Maul – Rafrænt mötuneyti - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.11.2021

Maul hlaut styrk til þess að þróa hugbúnaðarlausn í skýinu sem er byggð á vefþjónustum. Lausnin gerir smærri og meðalstórum fyrirtækjum kleift að bjóða starfsmönnum sínum upp á innsendan mat í hádeginu eins og um mötuneyt væri að ræða. Starfsmenn hafa val um nokkra rétti frá mismunandi veitingastöðum á hverjum degi og panta með viku fyrirvara. Með þessu móti verða pantanir hentugar fyrir veitingastaði og hefur þjónustan notið mikilla vinsælda meðal veitingahúsaeigenda, jafnt sem atvinnurekenda og starfsmanna.

Logo tækniþróunarsjóðs

Eitt helsta sérkenni við þjónustu Mauls er sú að sendlar hittast og skiptast á matarpökkum milli þess sem matur er sóttur á veitingastað og hann afhentur á vinnustað. Þannig býðst viðskiptavinum mun meiri fjölbreytni en frá öðrum mötuneytisþjónustum.

Verkefnið hefur gengið vonum framar og nú eru yfir sjötíu fyritæki og stofnanir með samtals yfir 1.600 starfsmenn í daglegum viðskiptum. Starfsmenn í fullu starfi eru sjö talsins að ótöldum bílstjórum.

Maul hefur opnað skrifstofu í Danmörku og hafið samstarf með stórri heimsendingarsþjónustu í Kaupmannahöfn. Þá hefur fyrirtækið hlotið inngöngu í viðskiptahraðalinn Acclerace þar í landi. Einkaleyfisumsókn hefur verið lögð inn til Einkaleyfisskrifstofu Evrópu – EPO. Tækniþróunarsjóður hefur hafnað styrkumsókn sem varðar áframhaldandi þróun á kerfi Mauls.

HEITI VERKEFNIS: Maul – Rafrænt mötuneyti

Verkefnisstjóri: Egill Pálsson

Styrkþegi: Maul ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica