Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs leitar eftir tillögum að fulltrúum í stjórn Rannsóknasjóðs

26.9.2022

Stjórn Rannsóknasjóðs er skipuð til þriggja ára í senn. Það er í höndum vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs að koma með tilnefningu að fimm aðilum í stjórn og varastjórn til ráðherra málaflokksins.   

Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs óskar hér með eftir tillögum um aðila sem gætu tekið sæti í stjórn sjóðsins. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og þekkingu á vísindarannsóknum. Nefndin mun í framhaldi nýta innsendar tillögur til að taka ákvörðun um tilnefningar stjórnarmanna til ráðherra.

Í lögum um stjórn Rannsóknasjóðs segir: Ráðherra skipar fimm manna stjórn Rannsóknasjóðs til þriggja ára í senn samkvæmt tilnefningu vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs. Tilnefndir skulu fimm einstaklingar sem hafa reynslu og þekkingu á vísindarannsóknum, þar af skal einn tilnefndur úr vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna.

Tillögur er hægt að senda inn til og með 5 október nk.

Senda inn tillögu

Þetta vefsvæði byggir á Eplica