Fréttir: 2022

27.6.2022 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Lesa meira

23.6.2022 : Opið fyrir umsóknir í Circular Bio-based Joint Undertaking (CBE JU)

Umsóknarfrestur er 22. september 2022 og er sótt um rafrænt gegnum umsóknarkerfi Evrópusambandsins.

Lesa meira

22.6.2022 : Vísindavaka 1. október 2022 í Laugardalshöll

Vísindavaka Rannís snýr aftur eftir tveggja ára hlé, og verður að þessu sinni haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 1. október kl. 12:00-18:00. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.

Lesa meira

15.6.2022 : Bókasafnasjóður úthlutun 2022

Umsóknarfrestur í Bókasafnasjóð rann út þann 15. mars síðastliðinn. Sjóðnum bárust samtals 15 umsóknir og sótt var um rúmar 40 milljónir en 20 milljónir voru til úthlutunar. 

Lesa meira

15.6.2022 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2022, en umsóknarfrestur rann út 7. apríl sl.

Lesa meira

15.6.2022 : Tónlistarsjóður síðari úthlutun 2022

Tilkynnt hefur verið um síðari úthlutun úr Tónlistasjóði fyrir árið 2022. Veittir eru styrkir til 100 tónlistartengdra verkefna að upphæð rúmlega 71.260.000 króna

Lesa meira

14.6.2022 : Aukaúthlutun úr Sviðslistasjóði 2022

Aukaumsóknarfrestur í Sviðslistasjóð árið 2022 rann út 16. maí 2022, alls bárust 56 umsóknir, sótt var um ríflega 202 milljónir króna og að auki 460 mánuði til listamannalauna.

Lesa meira

14.6.2022 : Aukaúthlutun listamannalauna 2022 - viðspyrnuátak ríkisstjórnar

Úthlutunarnefndir sviðslistamanna og tónlistarflytjenda hafa lokið störfum vegna auka-úthlutunar listamannalauna árið 2022.

Lesa meira

14.6.2022 : Evrópskt æskulýðssamstarf

Viltu stuðla að þátttöku ungs fólks í alþjóðlegu samstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að verða hluti af æskulýðsteymi Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps. 

Lesa meira

13.6.2022 : Ársskýrsla Rannís 2021 er komin út!

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2021 er komin út en ársskýrslan er nú fyrsta sinn gefin út á rafrænu sniði.

Lesa meira

9.6.2022 : Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2022

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 91 verkefnis sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri að ganga til samninga um nýja styrki. 

Lesa meira

9.6.2022 : Styrkur til Háskóla Íslands frá CHANSE, rannsóknaráætlun um samfélag og menningu á stafrænum tímum

Annadís Rúdolfsdóttir, dósent við menntavísindasvið, leiðir hluta HÍ í verkefni sem fjallar um jafnrétti í stafrænu vinnuumhverfi. CHANSE er áætlun á vegum Horizon Europe með heildarfjármagn upp á 36 milljónir evra.

Lesa meira

8.6.2022 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2022

Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 14. júní undir yfirskriftinni: Jafnræði í íslenskri nýsköpun með sérstakri áherslu á að auka hlut kvenna. 

Lesa meira

2.6.2022 : Kynningarfulltrúi Rannís

Rannís óskar eftir að ráða kynningarfulltrúa í fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á samskiptafærni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Lesa meira

1.6.2022 : Úthlutun úr Þróunarsjóði náms­gagna 2022

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2022. 

Lesa meira

1.6.2022 : Opin vefstofa: Gender Equality in academia: Policy versus Reality

Vefstofan er haldin í samvinnu við Rannís, Kaupmannahafnarháskóla, Gautaborgarháskóla og OeAD og fer fram á netinu 7. júní nk. frá kl. 11:00-12:00 að íslenskum tíma. 

Lesa meira

1.6.2022 : Opnað fyrir þátttöku í 70 ný COST verkefni

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp alþjóðleg samstarfsnet rannsókna og nýsköpunar á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

Lesa meira

1.6.2022 : Úthlutun úr Sprotasjóði 2022

Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2022. 

Lesa meira

30.5.2022 : Opið fyrir Marie Skłodowska-Curie umsóknir

Um er að ræða tvenns konar umsóknarfresti - nýdoktoraumsóknir og doktorsnetaumsóknir. Umsóknarfrestir eru 14. september og 15. nóvember nk.

Lesa meira

30.5.2022 : Tilkynnt hefur verið um fyrri úthlutun úr Hljóðritasjóði árið 2022

Alls bárust 106 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar á umsóknarfresti 15. mars 2022. Sótt var um 89,5 milljónir króna.

Lesa meira
Forsætisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra og Drengjakór Reykjavíkur.

29.5.2022 : Barnamenningar­sjóður úthlutar styrkjum til 34 verkefna

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir árið 2022. Þetta er í fjórða sinn frá stofnun sjóðsins sem veittir eru styrkir til barnamenningar.

Lesa meira

25.5.2022 : Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum

Um er að ræða síðasta áfanga í áætluninni Business Innovation Greece sem miðar að því að þróa og örva samstarf Grikklands við Ísland, Liechtenstein og Noreg.

Lesa meira

23.5.2022 : Úhlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga 2022

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2022.

Lesa meira

17.5.2022 : Kynningarfundur Rannís um LIFE áætlunina

Þann 1. júní 2022 kl. 14:00-16:00 stendur Rannís fyrir kynningu á LIFE áætluninni, sem er Evrópuáætlun á sviði loftslags- og umhverfismála. Kynningin fer fram í húsnæði Rannís 3ju hæð og á Teams. 

Lesa meira

13.5.2022 : Auglýst er eftir umsóknum í Doktorsnemasjóð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins fyrir styrkárið 2022

Sjóðurinn styrkir rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022, kl. 15:00.

Lesa meira

12.5.2022 : Rannís tekur þátt í UTmessunni

Ráðstefnu- og sýningardagurinn er 25. maí nk. á Grand hóteli og þar munu fulltrúar Rannís kynna helstu sjóði og verkefni til nýsköpunar og þróunar sem eru í umsjón Rannís.

Lesa meira
EEA-grants

12.5.2022 : Fyrirtækjastefnumót fyrir nýsköpunarfyrirtæki

Uppbyggingarsjóður EES í Rúmeníu auglýsir fyrirtækjastefnumót á netinu fyrir nýsköpunarfyrirtæki þann 19. maí nk.

Lesa meira

6.5.2022 : Rannís tekur á móti Hringiðu

Rannís er einn af bakhjörlum viðskiptahraðalsins Hringiðu sem hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnana. Þann 3. maí sl. tóku sérfræðingar á vegum Rannís á móti sjö teymum í vinnustofu um Evrópuumsóknir.

Lesa meira

6.5.2022 : Spennandi tækifæri fyrir háskólanema sem hafa lokið að minnsta kosti BA/BS gráðu

Opið er fyrir umsóknir í vísindalega starfsþjálfun á vegum Sameiginlegu rannsóknarmiðstöðvarinnar (Joint Research Center) en umsóknarfrestur er 31. maí nk.

Lesa meira

5.5.2022 : Kynningarfundur um nýsköpunar­styrki Evrópska nýsköpunar­ráðsins (EIC)

Þann 19. maí nk. stendur Rannís fyrir kynningarfundi í húsnæði sínu að Borgartúni 30, 3. hæð, frá klukkan 9:00-10:00. Þar verða kynntir nýsköpunarstyrkir Evrópska nýsköpunarráðsins (European Innovation Council).

Lesa meira

4.5.2022 : Grænland og Ísland styrkja rannsóknasamstarf sín á milli

Rannsóknaráð Grænlands og Rannsóknamiðstöð Íslands hafa gert samkomulag um að styrkja samstarf á sviði rannsókna, nýsköpunar og menntunar á milli landanna tveggja

Lesa meira
1a-01_1620061629039

2.5.2022 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2023

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022 kl. 15:00.

Lesa meira

2.5.2022 : Leiðangrar Horizon Europe - tengslaráðstefna á netinu

Tengslaráðstefnan er haldin 19. maí nk. í beinu framhaldi af upplýsingadögum Horizon Europe 17. og 18. maí nk. Skráning er nauðsynleg. #HorizonEu

Lesa meira

2.5.2022 : Upplýsingadagar ESB um Leiðangra (Missions)

Næstu upplýsingadagar Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, verða tileinkaðir fimm Leiðöngrum áætlunarinnar (Missions). Dagarnir verða haldnir 17. og 18. maí nk. á netinu og eru öllum opnir. Í kjölfarið (19. maí) verður haldin rafræn tengslaráðstefna um Leiðangra. #HorizonEu

Lesa meira

2.5.2022 : Fyrirtækjastefnumót á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Styrkið tengslanet ykkar í sjávarútveginum með því að taka þátt í fyrirtækjastefnumóti á vegum Enterprise Europe Network á Íslandi sem haldið verður þann 8. og 9. júní nk. á Íslensku sjávarútvegssýningunni.  

Lesa meira

29.4.2022 : Auglýst er eftir umsóknum til starfslauna listamanna fyrir tónlistarflytjendur og sviðslistafólk

Um er að ræða aukaúthlutun 2022 fyrir tónlistarflytjendur og sviðslistafólk. Umsóknarfrestur er 16. maí 2022 kl. 15:00.

Lesa meira

29.4.2022 : Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnusviðslistahópa fyrir leikárið 2022/23 – aukaúthlutun vegna átaks ríkisstjórnar Íslands. Veittar eru 25 milljónir til sjóðsins og að auki 50 listamannalaun til sviðslistafólks, 35 ára og yngri.

Lesa meira

29.4.2022 : Rannís tekur þátt í Nýsköpunarviku

Nýsköpunarvikan fer fram 16. - 20. maí nk. Hátíðin er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.

Lesa meira

28.4.2022 : Rannís á Akureyri - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Akureyri heim og býður til hádegisfundar í Hofi, miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00–13:00.

Lesa meira

27.4.2022 : Umsóknarfrestur í Markáætlun í tungu og tækni hefur verið framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest Markáætlunar í tungu og tækni um tvær vikur, eða til 12. maí kl. 15:00. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica