Þróun hægðalosandi stíla - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

22.10.2021

Lipid Pharmaceuticals hefur um árabil, í samstarfi við Lýsi hf. unnið að þróun hægðalosandi stíla unnum úr fiskiolíu og gert á þeim klínískar prófanir.

Fyrirtækin hlutu svo styrk úr Tækniþróunarsjóði árið 2018 til að koma stílunum úr tilraunaframleiðslu og yfir í markaðssett lækningatæki. Í verkefninu voru framleiðsluferlar þróaðir, gæðakerfi sett upp og markaðssetning undirbúin, m.a. með hönnun umbúða, uppsetningu markaðssefnis og viðræðum við mögulega samstarfsaðila.

Logo tækniþróunarsjóðsVerkefnið hefur skilað því að varan er nú komin mjög nálægt markaðssetningu og liggur næst við að nota afraksturinn til að fá vottun á gæðakerfið og klára markaðsetninguna.

HEITI VERKEFNIS: Þróun hægðalosandi stíla

Verkefnisstjóri: Rakel Sæmundsdóttir

Styrkþegi: Lipid Pharmaceuticals ehf. og Lýsi hf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 25.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica