Fréttir: september 2022

30.9.2022 : Til hamingju með daginn vísindafólk!

Vísindin lifna við á Vísindavöku Rannís á morgun, laugardaginn 1. október kl. 13:00-18:00 í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku finna allir eitthvað við sitt hæfi og er fólk á öllum aldri boðið velkomið, en markmiðið er að almenningur fái tækifæri til að spjalla við vísindafólk um viðfengsefni þess. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!

Lesa meira

30.9.2022 : VísindaSlamm (ScienceSlam) í Stúdentakjallaranum

Ekki missa af fyrsta VísindaSlammi (ScienceSlam) á Íslandi kl. 17:00 í dag 30. september þar sem ungt vísindafólk keppir í vísindamiðlun! 

Lesa meira

29.9.2022 : Vel sótt Vísindakaffi í Reykjavík

Í kvöld fimmtudaginn 29. september er þriðja og síðasta Vísindakaffið í Reykjavík en þar mun Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri Matís fjalla um skynfærin, skynmat, matarupplifun og gæðamat. Jafnframt er haldið Vísindakaffi á Hólmavík í kvöld og hefst það kl. 18:00

Lesa meira
Matur á borði

29.9.2022 : Viltu smakka? Hvernig bragðast?

Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri hjá Matís verður gestur á Vísindakaffi Rannís, í kvöld fimmtudaginn 29. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

28.9.2022 : Orkan og gleðin í umhverfinu okkar, hvers konar þéttbýli viljum við?

Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði heldur utan um Vísindakaffi Rannís í kvöld miðvikudaginn 28. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira
Stofnfrumur

27.9.2022 : Hvað viltu vita um frumurnar þínar?

Þórarinn Guðjónsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands er gestur á fyrsta Vísindakaffi Rannís í kvöld þriðjudaginn 27. september kl. 20-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira

26.9.2022 : Sýnendur á Vísindavöku Rannís

Hefur þú kynnt þér sýnendur á Vísindavöku á laugardaginn? Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnt sér viðfangsefni þess á fjölmörgum sýningarbásum.

Lesa meira

26.9.2022 : Evrópski tungumáladagurinn er 26. september!

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn í fyrsta skipti þann 26. september árið 2001, en það ár var tileinkað evrópskum tungumálum. Dagurinn hefur síðan þá verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og miljónir manns víðsvegar um Evrópu skipuleggja eða taka þátt í viðburðum þennan dag með það markmið að efla tungumálafjölbreytileika og hæfni til að tala önnur tungumál. 

Lesa meira

26.9.2022 : Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs leitar eftir tillögum að fulltrúum í stjórn Rannsóknasjóðs

Stjórn Rannsóknasjóðs er skipuð til þriggja ára í senn. Það er í höndum vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs að koma með tilnefningu að fimm aðilum í stjórn og varastjórn til ráðherra málaflokksins.   

Lesa meira

26.9.2022 : Vísinda- og tækninefnd Vísinda- og tækniráðs leita eftir tillögum að fulltrúum í stjórn Innviðasjóðs

Stjórn Innviðasjóðs er skipuð til þriggja ára í senn. Það er í höndum vísinda- og tækninefnda Vísinda og tækniráðs að koma með tilnefningu að fjórum aðilum í stjórn til ráðherra málaflokksins.   

Lesa meira

20.9.2022 : Lauf Forks og Sidekick Health hljóta Nýsköpunarverðlaun Íslands

Nýsköpunarverðlaun Íslands voru afhent á Nýsköpunarþingi í dag en að þessu sinni voru veitt verðlaun fyrir árið 2021 og 2022. Fyrirtækið Sidekick Health hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2022 og Lauf Forks Nýsköpunarverðlaun Íslands 2021.

Lesa meira

20.9.2022 : Nýsköpunarþing 2022

Nýsköpunarþing 2022 var þriðjudaginn 20. september í Grósku

Lesa meira
Magnús Lyngdal Magnússon

19.9.2022 : Auglýst er eftir umsóknum í Innviðasjóð

Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2022, kl. 15:00.

Lesa meira

19.9.2022 : Vaxtarsproti ársins er Controlant

Fyrirtækið Controlant hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Lesa meira

18.9.2022 : NordForsk auglýsir opið kall um rannsóknarverkefni á velferð barna og ungmenna á Norðurlöndum eftir heimsfaraldur

Áhersla er lögð á menntun, vellíðan, geðheilbrigði og lífskjör barna og ungmenna. Umsóknarfrestur er 8. desember 2022.

Lesa meira
Aurora-award-2022-kandidat-3-1-

16.9.2022 : Ný verðlaun veitt fyrir besta verkefnið í Nordplus Junior

Í ár verða ný verðlaun, Nordplus Junior Aurora verðlaunin, veitt fyrir besta verkefnið innan Nordplus Junior. Það verkefni sem hefur borið af á árinu fær viðurkenningu. Kosningin stendur til 30. september nk. 

Lesa meira

15.9.2022 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2023

Auglýst er eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu: 1. janúar – 30. júní 2023.

Lesa meira

14.9.2022 : Rannís og Auðna undirrita samstarfsamning

Auðna og Rannís, fyrir hönd Rannsóknasjóðs hafa skrifað undir samstarfssamning um „Master Class í vísindalegri nýsköpun“ fyrir styrkþega sjóðsins.

Lesa meira

14.9.2022 : Driving Urban Transitions samfjármögnuninni ýtt úr vör

Upphafsráðstefna Driving Urban Transition (DUT) samfjármögnunar-áætlunarinnar (partnership) verður haldin 4. og 5. október nk. í Brussel og í beinu streymi.

Lesa meira

13.9.2022 : Vísindakaffi í Reykjavík og á landsbyggðinni

Hellt verður upp á hið sívinsæla Vísindakaffi Rannís í kaffihúsinu Bókasamlaginu í Reykjavík og verður boðið upp á áhugaverð viðfangsefni sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið. Eins verður boðið upp á Vísindakaffi eða svipaða viðburði tengda Vísindavöku, á sex stöðum á landsbyggðinni. 

Lesa meira

12.9.2022 : Orkuskiptin í brennidepli - opið kall CETP

Um er að ræða samfjármögnunarverkefnið CETP (Clean Energy Transition Partnership) og um fyrsta kall að ræða. 

Lesa meira

9.9.2022 : Óskað eftir tilnefningum fyrir Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2022

Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2022. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 7. október nk.

Lesa meira

7.9.2022 : Viðurkenning á námi erlendis – láttu heyra frá þér!

Um þessar mundir stendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir rannsókn varðandi mat á námsgráðum á háskóla- og framhaldsstigi og þeirri hæfni sem nemendur afla sér við nám og þjálfun erlendis. 

Lesa meira

6.9.2022 : Sameiginleg leiðbeinendaþjálfun íslensku háskólanna 2022-2023

Rannís kynnir nýtt tilraunaverkefni, þjálfunaráætlun fyrir leiðbeinendur doktorsnema við íslenska háskóla 2022-2023

Lesa meira

5.9.2022 : Viðurkenning fyrir vísindamiðlun - óskað eftir tilnefningum

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt á Vísindavöku 2022 sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 1. október. Viðurkenningin verður afhent við opnun Vísindavöku kl. 13:00.

Lesa meira

5.9.2022 : Vel heppnuð vinnustofa í Nuuk Grænlandi

Vinnustofan var haldin dagana 25. og 26. ágúst sl. á vegum Rannís, Rannsóknaráðs Grænlands, Norðurslóðanets Íslands, Auðlindastofnun Grænlands og Arctic Hub.

Lesa meira

2.9.2022 : Hægt að sækja um styrki fyrir allar tegundir æskulýðs- og ungmennaverkefna fyrir 4. október

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í allar tegundir styrkja fyrir æskulýðs- og ungmennaverkefni. Umsóknarfresturinn er 4. október og framundan eru kynningarfundir og opið “Application lab” þar sem öllum gefst tækifæri til að fá aðstoð við að móta hugmynd að verkefni og umsókn.

Lesa meira

1.9.2022 : Vefstofur Horizon 2020 og Horizon Europe haustið 2022

Vefstofurnar eru haldnar 27. september, 4. október, 20. október og 30. nóvember 2022. Ekki er þörf á skráningu. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica