Fréttir: 2025

7.10.2025 : Fögnum Erasmus+ dögunum 13.-18. október með stæl!

Erasmus dagar 2025 fara fram dagana 13. - 18. október. Um er að ræða sex daga tímabil þar sem athygli er vakin á Erasmus+ áætluninni og tækifærum hennar með samstilltu átaki. Landskrifstofan hvetur styrkhafa til að nota tækifærið og deila framlagi sínu og reynslu. 

Lesa meira

1.10.2025 : 17 ný Erasmus+ samstarfsverkefni styrkt um nær 500 milljónir króna

Í sumar veitti Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi 17 styrki til nýrra samstarfsverkefna á sviði menntunar og æskulýðsmála. Stjórnendur þessara verkefna og starfsfólk Landskrifstofu áttu góðan upphafsfund á Reykjavík Natura þann 25. september, fögnuðu góðum árangri og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+. 

Lesa meira

1.10.2025 : Vinnustaðanámssjóður auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna vinnustaðanáms nema á tímabilinu 1. nóvember 2024 til 31. október 2025. Umsóknarfrestur til 17. nóvember kl. 15:00.

Lesa meira

30.9.2025 : Tækifæri til vaxtar - námskeið á Akureyri

Ráðgjafar Rannís í samstarfi við Drift EA standa fyrir námskeiði og fyrirtækja- og einstaklingsráðgjöf 22.-23. október næstkomandi.

Lesa meira

30.9.2025 : Culture Moves Europe – ferðastyrkir til einstaklinga

Opið er fyrir umsóknir um ferðastyrki fyrir listamenn og starfsfólk í menningargeira. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl 2026.

Lesa meira
Malthing-Eru-evropskir-haskolar-i-fararbroddi-2

30.9.2025 : Eru evrópskir háskólar í fararbroddi? - ávinningur af þátttöku íslenskra háskóla í evrópskum háskólanetum

Málþing, 14. október kl. 13.00 í Norræna húsinu, um ávinning og áskoranir háskólanetanna fyrir nemendur, starfsfólk, stöðu háskólanna og samfélagið. 

Lesa meira
Nyskopunarthing-2025-mynd-med-frett-NYTT-1-

30.9.2025 : Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni

Rannís, Hugverkastofan, Íslandsstofa og Nýsköpunarsjóðurinn Kría bjóða til Nýsköpunarþings 2025 í Grósku 30. október kl. 14:00-15:30. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025 verða veitt á þinginu.

Lesa meira

29.9.2025 : Tilkynning til Erasmus+/ESC styrkþega vegna Play

Tilkynnt hefur verið um að flugfélagið Play leggi niður starfsemi sína. Vafalaust hefur sú þróun áhrif á áform einhverra af þeim fjölmörgu þátttakendum í Erasmus+ sem eru á leið í ferðalag eða eru stödd erlendis. Landskrifstofa hefur tekið saman upplýsingar sem vonandi koma styrkþegum að notum í þessari stöðu. 

Lesa meira

27.9.2025 : Vísindaskóli unga fólksins hjá Háskólanum á Akureyri hlýtur viðurkenningu fyrir vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun var afhent við opnun Vísindavöku þann 27. september og tóku þær Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, og Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskóla unga fólksins, við viðurkenningunni.

Lesa meira

27.9.2025 : Vísindavaka í dag, til hamingju með daginn!

Á Vísindavöku fögnum við vísindum og þökkum vísindafólki fyrir ómetanlegt starf. Áhugi og þátttaka almennings gera daginn einstakan og minna á mikilvægi vísinda fyrir samfélagið allt.

Lesa meira

26.9.2025 : Ellefta norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Ráðstefnan verður haldin í Tromsö, 1. - 2. febrúar 2026, en Arctic Frontiers ráðstefnan hefst í beinu framhaldi og stendur 2.-5. febrúar í Tromsö. 

Lesa meira
Fyrirlestur-a-visindavoku-pall

26.9.2025 : Fyrirlestur á Vísindavöku: Líftæknilyf 101, hvaðan koma þau og af hverju eru þau svona dýr?

Páll Þór Ingvarsson, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, fræðir gesti um líftæknilyf sem hafa komið sem stormsveipur inn í heilbrigðiskerfið síðustu ár.

Lesa meira
Fyrirlestur-a-Visindavoku-2

25.9.2025 : Fyrirlestur á Vísindavöku: Talandi kort - Heimurinn eins og þú hefur aldrei séð hann áður

Benjamin David Hennig, prófessor í landfræði við háskóla Íslands, fræðir gesti um brenglaða vörpun korta (e. cartogram) sem endurmótar hið kunnuglega heimskort í óvænt ný form sem afhjúpa faldar víddir hinnar síbreytilegu jarðar.

Lesa meira
Fyrirlestur-a-visindavoku-1

24.9.2025 : Fyrirlestur á Vísindavöku: Félagslegir töfrar – og hvernig þeim er ógnað

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fræðir gesti um hvernig félagsheimar fólks hafa áhrif á afdrif þess og velsæld.

Lesa meira

24.9.2025 : Vaxtarsproti ársins er Aldin Dynamics

Sprotafyrirtækið Aldin Dynamics hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis en velta fyrirtækisins jókst um 514% milli ára, fór úr 151 milljón króna í 929 milljónir króna. Fjármála- og efnahagsráðherra, Daði Már Kristófersson, afhenti Vaxtarsprotann 2025 í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal miðvikudaginn 24. september 2025.

Lesa meira

24.9.2025 : Velkomin á Vísindavöku

Vísindavaka verður haldin laugardaginn 27. september í Laugardalshöllinni frá 12:00 - 17:00. Í ár eru 20 síðan Vísindavaka var fyrst haldin.

Lesa meira

19.9.2025 : Erasmus+ á Menntakviku Háskóla Íslands 2025

Starfsmenntateymi Erasmus+ tekur þátt í málstofunni 
Raddir úr framhaldsskólanum: Upplifun, stuðningur og sýn til framtíðar á Menntakviku HÍ.

Lesa meira

19.9.2025 : Rannsóknaráð Noregs óskar eftir umsóknum í kall sem miðar að því að efla netöryggi og seiglu í orkugeiranum á Norðurlöndunum

Verkefnin þurfa að vera samstarf milli a.m.k. eins orkufyrirtækis og eins aðila með sérþekkingu á netöryggi, það er rannsókna- og vísindastofnunum eða fyrirtækjum innan Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EEA).

Lesa meira
Improv-Island-a-Visindavoku-2025-FB-INSTA-1080x1080

18.9.2025 : Improv Ísland á Vísindavöku 2025

Improv Ísland tekur þátt í Vísindavöku, laugardaginn 27. september, með sérstökum Vísindaspuna á sal.

Lesa meira

18.9.2025 : Kynningar og fundir á vegum Rannís í Vesturbyggð

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturbyggð heim þann 23. september nk. til að kynna ýmis tækifæri og styrki sem bjóðast í alþjóðasamstarfi.

Lesa meira

17.9.2025 : Vaxtarsprotinn 2025

Vaxtarsprotinn 2025 verður afhentur miðvikudaginn 24. september í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px

17.9.2025 : eTwinning herferð 2025: Tækifæri til samstarfs og nýrra verkefna

Frá 18. september til 18. október nk. stendur yfir árleg eTwinning kynningarherferð sem hefur það markmið að auka sýnileika, hvetja fleiri kennara til þátttöku og kynna fjölbreytt tækifæri til alþjóðlegs skólasamstarfs.

Lesa meira

15.9.2025 : Námskeið í gerð styrkumsókna fyrir rannsókna og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe og Evrópska rannsóknaráðið (ERC)

Þann 28. 29. og 30. október nk. standa Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH) á Íslandi í samstarfi við Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi og Félag sérfræðinga í rannsóknaþjónustu (ICEARMA) fyrir námskeiði um hvernig á að undirbúa og skrifa umsókn í Horizon Europe og ERC.

Lesa meira
Skuggavaldid-1920x1080

12.9.2025 : Skuggavaldið á Vísindavöku 2025

Hlaðvarpsþátturinn Skuggavaldið tekur þátt í Vísindavöku með upptöku á nýjum þætti fyrir framan áhorfendur á sal.

Lesa meira

12.9.2025 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki í markáætlun um náttúruvá

Um nýja markáætlun er að ræða með áherslu á rannsóknir, þróun og hagnýtingu sem tengjast náttúruvá í víðu samhengi.
Frestur til að sækja um styrki úr áætluninni er til fimmtudagsins 6. nóvember 2025 klukkan 15:00.

Lesa meira
Magnús Lyngdal Magnússon

12.9.2025 : Auglýst er eftir umsóknum í Innviðasjóð

Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember 2025, kl. 15:00.

Lesa meira

10.9.2025 : Evrópski tungumáladagurinn 2025 - Eflum tungumálanám

Í samvinnu við STÍL, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og Vigdísarstofnun, stendur Rannís fyrir viðburði í tilefni Evrópska tungumáladagsins fimmtudaginn 25. september kl. 17:00 í Veröld – húsi Vigdísar.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px-1-_1757498400796

10.9.2025 : Ráðstefnutækifæri: eTwinning ráðstefna fyrir skólastjórnendur

Dagana 6.–8. nóvember 2025 verður haldin eTwinning ráðstefna fyrir skólastjórnendur í Istanbúl, Tyrklandi. Ráðstefnan fer fram á Intercontinental Istanbul.

Lesa meira

9.9.2025 : Auglýst eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til miðvikudagsins 15. október 2025 klukkan 15:00

Lesa meira
Eyvor-flyer_Minni-1-

1.9.2025 : Kynningarfundur um netöryggi hjá Eyvör NCC-IS

Íslenska hæfnissetrið fyrir netöryggi og nýsköpun, Eyvör NCC-IS, stendur fyrir kynningarfundi þann 11. september í Grósku undir yfirskriftinni Cybersecurity: From Grants to Impact.

Lesa meira
UK-Iceland-Explorer-styrkthegar-2025

28.8.2025 : Fjórða úthlutun úr UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðnum

Í ágúst voru í fjórða sinn veittir námsstyrkir úr UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðnum til íslenskra nemenda sem hefja nám í Bretlandi, á bæði meistara- og doktorsstigi. Rannís hefur umsjón með sjóðnum á Íslandi.

Lesa meira

28.8.2025 : Kynningar og fundir á vegum Rannís á Vesturlandi og í Vesturbyggð

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturland heim, dagana 16. - 17. september og Vesturbyggð, 23. september, til að kynna ýmis tækifæri og styrki sem bjóðast í alþjóðasamstarfi. 

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px_1756304046388

27.8.2025 : Umsóknarfrestur um undirbúningsheimsóknir í Nordplus

Umsóknarfrestur um styrki fyrir undirbúningsheimsóknir í Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, norræn tungumál er 1. október 2025. 

Lesa meira

27.8.2025 : Velkomin á vefstofuna „Inspiration Room“ með Marju Sokman

Ert þú með Erasmus+ eða European Solidarity Corps verkefni sem er í gangi og vilt fá hugmyndir og innblástur um hvernig hægt er að efla sýnileika verkefnisins? Við bjóðum þér að taka þátt í spennandi vefstofu með Marju Sokman, sem hefur starfað um árabil á sviði markaðssetningar.

Lesa meira
_RAN4281

26.8.2025 : Heimsókn Eistneska rannsóknaráðsins til Rannís

Hópur átta starfskrafta Eistneska rannsóknaráðsins (ETAG) kom í tveggja daga kynningar- og fræðsluheimsókn til Rannís á dögunum.

Lesa meira
Logo Tækniþróunarsjóða og textinn kynningarfundur

25.8.2025 : Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð fimmtudaginn 4. september kl. 9:00-10:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð. Fundurinn verður einnig í streymi

Lesa meira
visindavaka 2025

20.8.2025 : Vísindavaka 2025 - Opið fyrir skráningu sýnenda

Vísindavaka verður haldin laugardaginn 27. september næstkomandi í Laugardalshöll. Opið er fyrir skráningu sýnenda og hvetjum við háskóla, stofnanir, fyrirtæki og frumkvöðla á sviði rannsókna og þróunar að skrá sig og taka þátt í stærsta vísindamiðlunarviðburði á Íslandi.

Lesa meira

14.8.2025 : Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 7. október 2025, kl. 15:00.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica