Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2023
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2023. Alls bárust 337 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 74 þeirra styrktar eða 22% umsókna.
Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum fyrir doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. í ár eru fjárveitingar til sjóðsins 3.7 milljarða.
Fjöldi nýrra verkefna er 74 og nema styrkveitingar til þeirra á þessu ári um 1.2 milljarði króna. Þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra um 3,4 milljarðar króna á árunum 2023-2025. Auk styrkja til nýrra verkefna koma tæpir 2.7 milljarðar til greiðslu á árinu vegna styrkja til eldri verkefna.
Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greiningu er að finna á vef Rannsóknasjóðs. Upphæðir geta breyst við samningagerð og eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
Öndvegisstyrkir (öll fagráð)
Alls bárust 20 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 4 styrktar eða 20% umsókna.
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Hanna Ragnarsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson | Háskóli Íslands - Menntavísindasvið | Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi | 47.127 |
| Paolo Gargiulo, Anna Sigríður Islind, María Kristín Jónsdóttir, Hannes Petersen | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Postural control signature: Advance assessment and diagnostic using the BioVRSea paradigm | 55.312 |
| Michelle Maree Parks, Freysteinn Sigmundsson | Veðurstofa Íslands | Áhrif hopandi jökla í kjölfar loftslagsbreytinga á jarðskjálfta og eldvirkni | 57.134 |
| Kristinn Andersen, Ian F. Akyildiz | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | HAF: Róbótanet neðansjávarskynjara með fjölháttatengingum og aflhleðslu | 49.075 |
Verkefnisstyrkir
Alls barst 156 umsókn um verkefnisstyrki og voru 34 styrktar eða tæp 22% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (22%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Helgi Sigurðsson | Raunvísindastofnun | Stórgerð víxlverkandi ljósvökvanet | 21.534 |
| Rosemary Philippa Cole | Raunvísindastofnun | Eldvirkni og goshættir á tímum umhverfisbreytinga í Kötlu og Eyjafjallajökli | 18.132 |
| Snorri Þór Sigurðsson | Raunvísindastofnun | Stöðugar lífrænar tvístakeindir til aukningar á kjarnaskautun | 21.110 |
| Ádám Dávid Timár, Sigurður Örn Stefánsson | Raunvísindastofnun | Slembinet í rúmi | 22.782 |
| Younes Abghoui | Raunvísindastofnun | Leit að nýjum efnahvötum fyrir sértæka rafafoxun CO2 í eldsneyti | 25.162 |
Verkfræði og tæknivísindi (21%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Tómas Philip Rúnarsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Sjálfvirkt nám ákvörðunarlíkana | 18.945 |
| Björn Gunnarsson | Háskólinn á Akureyri | Góð og sanngjörn staðsetning á þyrlum til sjúkraflutninga á Íslandi fundin út frá útköllum og íbúaþéttnitölum. | 19.206 |
| Björn Þór Jónsson | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Greining margmiðlunargagna með sýndarveruleikaskoðun á lýsigagnarými | 16.389 |
| Leifur Þór Leifsson | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Sjálfvirk hönnun og ódýr bestun á lögun smárra breiðbandsloftneta | 21.966 |
| Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Loftslagsvænn kísill, framleiðsla kísils með rafgreiningu án losunar gróðurhúsalofttegunda | 18.785 |
| Halldór Guðfinnur Svavarsson | Háskólinn í Reykjavík - Iðn- og tæknifræðideild | Nýstárlegur nemi úr kísilörvírum til mælinga á andardrætti | 21.357 |
Náttúru- og umhverfisvísindi (19%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| David Roger Ben Haim | Hólaskóli - Háskólinn á Hólum | Þróun persónuleika bleikju (Salvelinus alpinus) | 14.500 |
| Bettina Scholz; ,Bettina Scholz | Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf | Per- og pólýflúoroalkýlefni hitta fyrir kísilþörunga kaldtempraða beltisins og tengdar samlífisverur: Uppsöfnunarleiðir og áhrif á hreysti og auðkenningu | 23.290 |
| Ester Rut Unnsteinsdóttir, Snæbjörn Pálsson, Nicolas Lecomte, Bruce James McAdam | Náttúrufræðistofnun Íslands | Stofngerð, stofnbreytingar og lífvænleiki hánorræns afræningja undir álagi af völdum veiða og umhverfisbreytinga. | 20.305 |
| Erpur Snær Hansen | Náttúrstofa Suðurlands | Samanburður á fæðuvistfræði, fæðu og útbreiðslu á sjó, milli tveggja sæsvölutegunda, annarri í mikilli stofnfækkun en hin með stöðugan stofnvöxt | 5.364 |
| Guðmundur Óli Hreggviðsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Fjölbreytieiki hitakærra veira í íslenskum hverum. Víð- og samerfðamengis rannsóknir. | 22.000 |
| Elín Soffía Ólafsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Lífhendni úsninsýru handhverfa í fléttum (ChiralLichen) | 18.208 |
Lífvísindi (23%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Pétur Orri Heiðarsson | Raunvísindastofnun | Kortlagning sameindavirkni taugaumritunarþáttarins Ascl1 við litnisopnun -Í gegnum linsu einsameindatækni- | 23.520 |
| Pétur Snæbjörnsson. Sigurgeir Ólafsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Sómatískar stökkbreytingar í eðlilegri ristilþekju | 9.525 |
| Sabrina Hansmann-Roth | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Táknar efniseiginleika í sjónkerfinu | 25.388 |
| Eiríkur Steingrímsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Tengsl byggingar og hlutverks í óreiðusvæðum MITF | 20.540 |
| Jón Jóhannes Jónsson, Aristotelis Kotronoulas | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Þróun á örflæði LC-MS smásameinda skimunaraðferð fyrir klínískar rannsókni | 22.162 |
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (23%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Inga Þórsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Næring ungbarna og astmi: Tengsl við líkamsþyngd og loftgæði | 20.875 |
| Kristín Björnsdóttir, Pálmi V Jónsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Heilsa, vellíðan og þarfir umönnunaraðila sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun. | 14.861 |
| Ragnar Pétur Ólafsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Vanabundin svörun í þunglyndi: Þunglyndisþankar og breytingar í atferlismiðaðri meðferð við alvarlegu þunglyndi | 19.750 |
Félagsvísindi og menntavísindi (19%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Elín Þöll Þórðardóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Einstaklingsmunur í kunnáttu í öðru og þriðja máli á Íslandi: framboð og notkun á tækifærum til málanáms | 11.090 |
| Sigurjón B Hafsteinsson | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Íslenski torfbærinn: vistkerfi, samlífi og arkitektúr | 20.790 |
| Sif Einarsdóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Eldar í iðrum: Þróun áhuga, persónuleika og lífsgilda og áhrif á líf og störf frá unglingsaldri til fullorðinsára | 23.437 |
| Ásta Dís Óladóttir,Gary L. Darmstadt, David Anderson, David Gaddis Ross, Þóra H. Christiansen, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, Sigrún Gunnarsdóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Til að loka kynjabilinu þarf aðgerðir, inngrip og mælikvarða | 21.237 |
| Baldur Þórhallsson, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Áfallastjórnun í COVID-19 faraldrinum: Stjórnarhættir og leiðtogahæfni | 20.437 |
Hugvísindi og listir (33%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Emily Diana Lethbridge | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Kvennaspor: Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands | 21.213 |
| Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, Nanna Hlín Halldórsdóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Flæðandi siðfræði. Femínísk siðfræði og #MeToo | 19.932 |
| Guðrún Nordal, Kate Heslop, Tarrin Wills | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Viðtökur dróttkvæði: breytileiki brags og skáldskaparmáls í íslenskum handritum | 22.546 |
| Ásgrímur Angantýsson, Finnur Friðriksson | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Svæðisbundinn framburður, viðhorf og málbreytingar í rauntíma | 21.174 |
Nýdoktorsstyrkir
Alls barst 50 umsóknir um nýdoktorsstyrki og voru 10 þeirra styrktar eða um 20% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (25%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Kristján Óttar Klausen | Raunvísindastofnun | Hreyfiaflfræði spuna með samþættingu kvarðasviðkenningar og rúmalgebru | 12.375 |
| Elli Inkeri Selenius | Raunvísindastofnun | Leit að skilvirkum ljósrofum með tölvureikningum á ofurhröðum hleðsluflutningum og leysniframvindu | 12.375 |
Náttúru- og umhverfisvísindi (20%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Brendon Lee; | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Útbreiðsla og göngur kolmunna á Íslandsmiðum: samþætt nálgun við stofngreiningu | 10.586 |
Lífvísindi (20%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Guðjón Ólafsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Rannsókn á virkni prótín afbrigða sem valda sjúkdómum í mönnum með notkun Synthetic Physical Interactions og Deep Mutational Scanning | 12.375 |
Félagsvísindi og menntavísindi (43%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Luke Field | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Kosningar og tilfinningaþrungin stjórnmálaorðræða í netmiðlum | 12.204 |
| Hafsteinn Birgir Einarsson | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Áhrif svarendaskekkju á gæði gagna í íslenskum viðhorfskönnunum | 12.375 |
| Vitaly Kazakov | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Risaviðburðir í íþróttum og pólitískt minni þeirra: Samanburðarrannsókn á Evrópumeistaramótum í knattspyrnu árin 2016, 2018 og 2020 | 12.369 |
Hugvísindi og listir (17%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Hrafnkell Freyr Lárusson | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Hverjir völdu fulltrúa fólksins? | 12.350 |
| Sólveig Guðmundsdóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Eftirstríðsára Súrrealismi á Íslandi | 12.033 |
| Kathy D'arcy | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | AnFinn: Einhverfa Endurspeglar Nýsköpun | 12.375 |
Doktorsnemastyrkir
Alls bárust 111 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 26 styrktar eða 22% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (31%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Hendrik Schrautzer | Raunvísindastofnun | Uppröðun segulvigra í nanókerfi með mörgum ástöndum | 8.475 |
| Méline Payet--Clerc | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Aflfræði gosmakkar í basískum Plínískum eldgosum, greint út frá dreifingu gosefna og reiknifræðilegri hermun. | 4.483 |
| Ivan Tambovtsev | Raunvísindastofnun | Nanóvél sem snýst í spírallaga vökvakristal úr hendnum stórsameindum | 6.600 |
| Maxime Roland René Flin | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Dreifð skorðuð netalitun | 6.592 |
Verkfræði og tæknivísindi (19%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Farnaz Bayat | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Nýtt Bayesískt líkan af jarðskjálftahreyfingum í nærsviði stórra jarðskjálftasprungna á Íslandi | 8.370 |
| Nidia Guadalupe Lopez Flores | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Djúpstæð þekking á námsferlum háskólanema með breytilegum netum | 8.013 |
| Maxime Elliott Tullio Segal | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Hönnun fjárhlutfallskveikja fyrir skilgreind breytanleg skuldabréf | 7.870 |
| Mohiodin Nazemi | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Bætir skilvirkni þangþurrkunarferlisins og framleiðir hástyrktar kögglar úr þangi, sagi og heyi til ýmissa nota | 8.445 |
| Svava Kristinsdóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Affrumaður Brúnþaravefur sem Stoðefni í vefjaverkfræði | 8.430 |
Náttúru- og umhverfisvísindi (29%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Michelle Valliant | University of Iceland, Research Centres | Inter and intra-specific variation in how anthropogenic impact correlates with near-shore fish movement | 8.458 |
| Anna Selbmann | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Samskipti á milli tveggja rándýra í sjó með flókið félagsmynstur: hlutverk hljóðfræðilegra bendinga | 8.370 |
| Anja Katrin Nickel | Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra | Breytileiki í vistnýtingu seiða Atlantshafsþorsks og ufsa við náttúrulegar aðstæður | 8.375 |
| Theresa Henke | Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra | Lándnám flundrunnar (Platichthys flesus) á íslenskum miðum | 8.374 |
Lífvísindi (50%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Yiming Yang Jónatansdóttir | Raunvísindastofnun | Skimun á nýjum hrifilnæmum bindlum í efnaskiptaferlum og hámörkun bindla með QSAR aðferð | 8.370 |
| Abbi Elise Smith | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Áhrif kólesterólbindandi stökkbreytinga á Smoothened á hedgehog boðleiðina og slitgigt | 8.479 |
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (18%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Ellen Kalesi Gondwe Mhango | Raunvísindastofnun | Þróun og prófanir á nýjum neyðar-lyfjaformum fyrir börn með heilahimnubólgu af völdum malaríu | 8.325 |
| Ragnheiður I Bjarnadóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Andvanafæðingar á Íslandi 1996-2021: nýgengi, orsakir og afleiðingar | 7.875 |
Félagsvísindi og menntavísindi (16%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Dylan Andres Herrera Chacon | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Aðlaga aðlögun fyrrverandi stríðsmanns að átökum 21. aldarinnar | 8.375 |
| Magdalena Falter | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Frumkvöðlastarf og gildi stafrænnar nýsköpunar í dreifbýli á Íslandi með áherslu á ferðaþjónustu | 8.366 |
| Benedikta Björg Sörensen Valtýsdóttir | Háskóli Íslands - Menntavísindasvið | Upplifun ungmenna af kynbundnu ofbeldi og forvörnum á Íslandi | 8.250 |
| Guðrún Svava Guðmundsdóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Að tilheyra: hvernig landslag hefur áhrif á einkenni fólks í gegnum tíma og rúm. Sjónræn rannsókn á fólki frá Hornströndum | 8.416 |
Hugvísindi og listir (29%)
| Verkefnisstjórn | Aðsetur | Heiti | ISK (þús.) |
| Zélia Catarina Pedro Rafael | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Er Whitman mikilvægur enn í dag í Bandaríkjunum? Lýðræði, kynþáttur, höfnunarmenning, og gamla gráa ljóðskáldið. | 8.370 |
| Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Ritun á grunn-, framhalds- og háskólastigi á Íslandi: Umskiptin frá því að nota ensku sem annað mál (EFL) yfir í ensku sem aðalmál (EMI) | 8.250 |
| Valgerður T Gunnarsdóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Snert á landslagi: atbeini fagurferðilegrar upplifunar | 8.370 |
| Yeonji Ghim | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Norðurslóðastefna Suður-Kóreu og samskiptin við Kína og Japan | 8.104 |
| Milica Minic | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Lýðræðisleg ábyrgð: loforð og áskoranir | 8.370 |
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
Upphæðir geta breyst við samningagerð.

