Creative Europe samstarfsverkefni

22.11.2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samstarfsverkefni á sviði menningar og lista undir Creative Europe. Umsóknarfrestur er 9. mars 2023 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 CET).

Hvað er evrópskt samstarfsverkefni?

Creative Europe samstarfsverkefni byggja á samvinnu nokkurra evrópskra aðila frá minnst 3 löndum sem takast á við aðkallandi verkefni eða úrlausnir á lista og menningarsviði, þvert á landamæri. Umhverfis- og jafnréttismál skulu vera samfléttuð verkefnum.

Þrjár verkefnastærðir:

Smærri verkefni 80% framlag

 • Minnst 3 landa samstarf. ESB framlag er 80% og hægt að sækja um allt að 200.000 evrur.

Miðlungs verkefni 70% framlag

 • Minnst 5 landa samstarf. ESB framlag er 70% og hægt er að sækja um allt að 1.000.000 evrur

Stór verkefni 60% framlag

 • Minnst 10 landa samstarf. ESB framlag er 60% og hægt er að sækja um allt að 2.000.000 evrur

Sjá nánar: European Cooperation projects | Culture and Creativity (europa.eu)

Verkefnin eiga að miða að:

 1. Styrkja listir og menningu, samskipti, dreifingu og kynningu í Evrópu eða
 2. Að koma á nýjungum: þróa menningarsviðið og koma á nýjum aðferðum og leiðum

Verkefnin feli í sér:

 1. Að ná til almennings
 2. Inngildingu, fá fleiri í hópinn
 3. Sjálfbærni /grænar áherslur
 4. Stafrænar lausnir – notkun á nýrri tækni
 5. Alþjóðavæðingu – þekking á samstarfi þvert á lönd
 6. Árlegt nýtt þema – auglýst þegar köll birtast*

Hvernig eru verkefnisumsóknir metnar:

 1. Notagildi, verkefnið leysir áskoranir sem Framkvæmdastjórninni þykir skipta máli
 2. Gæði og innihald. Verkþættir og viðburðir styðja úrlausn verkefnis.
 3. Samstarf verkefnastjóra og þátttakenda. Samstarf er skýrt, vel uppbyggt og úthugsað.
 4. Kynning og dreifing á verkefni.

Gildistími verkefna í öllum flokkum er allt að 48 mánuðir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica