Velkomin á Nordplus Café!

10.11.2022

Þann 24. nóvember verður rafrænn kynningarfundur haldinn. Þar verður nýja áætlun Nordplus 2023-2027 og farið verður í gegnum umsóknarferlið, en næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2023. 

Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 12:00 verður haldinn rafrænn kynningarfundur um nýju áætlun Nordplus 2023-2027. Við munum fara í gegnum markmið Nordplus, undiráætlanirnar, hvað er hægt að sækja um og hvernig það er gert.  Ef þið hafið í huga að sækja um styrk til verkefna eða viljið heyra meira um umsóknarferlið þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið kunnið að hafa. Starfsfólk Nordplus verður á staðnum, segir frá umsóknarferlinu og gefur góð ráð varðandi verkefnin. 

Fundurinn fer fram á ensku.  Vinsamlegast skráið þátttöku hér fyrir miðvikudaginn 23. nóvember.

Nánar á Nordplusonline.org

Nordplus á Facebook
Þetta vefsvæði byggir á Eplica