Fréttir: 2025

16.5.2025 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna fyrir árið 2025, en umsóknarfrestur rann út 17. mars sl.

Lesa meira

16.5.2025 : Vel heppnuð Uppskeruhátið íslenskra verkefnaaðila í Uppbyggingarsjóði EES

Uppskeruhátíð Uppbyggingasjóðs EES fyrir tímabilið 2014-2021 sem lauk þó formlega árið 2025 var haldin á Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 29. apríl 2025. Þar var fagnað góðum árangri á síðasta tímabili sjóðsins og lögð drög að enn frekari samstarfi við viðtökuríki Uppbyggingarsjóðsins víða um Evrópu. 

Lesa meira

15.5.2025 : Evrópusamstarf mikilvæg leið að aukinni stafrænni færni og virkri þátttöku í samfélaginu

Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund í menntun stóð Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí í Eddu. Hún bar yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar og beindi sjónum að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.

Lesa meira

14.5.2025 : Upplýsingafundur og tengslaráðstefna um "NEB Facility" (e. New European Bauhaus)

New European Bauhaus er innan Horizon Europe og styður við nýsköpun þar sem markmiðið er að gera búsetuumhverfi borga og bæja sjáfbærara, fallegra og aðgengilegra.

Lesa meira
Evropuverdlaunin-EITA-2025-1-

8.5.2025 : Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu 2025 - nú með Evrópumerkinu

Landskrifstofa Erasmus+ auglýsir eftir umsóknum um viðurkenningu fyrir Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu (European Innovative Teaching Award – EITA). Í ár er Evrópumerkið fyrir nýbreytni á sviði tungumálakennslu og -náms hluti af þeim verðlaunum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2025. 

Lesa meira
NORDPLUS-Keyboard-button

6.5.2025 : Úthlutun Nordplus 2025

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni um 12,4 milljónum evra til 326 verkefna og samstarfsneta sem hefjast árið 2025. Alls bárust 609 umsóknir um styrki upp á samtals rúmlega 31,5 miljón evra. 

Lesa meira

6.5.2025 : Orkuskipti – CET samfjármögnun 2025

Auglýst er eftir umsóknum í tengslum við orkuskipti. Orkuskiptin eru lykilatriði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og til að ná markmiðum okkar þarf samhent átak.

Lesa meira

6.5.2025 : Upplýsingafundur um LIFE 2025

Upplýsingafundur um ný köll í LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun ESB.

Lesa meira

2.5.2025 : Æskulýðssjóður, fyrri úthlutun 2025

Æskulýðssjóði bárust alls 21 umsókn um styrk vegna umsóknarfrests 15. febrúar s.l. Sótt var um styrki að upphæð 26.108.885.   

Lesa meira
1a-01_1620061629039

30.4.2025 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2026

Umsóknarfrestur er 13. júní nk. klukkan 15:00.

Lesa meira

22.4.2025 : Horizon Europe upplýsingadagar og tengslaráðstefnur

Framkvæmdastjórn ESB hefur birt drög að vinnuáætlunum ársins 2025 og í apríl til júní 2025 verða haldnir upplýsingadagar um vinnuáætlanirnar og tengslaráðstefnur (e. brokerage event) vegna þeirra. 

Lesa meira

21.4.2025 : Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar, ráðstefna í Eddu

Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund stendur Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí kl. 13:30 sem ber yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar. Þar verður sjónum beint að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi. 

Lesa meira

17.4.2025 : Uppbyggingarsjóður EES - uppskeruhátíð

Uppskeruhátíðin fer fram þann 29. apríl 2025 kl. 14:00 - 16:00 á Hótel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík. 

Lesa meira
Innovate-and-Elevate-14.may-2025

16.4.2025 : Nýsköpunarvikan: Innovate and Elevate! - Funding, Founders and Fun

Rannís, Tækniþróunarsjóður og Enterprise Europe Network taka þátt í Nýsköpunarvikunni og bjóða til hádegisviðburðar með yfirskriftinni: Innovate and Elevate! - Funding, Founders and Fun. 

Lesa meira

15.4.2025 : Culture Moves Europe tengir saman fólk sem starfar að listum og menningu í Evrópu

Culture Moves Europe tengir saman fólk sem starfar að listum og menningu í Evrópu og þann 3. apríl var haldið upp á þriggja ára afmæli Culture Moves.

Lesa meira

11.4.2025 : Uppbyggingarsjóður EES styður íslensk búlgarska samvinnu

Ideas Factory í Búlgaríu og Gullkistan, miðstöð sköpunar á Laugarvatni hafa tekið höndum saman í verkefninu: Thermo-culture: Practices in protecting the thermal culture as a matter of cultural heritage sem er stutt Uppbyggingarsjóði EES.

Lesa meira

11.4.2025 : Menntun fyrir samfélagslega sjálfbæra framtíð

Nordplus stendur fyrir rafrænni ráðstefnu þriðjudaginn 27. maí 2025 þar sem fjallað verður um hlutverk menntunar í að stuðla að samfélagslegri sjálfbærni.

Lesa meira
Euroguidance_-vinnustofa_31_mars_2025-4-

4.4.2025 : Euroguidance vinnustofa með Dr. Amundson og Andreu Fruhling: Nýjar leiðir í náms- og starfsráðgjöf

Um 60 náms- og starfsráðgjafar tóku þátt í vinnustofu Euroguidance á Íslandi með hinum virtu sérfræðingum Dr. Norm Amundson og Andreu Fruhling. Vinnustofan, sem var haldin í samstarfi við FNS, HÍ, Rannís, MMS og EPALE, beindist að skapandi ráðgjöf og undirstrikaði mikilvægi alþjóðavæðingar í faginu.

Lesa meira
Tveir unglingar sitja glaðir í lestarsæti og halda í myndavélina fyrir sjálfu. Þau brosa og sýna

3.4.2025 : Opnað fyrir DiscoverEU umsóknir fyrir ungmenni á 18. aldursári

Hefur þú áhuga á að skoða heimsálfuna og víkka sjóndeildarhringinn? Þú getur orðið eitt af 50 íslenskum ungmennum sem vinna ferðalag um Evrópu með því að skrá sig til leiks í DiscoverEU. 

Lesa meira

27.3.2025 : Fimm íslenskir skólar hljóta viðurkenningu sem eTwinning-skólar 2025–2026

Skólar í Reykjavík, Kópavogi og Vogum fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í alþjóðlegu skólasamstarfi, stafrænum hæfniþáttum og þátttöku nemenda.

Lesa meira
Stapaskoli-6

25.3.2025 : Stapaskóli á eTwinning verkefni mánaðarins

Í mars 2025 er það litríkt og áhrifaríkt verkefni Stapaskóla sem hlýtur nafnbótina eTwinning verkefni mánaðarins. Verkefnið, sem bar heitið Ink of Unity – Celebrating our true colors, var samstarf fjögurra skóla frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Lesa meira
Menntabudir_2025

21.3.2025 : Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum

Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum um stafræna tækni og sköpun þar sem þær kynntu tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og þróunar í skólastarfi með áherslu á upplýsingatækni, sköpun og alþjóðavæðingu.

Lesa meira

20.3.2025 : 1,2 milljörðum króna veitt til íslenskra stofnana vegna sóknar þeirra í Erasmus+ styrki til Brussel

Erasmus+ áætlunin styður metnaðarfull samstarfsverkefni í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum til að styðja meðal annars við nýsköpun í kennslufræðum og notkun upplýsingatækni. Sumir verkefnaflokkar eru í umsjón framkvæmdaskrifstofu í Brussel og ríkir oft mikil samkeppni um styrki sem sótt er um þangað.

Lesa meira

18.3.2025 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2025

Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 293 umsóknir í ár fyrir 444 háskólanema. Umsóknarfrestur rann út 7. febrúar 2025. 

Lesa meira
Iss_6429_03132

13.3.2025 : Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði árið 2025

Alls bárust Innviðasjóði 33 umsóknir og þar af voru 30 gildar umsóknir sem voru metnar af fagráði. Af þeim voru 12 þeirra styrktar eða um 40,0% umsókna.

Lesa meira

13.3.2025 : NordForsk auglýsir kall um fjandsamlegar ógnir sem ögra samfélagsöryggi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna

Fjandsamlegar ógnir og blandaðar árásir er ofarlega á baugi á Norðurlöndum og Eystrasaltssvæðinu. Umsóknarfrestur er 12. júní 2025 kl. 11:00 að íslenskum tíma. 

Lesa meira
Fyrir-ESEP-og-eTwinning-1-

13.3.2025 : Landskrifstofa eTwinning leitar að fyrirmyndarverkefnum!

Landskrifstofa eTwinning leitar að frábærum eTwinning-verkefnum á öllum skólastigum til að veita öðrum kennurum innblástur. Valin verkefni verða kynnt í fréttagreinum og á samfélagsmiðlum. 

Lesa meira
Rafraent-skolasamstarf-i-20-ar-3-

12.3.2025 : 20 ár af eldmóði: eTwinning sendiherrarnir sem hafa fylgt þróuninni frá upphafi

Kolbrún Svala Hjaltadóttir frá Íslandi og Tiina Sarisalmi frá Finnlandi hafa verið hluti af eTwinning samfélaginu frá fyrsta degi árið 2005. 
Í þessu viðtali deila þær einstökum reynslusögum, frá fyrstu skrefunum í stafrænu skólasamstarfi til þess hvernig eTwinning hefur þróast í gegnum árin og haft áhrif á kennsluaðferðir, nemendur og þeirra eigin starfsferil.

Lesa meira

12.3.2025 : Upplýsingadagar LIFE áætlunarinnar

Haldnir verða rafrænir upplýsingadagar um LIFE áætlunina dagana 13.-15. maí nk. 

Lesa meira

11.3.2025 : Creative Europe – rafrænn kynningarfundur

Creative Europe á Íslandi stendur fyrir rafrænum kynningarfundi þann 13. mars nk. klukkan 9:00 - 10:00.

Lesa meira

10.3.2025 : Hvernig á að skilja Horizon Europe?

Rannís stendur fyrir vefstofu (e. The Intelligence behind Horizon Europe and how organisations from Iceland should exploit it intelligently) fyrir byrjendur og lengra komna í Horizon Europe þann 26. mars nk. frá 9:30 - 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
Min-framtid

7.3.2025 : Rannís og landskrifstofa Erasmus+ taka þátt í Mín framtíð

Framhaldsskólakynningin Mín framtíð verður haldin dagana 13. til 15. mars í Laugardalshöll. Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina.

Lesa meira
Arsskyrsla-rannis-forsidumynd-2024

28.2.2025 : Ársskýrsla Rannís 2024 birt

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2024 er komin út á rafrænu formi.

Lesa meira
_RAN2804

28.2.2025 : Heimsókn menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra heimsótti Rannís á dögunum og fræddist um fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar. 

Lesa meira

27.2.2025 : Auglýst eftir umsóknum í Jafnréttissjóð Íslands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafnréttissjóð Íslands og er umsóknarfrestur til 10. apríl 2025, kl. 15:00

Lesa meira

27.2.2025 : Gæti Evrópusamstarf nýst þinni stofnun í stefnumótun?

Frestur til að sækja um stefnumótandi verkefni í Erasmus+ er 27. maí næstkomandi og býður Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel öll áhugasöm velkomin á rafrænan upplýsingafund þriðjudaginn 11. mars.

Lesa meira
Sustainable-blue-economy-partnership

27.2.2025 : Upplýsingafundur: Nýtt kall - Sustainable Blue Economy Partnership

Styrkur til rannsóknaverkefna sem þurfa aðgang að rannsóknaraðstöðu í sjö löndum. Rafrænn upplýsingafundur 28. febrúar kl. 12:00.

Lesa meira

26.2.2025 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 5. maí 2025.

Lesa meira

26.2.2025 : Erasmus+ á Íslandi styrkir 15 ný samstarfsverkefni um 227 milljónir íslenskra króna

Í lok síðasta árs úthlutaði Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi styrkjum til átta nýrra samstarfsverkefna sem sóttu um í seinni umsóknarfrest ársins auk þess að veita sjö styrki til umsókna á biðlista. Landskrifstofan bauð nýjum verkefnastjórum til fundar á Nauthóli þann 19. febrúar til að fagna góðum árangri og fara yfir helstu atriði við framkvæmd verkefna.

Lesa meira
Shutterstock_81341863-starfsmenntun

26.2.2025 : Rannís hýsir ReferNet – Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar

Rannís hefur gert samning til næstu fjögurra ára um rekstur ReferNet, samstarfsnets Evrópulanda á vegum CEDEFOP sem safnar og miðlar upplýsingum um starfsmenntun. Hlutverk Rannís er að afla gagna og vinna skýrslur um þróun og stefnumótun í starfsmenntun á Íslandi fyrir þeirra hönd.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica