Markaðssetning Lulla doll í Evrópu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.4.2021

Róró fékk markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að styrkja stöðu vörumerkisins Róró og Lulla doll á Evrópumarkaði. Áhersla var lögð á greiningu á mörkuðum, aukinn sýnileika, uppbyggingu vörumerkisins, aukna dreifingu og samskipti við endursöluaðila og viðskiptavini.

Í upphafi verkefnis tímabils sem hófst um miðjan febrúar skall Covid - 19 bylgjan yfir heimsbyggðina af fullum þunga. Segja má að þetta verkefnisár hafi verið einn flöskuháls þar sem óvissa ríkti allan tímann og hlutir breyttust með minnsta fyrirvara. 

Logo tækniþróunarsjóðsUmfjöllun á öllum miðlum, hegðun á mörkuðum, og viðskiptaumhverfið starfaði að mörgu leyti í breyttri mynd. Það gerði almennar greiningar á stöðugum þáttum og neytendahegðun erfiðar, en í staðinn urðu stöðugar greiningar á ástandinu og sveigjanleiki algerlega nauðsynlegur. 

Sérstök áhersla var sett á innri uppbyggingu og styrkingu vörumerkisins og að byggja upp og viðhalda nánum og jákvæðum tengslum við okkar samstarfsaðila og viðskiptavini.

Þó að vissulega hafði steðjað að margvíslegir erfiðleikar og áskoranir allt árið þá erum við á heildina á litið ánægð með árangur þessa verkefnis. Við teljum að við höfum náð að skapa mikilvægan og góðan grunn fyrir vörumerkið Lulla doll og Róró til að blómstra í Evrópu á bjartari tímum sem að framundan eru.

HEITI VERKEFNIS: Markaðssetning Lulla doll í Evrópu

Verkefnisstjóri: Eyrún Eggertsdóttir

Styrkþegi: Róró ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica