Vísindavaka í dag, til hamingju með daginn!
Á Vísindavöku fögnum við vísindum og þökkum vísindafólki fyrir ómetanlegt starf. Áhugi og þátttaka almennings gera daginn einstakan og minna á mikilvægi vísinda fyrir samfélagið allt.
Á Vísindavöku kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt á fjölda sýningarbása.
Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum - aðgangur er ókeypis!
Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku og er viðburðurinn stærsti vísindamiðlunarviðburður á Íslandi.
Sýningarsvæði Vísindavöku er opið til klukkan 17:00
Á Vísindavöku verður hægt að prófa ýmis tæki og tól sem vísindafólk vinnur með í sínu daglega starfi og einnig verða fjölmörg tækifæri til að prófa sjálf hvernig vísindi og nýsköpun virka
Hlökkum til að sjá þig!