Tækifæri í rannsóknum og þróun á sviði jarðvarma

13.9.2021

Við viljum vekja athygli á umsóknarfresti forumsókna þann 4. október nk. í sameiginlegt kall GEOTHERMICA Era-Net og JPP SES í verkefnaflokkinn Accelerating the Heating and Cooling Transition.

  • Picture1_1625139918098

 Rannsóknastofnanir, háskólar og fyrirtæki sem stunda rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma geta sent inn umsóknir. Upphaf verkefna eru áætluð  í september 2022. 

Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís (ath. ekki í gegnum Mínar síður).

Umsóknargögn og leiðbeiningar

Sjá nánar í auglýsingu  um umsóknir

Reglur um þátttöku innlendra aðila í verkefnum í Geothermica

Styrkir til innlendra aðila eru fjármagnaðir af Tækniþróunarsjóði og falla umsóknir innlendra aðila í Geothermica undir reglur Tækniþróunarsjóðs um Vöxt.

Hámarksupphæð er allt að 15 milljónir króna á ári til allt að þriggja ára. Undantekning á reglum um Vöxt er að aðalumsækjandi verkefnisins þarf ekki að vera fyrirtæki, heldur má vera háskóli eða rannsóknastofnun. Reglur um mótframlag ráðast af eðli verkefnisins og tegund umsækjenda (sjá nánar töflu 1 á bls. 8 í reglum um styrktarflokkinn Vöxt). 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica