Fréttir: 2022

28.11.2022 : Farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl og geðheilbrigði meðal þriggja áherslusviða Sprotasjóðs fyrir árið 2023

Stjórn Sprotasjóðs hefur tekið ákvörðun um þrjú áherslusvið sjóðsins fyrir árið 2023.

Lesa meira

25.11.2022 : Rafrænn kynningarfundur um Nordplus

Nordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig. Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrk er 1. febrúar 2023 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 7. desember 2022 kl. 15:00-16:00. 

Lesa meira

25.11.2022 : Æskulýðssjóður seinni úthlutun 2022

Æskulýðssjóði bárust alls 14 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 17. október s.l.  

Lesa meira
Yvonne-Holler-Mynd-2

24.11.2022 : Dr. Yvonne Höller, prófessor við Háskólann á Akureyri hlýtur Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2022

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag.  

Lesa meira

23.11.2022 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2023

Nú hefur Evrópusambandið tilkynnt um umsóknarfresti sem verða í boði árið 2023. Af ýmsu er að taka fyrir stofnanir og samtök hér á landi sem vilja efla starfsemi sína í þágu mennta- og æskulýðsmála í samstarfi við önnur lönd. Í fyrsta sinn er nú hægt að sækja um ferðir fyrir starfsfólk í íþróttum.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

23.11.2022 : Evrópustyrkir í mannvirkjaiðnaði

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður og Rannís bjóða til fundar 24. nóvember um stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði. Fundurinn er haldinn í húsakynnum HMS og verður hægt að fylgjast með fundinum á Teams.

Lesa meira

22.11.2022 : Creative Europe bókmenntaþýðingar 2023

Umsóknarfrestur er 21. febrúar 2023 kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 CET).

Lesa meira

22.11.2022 : Creative Europe samstarfsverkefni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samstarfsverkefni á sviði menningar og lista undir Creative Europe. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2023 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 CET).

Lesa meira

22.11.2022 : Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2022

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2022.

Lesa meira

15.11.2022 : Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe á sviði stafrænnar tækni, iðnaðar og geims (Digital, Industry & Space)

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 8. til 16. desember nk. í tengslum við vinnuáætlun klasa 4. Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira

14.11.2022 : Vefstofa: Horizon Results Booster

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir vefstofu 17. nóvember nk. frá 9:00-11:30 að íslenskum tíma. Ekki þarf að skrá sig.

Lesa meira
GThTh-og-doktorsnemar

11.11.2022 : Úthlutun úr Doktorsnemasjóði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins 2022

Stjórn Doktorsnemasjóðs umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra doktorsnemaverkefna fyrir árið 2022. Alls bárust fimm umsóknir í sjóðinn og voru þrjár þeirra styrktar eða 60% umsókna.

Lesa meira
Picture-2-nyskopunarteymi

11.11.2022 : Sérfræðingur í nýsköpunarteymi

Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf í nýsköpunarteymi. Starfið felur í sér umsýslu Tækniþróunarsjóðs, skattfrádráttar rannsókna- og þróunar og annarra minni sjóða. Umsóknarfrestur var til og með 24. nóvember 2022 og er umsóknarferli í gangi.

Lesa meira
Picture1-althjodateymi

11.11.2022 : Sérfræðingur í alþjóðateymi

Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf í alþjóðateymi. Starfið felur í sér stuðning við Horizon Europe áætlunina, sérstaklega framúrskarandi vísindi og nýsköpun í Evrópu, og aðrar alþjóðlegar samstarfsáætlanir. Umsóknarfrestur var til og með 24. nóvember 2022 og er umsóknarferli í gangi.

Lesa meira

10.11.2022 : Reykjavíkurborg tekur þátt í verkefninu The European Music Business Task Force

The European Music Business Task Force verkefnið miðar að því að þjálfa net ungs evrópsks fagfólks í tónlist. 

Lesa meira

10.11.2022 : Velkomin á Nordplus Café!

Þann 24. nóvember verður rafrænn kynningarfundur haldinn. Þar verður nýja áætlun Nordplus 2023-2027 og farið verður í gegnum umsóknarferlið, en næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2023. 

Lesa meira
Ljósmynd: Grænar fjallshlíðar á Martinique í Karíbahafi

8.11.2022 : Alþjóðlegt rannsóknasamstarf á ystu svæðum

Vefkynning um víðtækari þátttöku og eflingu evrópska rannsóknasvæðisins (þverstoð innan Horizon Europe). 

Lesa meira

7.11.2022 : Baskasetur á Djúpavík fær Creative Europe Evrópustyrk

Baskavinafélagið á Íslandi fékk 200.000 evra styrk eða um 28 milljónir króna, frá Creative Europe menningaráætlun ESB.

Lesa meira

7.11.2022 : Opið er fyrir umsóknir í Nordplus 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2023 og 2024 er að efla menntasamstarf til að stuðla að samfélagslega sjálfbærri framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2023. 

Lesa meira
Pexels-thisisengineering-3862130

4.11.2022 : Styrkir Rannsóknasjóðs leggja grunninn að vísindarannsóknum á Íslandi

Í nýútgefinni skýrslu háskóla-, iðnaðar, og nýsköpunarráðuneytisins um áhrifamat á Rannsóknasjóði kemur meðal annars fram að Rannsóknasjóður telst ómissandi í vísindasamfélaginu á Íslandi. Sjóðurinn veitir styrki til grunnrannsókna sem eru mikilvægir fyrir framgang vísinda á Íslandi. Styrkirnir gefa m.a. ungu fólki tækifæri til menntunar og stuðla að nýliðun vísindasamfélagsins. Rannsóknasjóðsstyrkir eru stór hluti fjármögnunar rannsókna innan íslenskra háskóla og stofnana.

Lesa meira

4.11.2022 : Rannsóknaþing 2022 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Rannsóknaþing er haldið í dag, fimmtudaginn 24. nóvember kl. 14.00-16.00, undir yfirskriftinni Þekking í þágu samfélags: Áhrif rannsókna á Íslandi. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica

Lesa meira

3.11.2022 : Vefstofa: Opin vísindi í Horizon Europe

Rannís heldur vefstofu um Opin vísindi í Horizon Europe þriðjudaginn 15. nóvember nk. frá kl. 12:00-13:00. Nauðsynlegt er að skrá sig.

Lesa meira

3.11.2022 : Kynningarfundir á vegum IASC og Rannís

Verkefnastyrkir alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC) árið 2023 og kynning á fjórðu alþjóðlegu ráðstefnunni um skipulagningu norðurslóðarannsókna (ICARP IV)

Lesa meira

2.11.2022 : Kynning á alþjóðlegu samstarfi á sviði starfsmenntunar

Þann 7. desember 2022 kl. 13:00-16:00 að íslenskum tíma verður haldin kynning á alþjóðlegum samstarfsnetum aðila í starfsmenntun, sem er nýjung í Erasmus+. Öllum áhugasömum um tækfæri á alþjóðasamstarfi í starfsmenntun og starfsþjálfun er velkomið að taka þátt, en kynningin fer fram á vefnum. 

Lesa meira

1.11.2022 : Culture Moves Europe

Ferðastyrkir á sviði lista og menningar.

Lesa meira

28.10.2022 : Hver er þín skoðun á European Solidarity Corps?

Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir European Solidarity Corps sem þátttakendur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að taka þátt í.

Lesa meira

26.10.2022 : Rannís heimsækir Húsavík - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

Mennta- og menningarsvið Rannís býður til hádegisfundar miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12:00-13:15. Fundurinn fer fram á Fosshótel Húsavík.

Lesa meira

26.10.2022 : Úthlutun úr sjóði samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara, SEF

Úthlutað hefur verið ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrkjum fyrir tímabilið nóvember 2022 til október 2023.

Lesa meira

25.10.2022 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Loftslagssjóði

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Umsóknarfrestur er 6. desember 2022 kl. 15:00.

Lesa meira

25.10.2022 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 1. nóvember nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira
EEA-grants

24.10.2022 : Uppbyggingarsjóður EES í Rúmeníu auglýsir eftir umsóknum

Opið er fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2022.

Lesa meira

20.10.2022 : Digital Europe auglýsir opið kall til styrktar þróunar á stafrænni hæfni á háskólastigi

Verkefnið skal vera þróað innan evrópsks háskólanets í samstarfi við að minnsta kosti tvö fyrirtæki (SMEs) og rannsóknasetur. Hvert verkefni verður styrkt um 10 miljónir evra til allt að fjögra ára. Umsóknarfrestur er 24. janúar 2023.

Lesa meira

20.10.2022 : Sterkur stuðningur stjórnvalda fyrir íslenskt nýsköpunarumhverfi: Umfjöllun The Business Report

Umfjöllun um starfsemi og áherslur Rannís var nýlega birt á vef The Business Report (TBR) þar sem sem Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís svaraði spurningum blaðamanns.

Lesa meira
SRS_4531

19.10.2022 : Samstarfsyfirlýsing Íslands og Grænlands undirrituð

Íslands og Grænland hafa undirritað yfirlýsingu um tvíhliða samstarf. Af því tilefni efndu Rannís, Rannsóknaráð Grænlands, Norðurslóðanet Íslands og Arctic Hub, til umræðufundar á Hringborði norðurslóða í Hörpu. Á fundinum var rætt um næstu skref samstarfsins og kortlagningu áherslna á sviði rannsókna.

Lesa meira

19.10.2022 : Íslenskukennsla fyrir útlendinga

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er 1. desember 2022.

Lesa meira

17.10.2022 : Velkomin á kynningu á styrkjamöguleikum Nordplus

Þann 9. nóvember nk. kl.17.00 - 19.00 standa Rannís og Norræna húsið fyrir sameiginlegum kynningarfundi á þeim tækifærum sem Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, hefur upp á að bjóða.

Lesa meira

17.10.2022 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ og Þróunarfræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði Fræ/Þróunarfræ.

Lesa meira
13.10.2022-ISL-NOR-undirritun

13.10.2022 : Samstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða endurnýjað

Viljayfirlýsing um endurnýjað tvíhliða samstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðarfræða var undirritað í morgun við hátíðlega athöfn, í Hörpu, á Hringborði Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly)

Lesa meira

13.10.2022 : Umsóknarfrestur um evrópsk háskólanet opinn til 31. janúar

Evrópsk háskólanet í Erasmus+ takast á við samfélagslegar áskoranir með öflugu alþjóðastarfi. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um háskólanet í fjórða skipti og eru alls 384 milljónir evra til úthlutunar

Lesa meira

12.10.2022 : Rafrænn upplýsingafundur um opið kall Digital Europe um þróun á öruggu og traustu gagnarými fyrir fjölmiðla (media)

Þann 20. október 2022 fer fram rafrænn upplýsingafundur þar sem kynnt verður áætlun Evrópusambandsins varðandi þróun á sameiginlegu gagnarými fyrir evrópska fjölmiðla. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica