Baskasetur á Djúpavík fær Creative Europe Evrópustyrk

7.11.2022

Baskavinafélagið á Íslandi fékk 200.000 evra styrk eða um 28 milljónir króna, frá Creative Europe menningaráætlun ESB.

Verkefnið verður unnið í samvinnu við Frakkland og Spán; Baskavinafélagið á Íslandi, Háskólasetur Vestfjarða, Haizebegi menningarstofnunin í Bayonne í Frakklandi og Albaola sjóminjasafnið og bátasmiðju í San Sebastian á Spáni. BASQUE verkefnið miðar ætlar að koma á framfæri við almenning sameiginlegum baskneskum menningararfi Íslands, Spánar og Frakklands. 

Í verkefninu er áhersla lögð á endurlífga, kynna og tryggja sýnileika til lengri tíma á sameiginlegri baskneskri-íslenskri menningararfleifð. Það verður gert með uppsetningu varanlegrar sýningar í gamalli síldarverksmiðju í Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum í samstarfi við baskneskar menningarstofnanir á Spáni og í Frakklandi. Í kringum sýninguna verður stofnuð basknesk menningarmiðstöð. Sýningin minnist einstakrar sameiginlegrar sögu og menningararfs smáþjóðanna Íslendinga og Baska en baskneskir sjómenn sigldu frá Spáni til Íslands á hvalveiðar snemma á 17. öld. Árið 1615 fórust 3 skip í ofsaveðri í Reykjafirði á Ströndum sem hafði afdrifaríkar afleiðingar. Hluti af sýningunni verður endurgerð af baskneskum hvalveiðibát sem verður smíðaður í verkefninu. Þá verða einnig settar upp vinnustofur, listsýningar og tónlistarhátíð sem fagna þessari sameiginlegu sögu þjóðanna, sem og sjálfbærni sem tengist hafinu og litlum afskekktum samfélögum sem byggðu afkomu sína á fiskveiðum. Baskneska menningarmiðstöðin verður staður þar sem rannsakendur, listamenn og áhugasamur almenningur getur hist, fræðst, rannsakað og skipst á upplýsingum um sameiginlegan baskneskan menningararf og hvernig hann á enn við okkur erindi í dag.

Heimasíða Baskavina







Þetta vefsvæði byggir á Eplica