Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2022
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2022.
Alls bárust 125 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar á umsóknarfresti 15. september 2022. Sótt var um 100 milljónir króna. Vegna sérstaks átaks ríkisstjórnar 2022 hafði Hljóðritasjóður alls 75 milljónir króna til umráða á árinu sem er tvöföldun frá fyrri árum. Í seinni úthlutun leggur stjórn til að sjóðurinn styrki 74 hljóðritunarverkefni að upphæð 34.345.000 króna.
Skiptast styrkveitingar á eftirfarandi hátt:
- 37 styrkir til ýmis konar rokk, hip-hop og popp verkefna í afar víðum skilningi
- 17 klassík styrkir til samtímatónlistar af ýmsum toga
- 15 styrkir til fjölbreyttra djass verkefna.
- 5 styrkir til ýmissa annars konar tónlistarverkefna.
Styrkupphæðir eru á bilinu 100.000 til 1.200.000 króna og að meðaltali eru styrkir um 500.000 krónur. Hæsta styrkinn 1.200 þúsund krónur fær tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fyrir hljóðritun á breiðskífu.
Hljóðritunarsjóður styrkir aðeins verkefni til hljóðritunar á nýrri íslenskri tónlist. Stjórn sjóðsins veitir ekki framhaldsstyrki til hljóðritunarverkefna sem þegar hafa verið styrkt af sjóðnum eða áður styrkt af Tónlistarsjóði.
Listi yfir styrkþega:
| Umsækjandi | Titill | Úthlutuð upphæð |
| Agnar Már Magnússon | Þræðir hljóð- og myndbandsupptaka. | 300.000 |
| Alda Music ehf. | Bubbi Morthens - breiðskífa | 1.200.000 |
| Alda Music ehf. | Superserious LP | 600.000 |
| Alda Music ehf. | Brynja LP | 400.000 |
| Alexander Örn Númason | UXI Debut Album | 600.000 |
| Alexandra Björk Elfar | EP Plata | 300.000 |
| Anna Gréta Sigurðardóttir | Anna Gréta - önnur sólóplata | 800.000 |
| Atli Sævar Guðmundsson | Breiðskífa án titils | 300.000 |
| Auður Gunnarsdóttir | Með vorið í höndunum | 700.000 |
| Áslaug Rún Magnúsdóttir | Bridget Ferrill & Áslaug Magnúsdóttir | 200.000 |
| Ástrún Friðbjörnsdóttir | Ástrún EP plata | 200.000 |
| Baldvin Snær Hlynsson | Out'n'About | 400.000 |
| Bergur Thomas Anderson | Unisong | 250.000 |
| Bjarni Már Ingólfsson | Endurvarp: frumplata Bjarna Más | 400.000 |
| Björn Gunnlaugsson | Hvítur dvergur | 200.000 |
| Björn Thoroddsen | Bjössi Thor | 700.000 |
| Bylgjur í báðar áttir ehf. | Ilm og Ómleikar og Þá birtist sjálfið | 400.000 |
| Daníel Trausti Róbertsson | Beinagrind á Hvolfi | 250.000 |
| Einar Vilberg Einarsson | Önnur sóló plata Einars Vilberg | 300.000 |
| Elísabet Birta Sveinsdóttir | Draumapönk í einkasamkvæmum | 250.000 |
| Erla Sigríður Ragnarsdóttir | Erla & Gréta - Lífið er ljóðið okkar | 700.000 |
| Freyr Eyjólfsson | Freyjólfur - Doðasyndir | 500.000 |
| Gabríel Örn Ólafsson | Vísa | 280.000 |
| Guðni Þór Þorsteinsson | Tvær Tungur | 300.000 |
| Gyða Valtýsdóttir | Deia | 790.000 |
| Gylfi Garðarsson | Fimm dúettar fyrir óbó og fagott | 200.000 |
| Gylfi Sigurðsson | Russian.girls samstarfsskífa | 500.000 |
| Hákon Bragason | Miðstöðin | 300.000 |
| Hlöðver Smári Oddsson | Hylur | 200.000 |
| Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir | Góða Nótt - vögguvísuplata | 600.000 |
| Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson | Kaktus Einarsson - Solo#2 | 700.000 |
| Hróðmar Sigurðsson | Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Turchi Dúó plata | 300.000 |
| Ingibjörg Elsa Turchi | Ingibjörg Turchi-Önnur plata í fullri lengd | 700.000 |
| Ingibjörg Guðlaugsdóttir | Logn | 600.000 |
| Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir | Thoughts Midsentence | 500.000 |
| Jóhann Guðmundur Jóhannsson | „Stefnumót - fyrir fiðlu, tenórsaxófón og marimbu“ | 400.000 |
| Jóhanna Rakel Jónasdóttir | Þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar CYBER | 800.000 |
| Jón Helgi Hólmgeirsson | Helsingi | 300.000 |
| Jón Ómar Árnason | Útgáfa á fyrstu plötu með HJAL Kvartett | 300.000 |
| Kjartan Ólafsson | "Weather Report from Iceland" | 300.000 |
| Kristinn Snær Agnarsson | Hljómplata með Kristni Snæ Agnarssyni. | 400.000 |
| Laufey Sigrún Haraldsdóttir | Hljóðritun á nýjum íslenskum verkum | 400.000 |
| Leifur Björnsson | Leifur Björns - þröngskífa, raftónlist | 300.000 |
| Listafélagið Balladon ehf | Tví | 700.000 |
| Magnús Jóhann ehf. | Dúóplata með Óskari Guðjónssyni | 700.000 |
| Menningarfélagið G&G | Geigen - Galactic Vibrations | 300.000 |
| Mikael Máni Ásmundsson | Innermost | 350.000 |
| Mímir Guðvarðarson | Mania - Breiðskífa | 500.000 |
| Nicolas Louis Christian Moreaux | FAR Icelandic Nonet - The Fríkirkjan Sessions | 400.000 |
| Nína Solveig Andersen | Lúpína sólóplata; RINGLUÐ | 300.000 |
| Ólafur Bjarki Bogason | Frumsamin plata á íslensku | 600.000 |
| Ólöf Rún Benediktsdóttir | Draumsóleyjahafið | 350.000 |
| Óskar Guðjónsson | Þriðja hljómplata Óskars Guðjónssonar og Skúla Sverrissonar | 700.000 |
| Páll Ragnar Pálsson | Skjálfti - hljómplata | 600.000 |
| Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir | Hvað syngur í stjórnandanum? - tónleikaupptaka | 380.000 |
| Rakel Björk Björnsdóttir | ÞAU taka Norðurland | 600.000 |
| Rakel Pálsdóttir | Sólóplata - Rakel Páls | 400.000 |
| Rögnvaldur Borgþórsson | SunSong | 500.000 |
| Sakaris Emil Joensen | Domestik Disko 106 | 500.000 |
| Samúel Reynisson | Landvættir Samosa (plötur nr.3 og 4) | 95.000 |
| Sigmar Þór Matthíasson | Þriðja sóló plata Sigmars Matthíassonar | 500.000 |
| Smekkleysa S.M. ehf. | Monstermilk | 400.000 |
| Snorri Hallgrímsson | Three Week Cloud - Strengjaupptökur | 800.000 |
| Stefán Sigurður Stefánsson | Íslendingur í Uluwatu hofi | 900.000 |
| Sunna Margrét Þórisdóttir | Five Songs for Swimming | 300.000 |
| Teitur Magnússon | Askur (EP) | 600.000 |
| Una Torfadóttir | Una Torfa - LP | 900.000 |
| Valgeir Sigurðsson ehf | Cognitive Models | 800.000 |
| Victor Guðmundsson | Doctor Victor - EP Plata | 500.000 |
| Þorsteinn Jónsson | Önnur plata Piparkorns | 250.000 |
| Þorvaldur Gylfason | Hann er eins og vorið | 250.000 |
| Þórunn Guðmundsdóttir | Eyrnakonfekt | 400.000 |
| Þuríður Kr Kristleifsdóttir | Ein | 250.000 |
| Örlygur Smári | Poppvélin | 400.000 |
*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

