutun eru styrkveitingar til nýrra verkefna 907 milljónir króna á þessu ári en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.775 milljónum króna. Þetta er stærsta einstaka úthlutun Tækniþróunarsjóðs frá upphafi. Síðustu ár hafa fjárframlög til sjóðsins verið um 2,3 milljarðar króna en í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs sem samþykkt var á síðasta ári voru fjárveitingar til sjóðsins hækkaðar í 3,6 milljarða á árinu 2021.

Tölfræði umsókna og dreifingu einkunna má sjá neðst í fréttinni.

Næsti umsóknafrestur um fyrirtækjastyrki verður 15. september 2021 og verður úthlutun vegna þeirra tilkynnt undir lok ársins. Opið er allt árið fyrir umsóknir í styrktarflokknum Fræ og Einkaleyfastyrkir.

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem býður upp á fjölmarga styrktarflokka fyrir verkefni á mismunandi stað í vaxtarferli fyrirtækja.

 Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni*:

Hagnýt rannsóknaverkefni                                                                                                                                          
Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Umsækjandi
Dermolíðar Þórarinn Guðjónsson Háskóli Íslands
Efnisrannsóknir&líkanagerð jarðhitaborholufóðringa Sigrún Nanna Karlsdóttir Háskóli Íslands
GeoEjector: Tenging lágþrýsti- og háþrýstiborholna María Sigríður Guðjónsdóttir Háskólinn í Reykjavík ehf.
Hönnun Rafskauta til Afoxunar Niturs Helga Dögg Flosadóttir Háskóli Íslands
Mælingar á gösum og ryki með flýgildum Gunnlaugur Einarsson Íslenskar orkurannsóknir
Rauntíma hljóðhermun fyrir stafræna afþreyingu Rúnar Unnþórsson Háskóli Íslands
Sjávarlíffjölliður sem bæta lækningatæki - MariMed Már Másson Háskóli Íslands
Steindabinding koldíoxíðs leyst í sjó Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir CarbFix ohf.
Verkfræðileg hönnun afoxunar á CO2 í eldsneyti Egill Skúlason Háskóli Íslands
WoundSHIELD Nýgræðing þrálátra sára Guðmundur H Guðmundsson Háskóli Íslands
Sproti                                                                                                                                                                                  
Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Umsækjandi
Cirrus — Skapandi hljóðviðbót komið á markað Halldór Eldjárn Halldór Eldjárn
Fjöðrunarappið Hinrik Johannsson Hinrik Johannsson
Framþróun dórófóna Halldór Úlfarsson Halldór Úlfarsson
Frágangur: Örugg, rafræn og einföld bílaviðskipti Helgi Pjetur Jóhannsson Bílafrágangur ehf.
HorseDay Oddur Olafsson Mom ehf
Hönnun og þróun vöru til fækkunar spítalasýkinga. Alexander Jóhönnuson SVAI ehf.
Kolefnisjöfnun með menntun stúlkna Sigrún Kristjánsdóttir SoGreen
Lýsi og prótein unnin með kuldvirkum ensímum Þórður Bergsson North Seafood Solutions ehf.
NordPlast Sean Michael Scully Hemp Pack ehf.
Parka Camping - Yfirsýn Ari Björn Ólafsson Computer Vision ehf.
PROREHAB til þjálfunar á gervifætur og spelkur Kim Peter Viviane De Roy K!M ehf.
Rannsókn á fýsileika lofthreinsivers á Bakka Eyjólfur Lárusson Carbon Iceland ehf.
Showdeck Friðþjófur Þorsteinsson Friðþjófur Þorsteinsson
SESAM - Stafræn eignastýring samfélagslega ábyrgra Tómas Áki Gestsson Metria ehf.
Shaker Erla Björgheim Pálsdóttir Viral Uno ehf.
Sjálfvirk textagerð til rannsókna Elena Callegari Elena Callegari
Umbyltandi skyrnasl á erlendan markað Hörður Guðjón Kristinsson Responsible Foods ehf.
Youwind vöxtur með Pixel Eðvald Eyjólfsson Eðvaldsson YOUWIND Renewables ehf.
ÞARAPLAST Julie Encausse Marea ehf.
Þjálfun lækna í bráðatilvikum með sýndarveruleika Birgir Már Þorgeirsson Medagogic ehf.
Vöxtur                                                                                                                                                                                
Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Umsækjandi
Aurbjörg Premium - Snjöll fjármálaþjónusta Auður Björk Guðmundsdóttir Two Birds ehf.
Avo Inspector Brynja Huld Óskarsdóttir Avo Software ehf.
CGRP hemill til meðferðar á Psoriasis Bjarki Guðlaugsson Nepsone ehf.
Fiskvinnsla - Næsta kynslóð Hólmfrídur Sveinsdóttir Vélfag ehf.
Genki Intent — Frá hugmynd að veruleika Ólafur Bjarki Bogason Genki Instruments ehf.
Landmass - Umhverfishermun fyrir tölvuleiki Gísli Konráðsson Arctic Theory ehf.
Lýsi og fríar fitusýrur gegn kórónaveirum og kvefi Rakel Sæmundsdóttir Lýsi hf.
Myriad - Þjónusta með sjálfvirkum drónum Tryggvi Stefánsson Svarmi ehf.
Niðurtröppun.is Kjartan Þórsson Nordverse Medical Solutions ehf.
Ný meðferð við arfgengri íslenskri heilablæðingu Hákon Hákonarson Arctic Therapeutics ehf.
Orku- og vatnssparandi rækjupillunarvél Páll Mar Magnússon Martak ehf.
Rannsóknir á virkni jarðhitakísils á mannslíkamann Fida Muhammed Abu Libdeh geoSilica Iceland hf.
Sjálfvirknivæðing í veikleika- og áhættustjórnun. Júlía Oddsdóttir Nanitor ehf.
SVAPP – Smáforrit um svefn og svefnvanda Erla Björnsdóttir Mobile health ehf.
Trackwell FiMS Kolbeinn Gunnarsson Trackwell hf.
UPCO2R Ásgeir Ívarsson Gefn ehf.
Vindtúrbínur fyrir fjarskipta og eftirlitskerfi Sæþór Ásgeirsson IceWind ehf.
Markaðsstyrkir                                                                                                                                                                
Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Umsækjandi
Alþjóðleg markaðssókn Ankeri Platform Kristinn Aspelund Kristinn Aspelund
Græn íslensk metanóltækni á Indlandsmarkað Ómar Freyr Sigurbjörnsson CRI hf.
Markaðssetning á Kerecis Gingiva Graft Gunnar Jóhannsson KERECIS hf.
Markaðssetning tækni til framleiðslu nítrats Hákon Örn Birgisson Atmonia ehf.
Markaðssókn fyrir Aries Silja Rún Guðmundsdóttir Tern Systems ehf.
Memaxi PRO - markaðssetning á Íslandi Páll Borg Memaxi ehf.
Sjálfbærar borgir framtíðarinnar 3: Markaðssetning Pall Jakob Lindal ENVRALYS ehf.
Sókn Memento á Bandaríkjamarkað Arnar Jónsson Memento
Söluátak vegna kjúklingakælingar Ester Ósk Pálsdóttir Thor Ice Chilling Solutions ehf.
Undirbúningur markaðssóknar YAY í Skandinavíu Ari Þorgeir Steinarsson Yay ehf.
Uppbygging innviða fyrir dreifingu Karl Birgir Björnsson K88 ehf.
Fræ                                                                                                                                                         
Heiti verkefnis Verkefnisstjóri
Framleiðsla e-ammoníaks Teitur Gunnarsson
Fræ til Framtiðar - SnjallRæktun Gunnar Ólafsson
Fyrsta frumgerð sjálfvirkra róbota til ræktunar Þórður Jónsson
Guru Árni Steinn Viggósson
Hagkvæmisathugun á framleiðslu á barnamat Vaka Mar Valsdóttir
Lífplast fyrir matvæli unnið úr sjávarþörungum Sigríður Kristinsdóttir
Metan sem orkugjafi fyrir gróðurhús Ólafur Jóhannsson
Rannsóknir á virkni MgSiO3 sem jarðvegsbætiefni Hrafnhildur Svansdottir
Sirkúla Myrra Leifsdottir
Snjöll vöktun á leyfiskostnaði Þór Sigurðsson
Spíra - ný leið til að læra íslensku Alexandra Mjöll Young
StoryBookFlix - myndbækur fyrir börn Arnar Arinbjarnarson
Urbanixm Börkur Sigurbjörnsson
Verðlítil ull verður verðmæt. -Snoðbreiða- Kristín Sigríður Gunnarsdóttir
Ylur: Hátæknigróðurhús á Norðurlandi Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir

* Listinn er birtur með fyrirvara um hugsanlegar villur

Fjöldi umsókna og styrkir 

Einkunn Fræ Hagnýt rannsóknaverkefni Sproti Vöxtur Markaðsstyrkur
Umsóknir 72 61 143 128 55
Styrkir 15 10 20 17 11
Árangurshlutfall 21% 16% 14% 13% 20%

Dreifing einkunna fyrir umsóknir sem bárust

Einkunn Hagnýt rannsóknaverkefni Sproti Vöxtur Markaðsstyrkur
A1 15% 12% 12% 15%
A2 18% 13% 19% 20%
A3 30% 28% 16% 22%
B 28% 10% 33% 24%
F 10% 37% 20% 20%   


Dreifing einkunna fyrir verkefni sem boðið er til samninga

Einkunn Hagnýt rannsóknaverkefni Sproti Vöxtur Markaðsstyrkur
A1 100% 80% 88% 64%
A2 9% 20% 12% 36%









Þetta vefsvæði byggir á Eplica