Öndvegisstyrkir 2023

Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi

Hanna Ragnarsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson, Háskóli Íslands, menntavísindasvið.

Fólksflutningar til Íslands hafa aukist hratt undanfarin ár, þar með taldir eru hælisleitendur og flóttafólk. Markmið rannsóknarverkefnisins Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi (ESRCI) eru að rannsaka með gagnrýnum hætti aðlögun flóttabarna og -ungmenna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, skipulag náms þeirra og hvernig hugað er að vellíðan þeirra í félagslegu umhverfi og námsumhverfi. Þátttakendur í ESRCI verkefninu eru flóttabörn og -ungmenni af ólíku kyni og foreldrar þeirra sem hafa fjölbreytta menntun og félags- og efnahagslega stöðu, í alls 40 fjölskyldum í ellefu sveitarfélögum á Íslandi, svo og kennarar, skólastjórar, og námsráðgjafar barnanna þar sem við á, í leik-, grunn- og framhaldsskólum, starfsfólk sveitarfélaga og sjálfboðaliðasamtök í nærsamfélögum þeirra. Með því að athuga aðgengi að og þátttöku flóttabarna og -ungmenna í fjölbreyttu námsumhverfi, þar með talið tómstundastarfi, svo og félagsleg tengsl þeirra, mun ESRCI verkefnið veita mikilvægar upplýsingar fyrir íslenskt og alþjóðlegt umhverfi um aðgengi og þátttöku og hvaða hindrunum flóttabörnin og -ungmennin mæta í námsumhverfi sínu. Megingildi ESRCI verkefnisins fyrir stefnumótandi aðila og fagfólk í íslensku menntakerfi er að veita innsýn í reynslu flóttabarna og –ungmenna af námi, svo og þær hindranir sem þau upplifa, þátttöku þeirra í menntun og félagslega vellíðan

A Part and Apart? Education and social inclusion of refugee children and youth in Iceland (ESRCI)

Migration to Iceland has grown rapidly in recent years, including asylum-seekers and refugees. The research project, Education and social inclusion of refugee children and youth in Iceland (ESRCI) aims to critically explore the inclusion of refugee children and youth at pre-, compulsory and upper secondary levels and the structures created for their learning and wellbeing in their social and educational settings. The ESRCI project involves refugee children and youth of different genders and their parents who have diverse educational and socio-economic backgrounds, in altogether 40 families in eleven municipalities in Iceland, as well as the children's teachers, principals and where relevant, school counsellors in schools at pre-, compulsory and upper secondary levels, municipality persons and NGOs in their communities. By exploring the refugee children's and youth's access and participation in diverse educational contexts, including leisure time activities, as well as their social relations, the ESRCI project will provide important information for the Icelandic as well as international context on access and participation as well as what obstacles these children and youth meet in their diverse educational contexts. The main value of the ESRCI project for policy makers and practitioners in the Icelandic education system is providing insight into the educational experiences of refugee children and youth, challenges they face, their academic engagement and social wellbeing.

Postural control signature: Advance assessment and diagnostic using the BioVRSea paradigm

Paolo Gargiulo, Anna Sigríður Islind, María Kristín Jónsdóttir, Hannes Petersen, Háskólinn í Reykjavík, verkfræðideild.

Vaxandi vísbendingar þess efnis að truflanir og sjúkdómar sem áhrif hafa á jafnvægi manna séu afleiðingar af bilun í kerfi stöðustjórnunar (SST) eða oförvunar á sama kerfi eins og í ferðaveiki (FV), eru til staðar. Vegna þessa má ætla að ítarleg rannsókn á SST bæti þekkingu á að greina og meðhöndla jafnvægissjúkdóma og FV. Þessi styrkumsókn felur í sér nýja nálgun á greiningu og samþættingu lífmerkja sem tengjast SST, og ræst eru af hreyfanlegri undirstöðu sem samtengd er sýndarveruleikaumhverfi, þar sem svörum er safnað í rauntíma og kallast BioVRSea. Verkefnið mun byggja upp gagnasafn með mismunandi hópum einstaklinga, þ.e. heilbrigðum, FV næma, sjómenn, kvíðatengda, með Parkinson sjúkdóm á byrjunarstigi eða íþróttatengdan heilahristing. Verkefnið tekur til samþáttunar á heilarafritun, vöðvarafritun og jafnvægisritun meðal einstaka þátttakenda og opnar tækifæri á samanburði milli mismunandi hópa. Að auki verður aðferðum vélræns gagnanáms beitt við samþættingu mælanlegra breytna til að greina og spá fyrir um svörun og þannig skilmerki sjúkdóma. Með þessari tækni er stefnt að því að þróa fjölþátta greiningu á hlutlægri virkin SST sem gerir kleift að greina heilbrigt ástand frá óeðlilegu, sjúklegu ástandi þeirra markhópa sem um ræðir. Verkefnið mun skapa viðamikla þekkingu sem gagnast mun samfélaginu, þ.e. bæta greiningarferla sjúkdóma er trufla SST og um leið bæta líðan og öryggi þeirra sem starfa og vistast í hreyfiríku umhverfi.

Postural control signature: Advance assessment and diagnostic using the BioVRSea paradigm

There are accumulating evidences that many pathological conditions affecting human balance are consequence of postural control (PC) failure or overstimulation as in motion sickness (MS). Therefore, an in-depth study of PC response will improve our ability to diagnose and treat balance disorders and MS. This project encompasses an establishment of a multi-metric quantitative signature associated with PC tasks, triggered by a moving platform in virtual reality environment and simultaneously assess bio signal responses real time. This novel paradigm of assessment is called BioVRSea. This project will build a large digital platform from different groups of individuals i.e., healthy, MS prone, seamen, diagnosed with anxiety, early-stage Parkinson's disease, and sport related concussion. The project encompasses the interplay and differences in electroencephalography, electromyography and posturography in each individual and allows for comparison of response differences between groups of individuals. Moreover, methods of artificial intelligence will be applied to integrate all variables to classify and predict individual response and pathological condition. Using these methods, we aim to develop a multi-metric signature able to quantifies PC and distinguish healthy from pathological response and create knowledge that benefits the society i.e., improve diagnosis and treatment of several PC related conditions, and improve well-being and safety of those working in a moving environment.

Áhrif hopandi jökla í kjölfar loftslagsbreytinga á jarðskjálfta og eldvirkni

Michelle Maree Parks, Freysteinn Sigmundsson, Veðurstofa Íslands.

Jöklar á Íslandi hafa hopað síðan 1890 og líkön af framtíðarþróun þeirra sýna að þeir verði að mestu horfnir innan nokkura hundraða ára. Hopandi jöklar breyta spennusviði í jarðskorpunni. Eldstöðvakerfi hulin jökli verða fyrir mestum áhrifum, en einnig jarðskorpa utan jökla. Líkur á eldgosum geta breyst, eins og raunin varð í ísaldarlok. Jökulhopunin veldur því að meiri bergkvika myndast undir Íslandi. Óvissa ríkir þó um hvort, hvernig og hvenær þessi nýja kvika berst til yfirborðs, hvort stöðugleiki kvikhólfa breytist, hvort jöklarýrnun hafi nú þegar valdið samsöfnun aukinnar kviku í jarðskorpunni, og hvernig breytingar á spennusviði hafa áhrif á bæði eldvirkni og jarðskjálfta. ISVOLC svarar þessum spurningum með því að rannsaka sérstaklega fjögur eldstöðvakerfi og tvo jarðskjálftasvæði. Ný líkön af svörun jarðskorpunnar við jöklabreytingum og áhrifa á myndun bergkviku verða ákvörðuð sem og þrívíddarlíkön af kvikukerfum áherslueldfjalla. Áætlaðar spennubreytingar í jarðskorpunni vegna svörunar við jöklabreytingum sem og vegna kvikuhreyfinga í rótum eldstöðva verða notaðar til að meta áhrif á stöðugleika kvikuhólfa og einnig áhrif á jarðskjálftasvæði. Sviðsmyndir af áframhaldandi jöklarýrnun verða notaðar til að meta framtíðarbreytingar á eldvirkni og jarðskjálftavirkni á Íslandi, til aukins skilnings á náttúruvá.

Effects of climate change induced Ice-retreat on Seismic and Volcanic activity

Glaciers in Iceland have been retreating since 1890 and climate change simulations predict that the majority may disappear within a few hundred years. Retreating ice caps change the subsurface stress field. Glacier covered volcanic systems are most affected, but also crustal conditions outside glaciers. Eruption likelihood may be modified, as occurred during the Pleistocene deglaciation. More melt is estimated to form under Iceland because of ice-retreat. However, it is uncertain if, how and when this new magma reaches the surface, if stability of existing magma bodies is modified, if deglaciation is already resulting in accumulation of larger volumes of melt within crustal reservoirs, and how induced variations in the stress field may affect both future volcanic and seismic activity. ISVOLC will address these research questions using four active volcanoes and two major fault zones as test areas. The project will generate new Glacial Isostatic Adjustment (GIA) models including estimates of magma generation and 3D finite element models of magmatic plumbing systems beneath four target volcanoes. Combined crustal stress changes from GIA and magma movements will be used to infer the influence on stability of existing magma bodies beneath these volcanoes and for determining the effect on fault zones. Simulated scenarios of continued ice mass loss will be used to assess future changes in volcanic and seismic activity, for improved understanding of natural hazards.

HAF: Róbótanet neðansjávarskynjara með fjölháttatengingum og aflhleðslu

Kristinn Andersen, Ian F. Akyildiz, Háskóli Íslands, verkfræði- og náttúruvísindasvið

Undanfarin ár hefur átt sér stað þróun í fjarskiptum, snjalltækni og netafræðum sem leiðir til nýrra tækifæra í fjarskiptum neðansjávar eða í ferskvatni. Þær lausnir sem komið hafa fram þrengja síður að umhverfinu undir yfirborðinu og eru jafnframt sjálfbærari en hingað til hefur þekkst. Nýta má skynjaranet til þess að fylgjast með ástandi sjávar, s.s. hita- og sýrustigi og mengandi efnum. Jafnframt er hægt að nýta slík net til þess að fylgjast með villtum fiskistofnum, öðru sjávarlífi og einnig með fiskeldiskvíum. Þannig fæst stöðugt rauntímaeftirlit sem beita má í þágu fiskveiða og fiskeldis. Með slíkum netum má einnig fylgjast með sjávarstraumum, öldugangi og sjávarseti við ströndina. Upplýsingar af þessu tagi eru nauðsynlegar fyrir samgöngur á sjó, undirbúning nýrra og viðhald núverandi hafna, ferjuleiðir, strenglagnir og áætlanir fyrir brúarsmíði svo nokkur dæmi séu nefnd. Við fjarskipti undir yfirborði sjávar/ferskvatns þarf að yfirvinna tvenns konar vanda. Deyfing rafsegulbylgna er geysilega mikil sem gerir þær nærri óhæfar til fjarskipta og langtíma aflfæðing til búnaðar undir yfirborði er erfið. Þetta rannsóknarverkefni hefur það markmið að finna lausnir á þessum vanda.

HAF: Underwater Robotics Sensor Networks with Multi-Mode Devices and Remote Power Charging Capabilities

Recent developments in the field of communications, smart devices and networks have given new opportunities that may enable underwater activities to be more efficient, less intrusive and more sustainable than present approaches. Networks of sensors may be applied to monitor the condition of the seawater in ocean wide grids, such as the temperature, acidity and pollution. Furthermore, distributed underwater sensors can be used to monitor fish stocks and marine life, and they may be concentrated around fish farming facilities to provide continuous realtime information on their condition. Information on ocean currents, waves, and sediment close to harbors and the coastline is essential to maintain transportation on sea and plan for new harbors, ferry routes and bridges. In this project, research will be conducted to overcome two fundamental problems of Underwater Internet of Things. The natural attenuation of electromagnetic signals in the ocean, which renders radio communications practically useless and the need for long-term powering of underwater electronic devices.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica