Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe á sviði stafrænnar tækni, iðnaðar og geims (Digital, Industry & Space)

15.11.2022

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 8. til 16. desember nk. í tengslum við vinnuáætlun klasa 4. Um er að ræða viðburð á netinu.

Upplýsingadagar:

Á upplýsingadögunum 12. -14. desember verða kynnt  rannsóknar- og nýsköpunarviðfangsefni næstu vinnuáætlunar (e. Work Programme) fyrir árin 2023-2024 í klasa 4 í Horizon Europe. 

Væntanlegum umsækjendum gefst þannig tækifæri til að læra meira um fjármögnunarmöguleika samkvæmt nýju vinnuáætluninni.

Dagskrá og nánari upplýsingar

Tengslaráðstefna:

Við viljum vekja sérstaka athygli á tengslaráðstefnu sem haldin verður á eftirfarandi dögum:

Á tengslaráðstefnunni  gefast tækifæri á að koma þér og þinni stofnun/fyrirtæki á framfæri.

Starfsmenn Rannís geta veitt aðstoð við textagerð en mikilvægt er að hafa hnitmiðaðan texta til að einfalda þátttakendum leit að réttum samstarfsaðilum á tengslaráðstefnunni. Sýnileikinn eykur líkurnar á að haft verið samband við viðkomandi með boð um að vera þátttakendur í stórri Evrópusambandsumsókn.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú vilt vita meira, þá getur þú sent línu eða slegið á þráðinn katrin.jonsdottir@rannis.is eða í síma 515 5852

Klasi 4 - stafræn tækni, iðnaður og geimur miðar að því að Evrópa móti samkeppnishæfa og áreiðanlega tækni fyrir evrópskan iðnað með alþjóðlegri forystu á lykilsviðum. Stuðli jafnframt að framleiðslu og nýtingu sem virðir þolmörk jarðarinnar og hámarki ávinninginn fyrir alla hluta evrópsks samfélag í félagslegu, efnahagslegu og svæðisbundnu samhengi.

Klasi 4 hefur eftirfarandi áherslusvið:

  • Umhverfisvænar og stafrænar framleiðslulausnir

  • Sjálfvirkni í virðiskeðju framleiðslu hráefnis til vöru

  • Gagna og skammtölvu tækni

  • Stafræn tækni sem eykur samkeppnishæfni og er í senn græn

  • Opnar og sjálfvirkar geimtæknilausnir sem gagnast innviðum, þjónustum, forritun og gagnamálum

  • Siðferðisleg þróun á stafrænni tækni með notendur í fyrirrúmi








Þetta vefsvæði byggir á Eplica