Fréttir: janúar 2023

31.1.2023 : European Digital Innovation Hub Iceland (EDIH-IS) hefur starfsemi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar opnar formlega Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) þann 2. febrúar næstkomandi kl 9:00 í Grósku Hugmyndahúsi.

Lesa meira

31.1.2023 : Rannsóknasjóður mikilvægur hluti af vaxandi opinberu styrkjakerfi fyrir þekkingarsamfélagið

74 rannsóknaverkefni hlutu styrk úr Rannsóknasjóði árið 2023. Þar af voru 26 doktorsnemaverkefni og tíu nýdoktorsverkefni. Flest verkefnin eru til þriggja ára.

Lesa meira

31.1.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Bókasafnasjóð

Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrk, ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum og/eða aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. Umsóknarfrestur er 15. mars 2023 kl. 15:00.

Lesa meira

31.1.2023 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Umsóknarfrestur er 3. mars 2023, kl. 15:00. Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. 

Lesa meira
NFI2023-Vinningshafar

30.1.2023 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2023

Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hljóta Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2023 fyrir verkefnið Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika.

Lesa meira

30.1.2023 : Kynntu þér stafræn tækifæri hjá Rannís á UTmessu 2023 í Hörpu

UTmessan fer fram í Hörpu dagana 3. og 4. febrúar. Á föstudeginum er ráðstefna fyrir fagfólk í tæknigeiranum en á laugardeginum verður tæknidagur opinn almenningi frá kl. 10:00-17:00.

Lesa meira
ISS_6117_03047

27.1.2023 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2023

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2023. Alls bárust 337 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 74 þeirra styrktar eða 22% umsókna.

Lesa meira

26.1.2023 : Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunar­verðlauna forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 30. janúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2022. 

Lesa meira
Iss_4266_06049

25.1.2023 : Fræðslulíkön fyrir sjálfbæran lífsstíl - Vefnámskeið

Á vefnámskeiðinu sem er haldið 30. janúar kl. 11-13 að íslenskum tíma verða kynntar bráðabirgðaniðurstöður tilraunaverkefnis um fræðslulíkön fyrir sjálfbæran lífsstíl. Námskeiðið fer fram á ensku

Lesa meira

25.1.2023 : Opið er fyrir umsóknir í Nordplus 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2023 og 2024 er að efla menntasamstarf til að stuðla að samfélagslega sjálfbærri framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2023. 

Lesa meira

25.1.2023 : Úthlutun úr Sviðslistasjóði 2023

Umsóknarfrestur í Sviðslistasjóð rann út 3. október 2022. Alls bárust 111 umsóknir og sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna í Sviðslistasjóð og launasjóð sviðslistafólks (1.273 mánuðir í launasjóð listamanna). 

Lesa meira

24.1.2023 : Uppbyggingarsjóður EES styrkir tékkneskt - íslenskt menningarsamstarf

Myndlistarsýningin Brot af annars konar þekkingu og er styrkt af sjóðnum stendur yfir í Nýlistasafninu (Nýló) frá 26. janúar til 5. mars nk.

Lesa meira

24.1.2023 : Upplýsingadagar um nýsköpunarstyrki Evrópska nýsköpunarráðsins (EIC)

Upplýsingadagarnir standa yfir frá 26. janúar til 15. mars 2023.

Lesa meira

17.1.2023 : Creative Europe vefstofa

Mánudaginn 23. janúar nk. klukkan 14:00 stendur Rannís fyrir vefstofu um samstarfsverkefni í Creative Europe.

Lesa meira

16.1.2023 : Úthlutunarfundur Rannsóknasjóðs 2023

Rannsóknasjóður boðar til fundar, í tilefni úthlutunar Rannsóknasjóðs, föstudaginn 27. janúar, kl. 14:00 til 15:30 á Hótel Reykjavík Natura.

Lesa meira

13.1.2023 : Skjalastjóri

Rannís óskar eftir skjalastjóra í fullt starf. Starfið felur í sér ábyrgð á að skjala- og gagnastjórnun sé unnin í samræmi við gildandi lög. Yfirumsjón með skjala- og gagnavistun, málastjórnun og upplýsingaöryggi óháð kerfum. Umsóknarfrestur er útrunninn og verið er að vinna úr umsóknum.

Lesa meira

12.1.2023 : Vefstofa: "Lump sum" fjármögnun í Horizon Europe

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir fjármálanámskeiði á netinu 9. febrúar nk.

Lesa meira
Thames-gee52fb22a_1920

12.1.2023 : Opnað fyrir umsóknir um UK-Iceland Explorer námsstyrki 2023

UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðurinn er liður í auknu samstarfi milli Íslands og Bretlands á sviði menntunar, rannsókna, nýsköpunar og geimvísinda. Umsóknarfrestur er 4. apríl kl. 15:00.

Lesa meira

11.1.2023 : Vefstofa og á stað: Stjórnun styrkja innan Horizon Europe

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir fundi á netinu og á staðnum (Brussel) þann 2. febrúar nk. frá 8:30-15:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira

10.1.2023 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2023. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi mun á næstunni bjóða ólíkum markhópum til kynningarfunda, vefstofa og hugmyndasmiðja til að kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í evrópsku samstarfi í mennta- og æskulýðsstarfi. 

Lesa meira

9.1.2023 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF). Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2023 kl. 15:00

Lesa meira
Rannsoknasjodur-logo-440-x-440

9.1.2023 : Ráðherra skipar nýja stjórn Rannsóknasjóðs

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur skipað nýja stjórn Rannsóknasjóðs í samræmi við 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. 

Lesa meira

6.1.2023 : Upplýsingadagur Evrópska nýsköpunarráðsins (EIC) og Lyfjastofnunar Evrópu (EMA)

Um er að ræða viðburð á netinu þann 31. janúar nk. frá 8:00 - 11:30 að íslenskum tíma. 

Lesa meira

5.1.2023 : Tónlistarsjóður fyrri úthlutun 2023

Umsóknarfresti lauk 1. nóvember 2022, í sjóðinn barst 131 umsókn frá mismunandi greinum tónlistar. Heildarupphæð sem sótt var um var ríflega 141 milljón króna. 

Lesa meira

4.1.2023 : Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics (AT) tryggir sér 12,5 milljón evra fjármögnun

Styrkurinn kemur frá Evrópska nýsköpunarráðinu (European Innovation Council, EIC) og er fjármögnunin í formi styrks að virði 2,5 milljónir evra auk 10 milljóna evra hlutafjárframlags frá fjárfestingarmi stofnunarinnar, EIC Fund. 

Lesa meira

2.1.2023 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2023

Íþróttanefnd hefur ákveðið að úthluta 27,8 milljónum til 76 verkefna fyrir árið 2023. Nefndinni bárust alls 165 umsóknir að upphæð rúmlega 290 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2023. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica